Fréttir - Eyjafréttir - 21.10.2015, Blaðsíða 19
19Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. október 2015
Íþróttir
u m S j ó n :
guðmundur TómaS
SigFúSSon
gudmundur@eyjafrettir.is
Framundan
Fimmtudagur 22. október
Kl. 18:00 Hörður - ÍBV 2
3. flokkur karla
Kl. 21:00 ÍBV 2 - Hörður
3. flokkur karla
Föstudagur 23. október
Kl. 18:00 Valur - ÍBV
Olís-deild karla
Laugardagur 24. október
Kl. 13:30 Fylkir - ÍBV
Olís-deild kvenna
Kl. 18:30 Valur 2 - ÍBV
3. flokkur kvenna
Sunnudagur 25. október
Kl. 15:30 ÍBV - Valur
3. flokkur karla
Kl. 11:00 Afturelding - ÍBV
3. flokkur kvenna
Kl. 18:10 Valur - ÍBV
4. flokkur karla - yngri
Kl. 12:00 Haukar 2 - ÍBV 2
4. flokkur karla - yngri
Eyjamenn eru komnir áfram í næstu
umferð Áskorendabikars Evrópu
eftir tvo sigra á ísraelska liðinu
Hapoel Ramat Gan. Þetta var annað
árið í röð sem að Eyjamenn mæta
ísraelsku liði en þetta lið var
klárlega lakara en liðið sem mætti
til Eyja síðast. Báðir leikirnir fóru
fram í Íþróttahúsinu í Vestmanna-
eyjum. Leikmenn ÍBV byrjuðu
einvígið á algjörri flugeldasýningu
þar sem sirkusmark opnaði
einvígið, áður en maður vissi af var
liðið komið í 8:0 í fyrri leiknum. Þá
tók hins vegar við langur slæmur
kafli þar sem Ísraelarnir fengu alltof
mikið gefins. Það sást augljóslega
hvort liðið var sterkara en samt
virtust gestirnir alltaf vera inni í
leiknum. Fyrri leiknum lauk með
fjögurra marka sigri 25:21 og þá
leit einvígið út fyrir að ætla að
verða spennandi. Byrjun Ísraelanna
í síðari leiknum var mun betri, þar
leiddu þeir 3:0 eftir átta mínútna
leik en þá virtist sviðsskrekkurinn
farinn úr Eyjamönnum. Leikmenn
liðsins léku frábærlega það sem
eftir var af einvíginu. Markvarsla,
varnarleikur og hraðaupphlaup
héldust í hendur og leiddi liðið með
fjórum mörkum í hálfleik. Þá var
einvíginu þannig séð lokið og fengu
ungir og sprækir Eyjapeyjar að
spila restina af leiknum. Hákon
Daði Styrmisson átti frábæra
innkomu í síðari hálfleik þar sem
hann skoraði sjö mörk úr átta
skotum. Nökkvi Dan Elliðason, Páll
Eydal Ívarsson, Dagur Arnarsson
og Svanur Páll Vilhjálmsson
komust allir á blað en þessir drengir
eru allir á yngsta og miðári í 2.
flokki félagsins. Magnús Karl
Magnússon átti líka góða innkomu
þrátt fyrir að komast ekki á blað.
Stórlið Benfica bíður ÍBV í næstu
umferð en ennþá á eftir að taka
ákvörðun um það hvar þeir leikir
verða spilaðir. Benfica hefur farið
vel af stað í Portúgal en þeir eru
með næstbesta lið deildarinnar á
eftir Porto. Þeir hafa sigrað í sjö af
fyrstu átta leikjum sínum en töpuðu
einmitt fyrir Porto.
Handbolti | Meistaraflokkur karla :: Áskorendabikar evrópu
strákarnir flugu í
gegnum fyrsta einvígið
:: ÍBV 56:43 gegn Hapoel ramat Gan
ÍBV sigraði KA/Þór nokkuð
örugglega í Olís-deild kvenna á
laugardaginn þegar 6. umferð
deildarinnar fór fram. ÍBV hefur
farið ótrúlega vel af stað en þær
hafa unnið alla sex leiki sína. KA/
Þór átti í raun aldrei séns en liðið
var skilið eftir strax í upphafi. Í
stöðunni 3:3 skildu leiðir og
skoruðu Eyjastelpur sautján mörk
gegn einungis fjórum áður en
flautað var til hálfleiks. Hrafnhildur
Ósk Skúladóttir, nýr þjálfari liðsins,
gat enn og aftur leyft ungum og
efnilegum stelpum að sýna hvað í
þeim býr í síðari hálfleik. Gott
útspil hjá Hrafnhildi sem kemur
einungis til með að styrkja hópinn
fyrir komandi átök. Lokatölur voru
32:20 en þær Drífa Þorvaldsdóttir
og Greta Kavaliuskaite skoruðu
báðar sjö mörk. Ester Óskarsdóttir
gerði fimm, Vera Lopes fjögur og
Selma Rut Sigurbjörnsdóttir þrjú.
ÍBV er eins og áður á toppi
deildarinnar og nú með tólf stig
eftir fyrstu sex leikina.
Handbolti | Meistaraflokkur kvenna:
stórskostleg byrjun
í olís-deild kvenna
:: sigruðu KA/þór með tólf mörkum :: Með fullt hús stiga
ÍBV 6 6 0 0 191:136 12
Grótta 6 6 0 0 143:99 12
Valur 6 5 0 1 163:108 10
Haukar 6 4 1 1 168:134 9
Selfoss 6 4 0 2 169:150 8
Fram 5 3 1 1 131:110 7
Stjarnan 6 3 0 3 148:133 6
Fjölnir 6 3 0 3 137:172 6
Fylkir 6 2 0 4 136:156 4
FH 6 1 1 4 113:135 3
ÍR 6 1 0 5 125:161 2
HK 6 1 0 5 111:130 2
KA/Þór 6 0 1 5 101:147 1
Afturelding 5 0 0 5 98:163 0
olísdeild kvenna
Knattspyrnu-
ráð ÍBV sendi
á dögunum
tilkynningu
þess efnis að
Fylkismenn
hafi rætt við
og samið
ólöglega við
leikmann ÍBV.
Þegar atvikið á
að hafa gerst,
var leikmaður-
inn enn samn-
ingsbundinn ÍBV. Fréttir Fótbolta.
net og Rúv.is herma að leikmaður-
inn sem um ræðir sé Jose Enrique,
oftast nefndur Sito. Sito er klárlega
einn besti, ef ekki besti leikmaður
ÍBV og því um háalvarlegt mál að
ræða. ÍBV mun líklega senda inn
kæru til KSÍ á næstu dögum en
þessi frétt er skrifuð á mánudegi.
Ingi Sigurðsson sagði í byrjun
mánaðarins að hann væri vongóður
um það að Sito yrði áfram í Eyjum.
Það skal þó tekið fram að ekki hefur
fengist staðfest að leikmaðurinn
sem um ræðir sé Sito, en samningar
Guðjóns Orra Sigurjónssonar,
Mario Brlecic, Gunnars Þorsteins-
sonar og Víðis Þorvarðarsonar
renna út á sama tíma og samningur
Spánverjans.
Knattspyrna |
Mfl. karla:
undirbúa
kæru á
hendur
knatt-
spyrnu-
deild
Fylkis
Jose Enrique.
Síðastliðinn fimmtudag var dregið í
Coca-Cola bikar karla, þá nýttu
starfsmenn HSÍ tækifærið og drógu
í hálfleik á leik Fram og Aftur-
eldingar. ÍBV 2 dróst gegn Haukum
2 en leikið verður í Schenker-höll-
inni. Ekki hefur fengist staðfestur
leiktími en það mun koma í ljós von
bráðar. ÍBV situr hjá í 32-liða
úrslitunum líkt og flest önnur lið
Olís-deildar karla.
Handbolti |
Coca-Cola bikar:
ÍBV 2
heim-
sækir
Hauka 2
Selma Rut Sigurbjörnsdóttir skoraði þrjú mörk gegn KA/Þór. Drífa
Þorvalds og Greta Kavaliuskaite voru markahæstar með sjö mörk.
Ungu drengirnir hjá ÍBV fengu það hlutverk að klára Ísraelsmenn í seinni leik liðanna.
Hér brýst Nökkvi Dan Elliðason í gegn. Bergvin Haraldsson bíður átektar á línunni sem og Páll Eydal
Ívarsson sem er þarna í hlutverki markvarðar.