Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Blaðsíða 18
18 Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. apríl 2015 Næstu sýningar: 9. sýning 17. apríl kl. 20:00 10. sýning 18. apríl kl. 20:00 MIÐASALA í síma 852-1940. LOKASÝNING 1 . s i 25. ríl l. 0:00 MIÐASALA í síma 852-1940. Berglind Jóhannsdóttir tannréttingasérfræðingur verður í Vestmannaeyjum 5. maí að Kirkjuvegi 10a tímapantanir í síma 564 6640 Aðalfundur Aðalfundur Drífanda stéttarfélags verður haldinn þriðjudaginn 28. apríl 2015 í Svölukoti við Strandveg og hefst fundurinn kl. 18.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf • Kjöri stjórnar lýst 2. Komandi samningar, vinnudeilur og jafnvel verkföll? 3. Önnur mál • Happdrætti • Gjöf • Veitingar Stjórnin Á árinu 2015 fagnar Toyota á Íslandi því að 50 ár eru liðin frá því fyrsti Toyotabíllinn var seldur á Íslandi. Á þessum tíma hefur Toyota unnið sér sess hér á landi. Vörulínan er breið, smábílar, fjölskyldubílar, pallbílar, atvinnubílar og jeppar. Um 45.000 Toyotur eru nú í notkun á landinu. Fyrstu Toyoturnar sem komu til landsins árið 1965 voru Crown, Corona og Land Cruiser. Corolla bættist síðan við vörulínuna í kringum 1970. „Við lítum á okkur fyrst og fremst sem þjónustufyrirtæki“ segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og eigandi fyrirtækisins ásamt Kristjáni Þorbergssyni fjármálastjóra. „Svona fyrirtæki endist ekki lengi nema það átti sig á þörfum viðskiptavinanna og bjóði vöru sem hentar aðstæðum hér á landi. Við fylgjum því fordæmi sem Páll Samúelsson setti með starfs- fólki sínu strax í upphafi og kappkostum á hverjum degi að standa okkur í því sem við erum að gera. Við viljum fá fólk til okkar aftur og aftur enda eru mörg dæmi um fjölskyldur þar sem allir eru á Toyota, jafnvel nokkrar kynslóðir. Okkur þykir vænt um það traust sem Toyotaeigendur hafa sýnt okkur í gegnum tíðina og hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Toyotaeigendur “ segir Úlfar enn fremur. Auk 50 ára afmælisins fagnar starfsfólk Toyota því nú að Toyota hefur verið mest seldi bíllinn á Íslandi á hverju ári frá 1991 eða í 25 ár samfellt. Toyota verður með sýningu í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 22. apríl frá kl. 16:00 - 18:30 og á fimmtudaginn 23. apríl kl. 11:00 - 17:00 Boðið verður upp á reynsluakstur á nýjum bílum auk þess sem söluráðgjafar Toyota og Lexus veita upplýsingar um bílana. Sýningin verður við Bíla- og vélaverkstæðið Nethamar, Garða- vegi 15, 900 Vestmannaeyjum. Toyota býður Eyjamenn velkomna að skoða og reynsluaka öllu því nýjasta frá Toyota og Lexus. Toyota fagnar 50 ára afmæli á Íslandi >> SmáauglýSiNgaR Íbúð óskast á Þjóðhátíð Óska eftir húsi í Eyjum í skipti fyrir annað hús í hverfi 104 í Reykjavík yfir þjóðhátíð, frá og með 30/7 - 4/8. Upplýsingar í síma 898-3232. Í árlegri spá Fótbolta.net um gengið í Pepsi-deildinni er Eyjamönnum spáð 10. sætinu. Nýliðum deildar- innar er spáð falli en ÍBV fylgir þar á eftir. Í umsögn um liðið segir meðal annars að talsverðar breytingar hafi orðið frá síðustu leiktíð. ÍBV hefur skipt um þjálfarapar og fróðlegt verður að sjá hvort liðið geri betur en í fyrra. Jörundur Áki Sveinsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net en hann fer yfir helstu styrkleika og veikleika liðsins. Þar er Hásteins- völlur talinn vera helsti styrkur liðsins en einnig er Jonathan Glenn nefndur eftir frábært tímabil á síðustu leiktíð. Lykilmaður liðsins er talinn vera Abel Dhaira en hann hefur spilað betur en á síðustu leiktíð. Einnig verður gaman að fylgjast með þjálfurum liðsins, þar sem mikil pressa er á þeim Jóhannesi Harðarsyni og Tryggva Guðmundssyni. Fótbolti | Meistaraflokkur karla ÍBV :: Styttist í að fótboltinn fari að rúlla Eyjamönnum spáð 10. sætinu á Fótbolti.net Jóhannes þjálfari les yfir sínum mönnum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.