Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Blaðsíða 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. apríl 2015 Á miðvikudaginn í seinustu viku var haldinn hátíðarfundur í bæjarráði Vestmannaeyja í tilefni af þrjúþúsundasta fundi ráðsins. Fundurinn var haldinn í Eldheimum og var hann tileinkaður eflingu háskóla og fræðastarfs í Vestmanna- eyjum. Sérstakir gestir fundarins voru Illugi Gunnarsson mennta- málaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskipta- ráðherra og Sigurður Ingi Jóhanns- son sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra. Að fundi loknum undirrituðu þau ásamt Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, forseta bæjarstjórnar, viljayfirlýsingu um að komið verði á fót háskóladeild í Vestmannaeyjum á sviði hafsæk- innar nýsköpunar á vegum Háskólans í Reykjavík. Vonast er eftir því að kennsla geti hafist á haustönn 2016. Samhliða því var undirritað samkomulag um stofnun stýrihóps sem vinnur að undir- búningi háskólanáms í Vestmanna- eyjum. Einnig var undirritaður samningur þess efnis að Þekkingar- setur Vestmannaeyja fái afnot af 2. hæð Fiskiðjunnar til starfsemi Sjávarklasa í Vestmannaeyjum. Þar stefnir ÞSV að því að starfrækja þekkingarklasa með áherslu á nýsköpun, fjarnám og sjávarút- vegstengda starfsemi. • Merkur dagur. Í erindi Arnars Sigurmundssonar, varaformanns stjórnar ÞSV, kom fram að það væri mikið metnaðar- mál fyrir samfélagið í Eyjum að komið verði á kennslu á háskóla- stigi og mæta verði breyttum kröfum til menntunar. „Gangi þetta eftir verður deginum í dag (15. mars, innskot blaðamanns) lýst sem merkum degi í uppbyggingu og eflingu háskóla- og fræðastarfs í Vestmannaeyjum,“ sagði Arnar. • Nýta tækifærin í stað þess að óttast þau. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, þakkaði ráðherrum það mikilvæga framlag sem þau leggja til eflingu byggðar í Vestmannaeyjum sem lýtur að því að koma upp öflugu háskólastarfi á sviði hafsækinnar nýsköpunar. Jafnframt sagði Elliði „Samhliða því sem störfum við veiðar og vinnslu er að fækka hratt er tækifærum, sem tengjast hliðaraf- urðum og nýsköpun í sjávarútvegi, að fjölga. Þetta gerist á sama tíma og ungt fólk sækir minna og minna í störf neðarlega í virðisaukakeðj- unni í sjávarútvegi. Eins og málum er nú háttað er ekki einu sinni hægt að viðhalda 4000 manna sjávar- byggð þótt þar sé verið að veiða og vinna um 13 til 15% af aflaheim- ildum Íslendinga. Vandinn er nefnilega sá að í landsbyggðunum erum við ekki að nýta okkur nægilega virðisaukandi tækifæri sem skapa mörg og verðmæt störf. Það er því afar mikilvægt fyrir framsæknar sjávarbyggðir að leita leiða til að styðja við þessa þróun í stað þess að berjast á móti henni. Nýta okkur tækifærin í stað þess að óttast þau. Horfa til framtíðar í stað þess að þrá fortíðina. Með því að efla fræða- og háskóla- starf í Vestmannaeyjum hyggjumst við leita leiða til að færa okkur nær framtíðinni, fjölga störfum og auka virði og verðmæti þess atvinnulífs sem við höfum stundað seinustu 1000 árin eða svo. Sjávarútvegur- inn á gríðarleg tækifæri inn í framtíðina og þau ætlum við að nýta okkur hér í Eyjum. Vonandi á hin nýja háskóladeild í hafsækinni nýsköpun eftir að nýtast lands- byggðunum sem flestum sem og borginni. Stefnan er enda að taka á móti nemendum sem víðast að með það að markmiði að auka arðsemi og efla hag sjávarútvegsins um allt land.“ • Uppbygging háskólastarfs í Eyjum borgar sig. Illugi Gunnarsson talaði um mikilvægi uppbyggingar háskóla- menntunar í Eyjum. Hann nefndi að fjölmargar hugmyndir komi inn á borð menntamálaráðuneytisins, sumar betri en aðrar en þessi hugmynd, um uppbyggingu háskólastarfs í Eyjum, hafi verið mjög góð og telur hann að hún muni borga sig. Hann segir það skipta máli að auka afrakstur, framlegð, laun og tækifæri og til þess að það gerist þurfi að fjárfesta í menntun. • Nýsköpun mikilvæg. Ragnheiður Elín Ármasóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, talaði um mikilvægi nýsköpunar og þann árangur sem sést hefur annars staðar í svipuðum verkefnum. Hún nefnir fyrirtækið Zymetech í því samhengi en fyrirtækið hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands í ár, en Zymetech er leiðandi íslenskt líftæknifyrirtæki á sviði rannsókna, þróunar, framleiðslu og sölu náttúrulegra sjávarensíma til hagnýtingar í húðvörur, lækninga- tækni og lyf. Ragnheiður Elín segir að þetta fyrirtæki sé lýsandi dæmi um það sem getur gerst hér í Eyjum. Fyrirtækið hafi þróast í samstarfi við HÍ og frumkvöðlana. Það hafi allt byrjað í rannsóknastofu Háskóla Íslands en í dag skapi það fjölda starfa í sjávarútvegi þótt störfin geti verið öðruvísi en við þekkjum. Hún segist hlakka til að sjá hvernig frjóir og hugmyndaríkir Vestmannaeyingar komi fram með hugmyndir og þrói þær í kjölfar þessa náms og þakkar hún sér- staklega Vestmannaeyjabæ fyrir frumkvæðið að þessu verkefni. • Þarf þekkingu til að búa til verðmæti úr hliðarafurðum fisksins. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, óskaði Vestmannaeyjabæ, Þekk- ingarsetrinu, Eyjamönnum og landsmönnum öllum til hamingju með þennan merka áfanga. „Sjávarútvegur er okkar mikil- vægasta atvinnugrein og mikilvæg stoð til að halda uppi byggðum í kringum landið.“ Hann telur að þetta skref sé gríðarlega mikilvægt og sé tækifæri til að taka á móti áhugasömu ungu fólki sem vill mennta sig í sjávarútvegstengdum greinum. Hann segir að það þurfi þekkingu til að búa verðmæti úr hliðarafurðum fisksins og telur mikilvægt að sjávarútvegsfyrirtækin taki þátt í þessu verkefni. „Starf- semi sem þessi á hvergi betur heima en í Eyjum,“ sagði Sigurður Ingi að lokum. Í samstarfi við Eyjafréttir munu starfsmenn Ljósmyndasafns Vestmannaeyja birta framvegis reglulega í blaðinu myndir sem varðveittar eru á ljósmyndasafn- inu og óska aðstoðar lesenda við að bera kennsl á myndefnið. Við munum jafnframt birta svörin eftir því sem þau berast. Við hefjum samstarfið með því að birta myndir úr hinu merka og stóra ljósmyndasafni Óskars Björgvinssonar sem telur um 150.000 ljósmyndir. Óskar þekkja velflestir Vest- mannaeyingar sem komnir eru af léttasta skeiði en hann rak ljós- myndastofu hér í bæ frá því að hann útskrifaðist sem ljósmyndari árið 1963 og allt til dánardægurs árið 2002 eða í hartnær 40 ár. Ljós- myndasafn hans er því sannarlega mikil heimild um Eyjamenn og Eyjakonur í sögu okkar og samtíma. Óskar hafði fágæta fallega rithönd og skrár hans yfir ljósmyndasafnið eru óvenjulega vandaðar. En eins og venja var með skráningu ljósmynda skráði Óskar venjulega einungis þann einstakling sem var ábyrgðar- aðili viðkomandi myndar. Sá einstaklingur þarf ekki einu sinni að vera hinn sami og sést á myndinni, t.d. í myndum af börnum eða ungmennum. Í öðrum tilvikum eru fleiri á myndinni og aðeins skráð nafn þess er biður um myndina. Starfsmenn eru nú að vinna að því að skanna myndir Óskars og bæta við þeim nöfnum sem á vantar í fulla skráningu. Meðal slíkra mynda er sú sem hér ríður á vaðið. Um er að ræða fallega fjölskyldu- mynd sem Óskar tekur árið 1963 og ritar sem ábyrgðaraðila Arnar Ágústsson til heimilis að Faxastíg 3. Oft og tíðum tekst okkur að finna út nöfn þeirra sem vantar en hér erum við stopp og leitum því til lesenda Eyjafrétta. Unnt er að senda okkur póst á netfangið ljosmynda- safn@vestmannaeyjar.is, koma við í Safnahúsinu og hitta okkur að máli eða hringja í síma 488 2040 og biðja um starfsmann á ljósmynda- safninu. Þá viljum við jafnframt minna á að á hverjum fimmtudegi kl. 14-16 er ljósmyndasafnið með dagskrá í Safnahúsinu þar sem við sýnum myndir úr ljósmyndasafninu sem hefur mælst afar vel fyrir og verið að jafnaði fjölsótt. Með bestu þökkum fyrir samstarfið. Starfsmenn ljósmyndasafns Vestmannaeyja. Hver er á myndinni? Byrjað á myndum úr 150.000 mynda safni Óskars Björgvinssonar Hver er á myndinni : Fyrsta myndin tengist Faxastíg 3. ÁSTa SiGrÍður GuðjÓnSdÓTTir asta@eyjafrettir.is Tímamót tilkynnt á 3000 fundi bæjarráðs :: Þrír ráðherrar viðstaddir Sjávarklasi í Vestmannaeyjum og öflugt háskólastarf á sviði hafsækinnar nýsköpunar :: Taka á móti nemendum sem víðast að með það að markmiði að auka arðsemi og efla hag sjávarútvegsins um allt land, segir bæjarstjóri

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.