Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 21.10.2015, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 21.10.2015, Side 1
Vestmannaeyjum 21. október 2015 :: 42. árg. :: 42. tbl. :: Verð kr. 450 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Hjá Heilsugæslu Suðurlands í Vestmannaeyjum hafa sjúkraliðar verið í þriggja daga verkfallsað- gerðum en læknaritarar eru ekki í verkfalli, eins og margir kollegar þeirra á fastalandinu þar sem læknaritarar hér eru í Starfs- mannafélagi Vestmannaeyja. Þannig hefur lyfjaendurnýjun haldist óbreytt. „Þessar verkfallsaðgerðir sjúkraliða hafa aðallega haft áhrif á heima- hjúkrunina hjá okkur,“ sögðu þær Guðný Bogadóttir, yfirhjúkrunar- fræðingur heilsugæslu og Margrét Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum. Þar hefur dregið verulega úr þjónustunni, á mánudag var til dæmis aðeins einn sjúkraliði á vakt í heimahjúkrun í stað þriggja. „Við höfum mætt því með að forgangsraða þjónustu og fólk fær ekki sama eftirlit og aðstoð og venjulega. Til dæmis er dregið úr öllum mælingum svo sem á blóð- þrýstingi og innlitum fækkað. En að sjálfsögðu er fyllsta öryggis gætt og áhersla á að sinna þeim sem þurfa mesta þjónustu og þá sem ekki hafa aðstandendur sem geta aðstoðað. Sé grunur um eitthvað alvarlegt þá er það að sjálfsögðu afgreitt. Samfara skertri þjónustu eykst álag á ættingja og aðstandendur sem geta aðstoðað. En eins og áður er sagt þá reynum við að forgangsraða til að minnka óþægindin af þessu.“ Þær segja að áhrifa verkfallsins hafi líka gætt á sjálfri heilsugæslunni. „Það á einkum við um ýmsar rannsóknir, hjartalínurit, umbúða- skipti og sáraþjónustu. Við höfum orðið að vísa frá þessa daga því sem ekki er bráðaþjónusta. Þetta hefur líka haft í för með sér aukið álag á annað starfsfólk og Margrét þarf að hlaupa hraðar en hún er vön þessa dagana,“ segir Guðný og brosir við. „Það eru tveir til þrír sjúkraliðar sem detta út úr daglegu starfi vegna þessara aðgerða og það er mikil skerðing,“ sögðu þær stöllur. Þessar verkfallsaðgerðir hófust á fimmtudag og föstudag í síðustu viku, héldu síðan áfram sl. mánudag og þriðjudag og í næstu viku verður svo tveggja daga vinnustöðvun, hafi ekki samist fyrir þann tíma. „En auðvitað vonum við að þá verði búið að semja,“ sögðu þær Guðný og Margrét. Nánar er um áhrif verkfallsaðgerð- anna í Vestmannaeyjum á síðu 2. Kjaradeila SFR, sjúkraliða og lögreglumanna: Kemur verst niður á heimahjúkruninni :: segir Guðný Bogadóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum :: Verulega dregið úr þjónustu :: Verðum að forgang- raða :: Ekki sama eftirlit og aðstoð og venjulega :: Lyfjaendurnýjun óbreytt Þeir voru kampakátir á sunnudag, leikmenn og stuðningsmenn ÍBV í handbolta. Þá tryggði liðið sér áframhaldandi þátttöku í Áskorendabikar Evrópu með frækilegum sigri á ísraelska liðinu Hapoel Ramat Gan. Báðir leikir liðanna voru leiknir í Vestmannaeyjum og sigraði ÍBV sannfærandi í þeim báðum. Mótherjarnir í næstu umferð verða liðsmenn Benfica frá Portúgal. Sjá nánari umfjöllun á íþróttasíðu blaðsins. Sigurgeir jónSSon sigurge@internet.is Námsvísir visku HaustöNN 2015 EiNu siNNi var þEtta lEyNifélag >> 15 áki Hættur Hjá bæNum >> 10 >> Fylgirit M yn d: G un na r In gi Eyjafréttir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.