Fréttir - Eyjafréttir - 21.10.2015, Side 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. október 2015
Tónfundir
Tónlistarskólans
Haldnir í skólanum
alla miðvikudaga
kl. 17.30.
Allir velkomnir
Tónlistarskóli
Vestmannaeyja
Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu?
Al-Anon
fyrir ættingja og vini alkóhólista
Fundir á þriðjudögum kl. 20.30
Byrjendafundir kl. 20.00
að Heimagötu 24
AA fundir
eru haldnir sem hér segir
að Heimagötu 24:
Mánudagur: kl.20.30
Miðvikudagur: kl.20.30
Fimmtudagur: kl.20.30
Föstudagur: kl.23.30
Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur
Sunnudagur: kl.11.00
Athugið, allir fundir reyklausir
Móttaka nýliða hálfri klst.
fyrir hvern auglýstan fundartíma.
Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag,
hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn
fundartíma og eru 2 klst. í senn.
Sími 481 1140
>> Smáauglýsingar
Landakirkja
Fimmtudagurinn 22. október
Kl. 10:00-12:00 Foreldramorgunn.
Kl. 10:00-10:30 Kaffistofan.
Kl. 19:00 Æfingar Stúlknakórs
Landakirkju.
Kl. 20:00 Æfing hjá Kór Landa-
kirkju.
Kl. 20:00 Opið hús í KFUM&K
húsinu við Vestmannabraut.
Föstudagurinn 23. október
Kl. 14:00 Æfing hjá Litlum
lærisveinum.
Kl. 17:00 Setning Landsmóts
ÆSKÞ í Höllinni.
Laugardagurinn 24. október
Kl. 14:30 Karnival á Landsmóti
ÆSKÞ - Allir velkomnir.
Sunnudagurinn 25. október
Kl. 9:30 Guðsþjónusta í Höllinni á
Landsmóti ÆSKÞ, Sr. Guðmundur
Örn predikar - Allir velkomnir.
Kl. 11:00 Sunnudagaskólinn í öllu
sínu veldi.
Kl. 14:00 Guðsþjónusta í Landa-
kirkju. Sr. Úrsúla Árnadóttir
predikar og Kitty Kovács leiðir Kór
Landakirkju.
Kl. 15:25 Helgistund á Hraun-
búðum.
Mánudagurinn 26. október
Kl. 13:30 Fermingarfræðsla.
Kl. 14:30 Fermingarfræðsla.
Kl. 20:00 Vinir í bata - framhalds-
hópur.
Þriðjudagurinn 27. október
Kl. 13:45 Fermingarfræðsla.
Kl. 14:00 STÁ (6-8 ára).
Kl. 16:30 NTT (9-10 ára).
Kl. 16:30 LK-Movie (6. og 7.
bekkur).
Kl. 20:00 Samvera Kvenfélags
Landakirkju.
Miðvikudagurinn 28. október
Kl. 10:00 Bænahópur í Safnaðar-
heimili.
Kl. 17:30 Kyrrðarbæn í Landakirkju
Kl. 19:30 OA fundur í Safnaðar-
heimili.
Viðtalstímar presta eru milli 11 og
12 alla virka daga. Vaktsími presta
er 488-1508.
Hvítasunnu-
kirkjan
Fimmtudagur kl. 20:00
Biblíulestur, samantekt úr Filippí-
bréfinu og brauðsbrotning.
Sunnudagur kl. 13:00 Samkoma,
Guðni Hjálmarsson prédikar, lifandi
söngur, kaffi og spjall.
Allir hjartanlega velkomnir.
Kirkjur bæjarins:
Aðvent-
kirkjan
Laugardagur
Kl. 12:00 Samvera.
Allir velkomnir.
Eyjamaður vikunnar
Það verður hægt að
kaupa sér kort sem
gildir á báða staði
spennandi tímar eru framundan hjá
Hressó líkamsræktarstöð en Hressó
skrifaði á dögunum undir samning
við Vestmannaeyjabæ um rekstur á
líkamsræktarsal í Íþróttamiðstöðinni.
Jóhanna Jóhannsdóttir er einn
eigenda Hressó. Hún er Eyjamaður
vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Jóhanna Jóhannsdóttir
Fæðingardagur: 03.04.1968
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar
Fjölskylda: Ég er í sambúð með
Gísla Hjartarsyni og hjá okkur býr
dóttir hans hún Vigdís Hind og svo
er litla skottið mitt hún Aðalbjörg
hjá okkur. Svo á ég soninn Gabríel,
hann er löngu fluttur að heiman en
hann og hundurinn hans Úlfur eru
reglulegir gestir á heimilinu.
Draumabíllinn: Vel útbúinn
fjallajeppi – Ný og upphækkuð
Súkka til dæmis.
Uppáhaldsmatur: Fiskibollurnar
hennar mömmu eru enn það besta
sem ég fæ.
Versti matur: Gamaldags matur og
þorramatur er ekki mitt uppáhald
Uppáhalds vefsíða: Pinterest
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Ég eigna mér ný uppáhalds-
lög reglulega og þau koma mér í
glimrandi gott skap.
Aðaláhugamál: Crossfit og
Olympískar lyftingar
Hvaða mann/konu myndir þú
vilja hitta úr mannkynssögunni:
David Attenborough gæti sagt
manni ýmislegt og svo væri ég til í
að hitta Jesú og spyrja hann
spjörunum úr.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á: Svo margir fallegir staðir
til – Fimmvörðuhálsinn, Borgar-
fjörður eystri og Tíbet hafði líka
upp á margt að bjóða. Svo finnst
mér útsýnið suður á eyju einstak-
lega fallegt.
Uppáhalds íþróttamaður og
íþróttafélag: Annie Mist Þóris-
dóttir er í uppáhaldi hjá mér þó hún
hafi lent í vandræðum á síðustu
crossfitleikum. Smári Harðarson er
líka frábær fyrirmynd fyrir alla.
Ertu hjátrúarfull: Ég get alveg
verið það.. en það hefur minnkað
með árunum.
Stundar þú einhverja hreyfingu:
Já, ég lyfti, hleyp, syndi, fer í
zúmba, fjallgöngur, stunda
olympískar lyftingar, crossfit og
yoga. Reyni að gera eitthvað nýtt
öðru hvoru og hafa hreyfinguna sem
fjölbreyttasta.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Game of
thrones og Grimm eru inn hjá mér
núna.
Hvenær fórstu að hafa áhuga á
líkamsrækt: Ég var í fimleikum og
handbolta þegar ég var barn en
fyrsta líkamsræktin var kannski
djassballet hjá Ingveldi Gyðu þá var
ég um 15 ára gömul og út frá því
spannst allt hitt, eróbik, pallapúl,
líkamsrækt og allt það.
Hvað er það sem er svona
heillandi við starfið þitt: Núna
finnst mér mest heillandi að sjá
framfarirnar hjá fólkinu sem ég er að
þjálfa. Þá er ég ekki bara að tala um
að fólk sé að grennast og léttast..
heldur er það að hlaupa hraðar og
lyfta þyngra og geta hluti sem það
áður taldi ómögulegt að geta. Það er
oft ævintýri að fylgjast með þeim
sem byrja í crossfit til dæmis.
Hvað er framundan hjá Hressó:
Við erum búnar að gera samning
við bæinn um að reka salinn í
Íþróttamiðstöðinni. Við fáum salinn
afhentan tóman. Við erum búnar að
festa kaup á nýjum tækjum,
hlaupabrautum, þrekstigum,
skíðavélum, hjólum o.fl. Þetta
verður vel útbúinn salur en
starfsemin verður með svipuðum
hætti og verið hefur. Verð í salinn
verður líka svipað og verið hefur.
Hægt verður að fá leiðsögn og fá
prógramm til að æfa eftir hjá
þjálfara en að öðru leyti er salurinn
óþjónustaður. Við ætlum að sjá til
þess að salurinn verði aðlaðandi og
halda honum hreinum og fínum.
Verða einhverjar nýjungar: Það
verður hægt að kaupa sér kort sem
gildir á báða staði. Hressó og salinn
í Íþróttamiðstöðinni með aðgangi
að sundi líka. Það er nýjung sem
ekki hefur verið í boði áður. Margir
eru ánægðir með það.
Eitthvað að lokum: Bara spenn-
andi tímar framundan og við vonum
að sem flestir eigi eftir að nýta sér
þjónustuna sem við bjóðum upp á í
einhverju formi. Það eru allir meira
en velkomnir til okkar.
Jóhanna Jóhannsdóttir
er Eyjamaður vikunnar
Til leigu
Hæð í einbýli á Hásteinsvegi.
Leigist með húsgögnum til 1. júní
2016. Uppl. í síma 691 7030
-------------------------------------------
Stúdíóíbúð
Tvær stúdíóíbúðir til leigu.
Upplýsingar í síma 897-9616.
-------------------------------------------
Herbalife
Það spáir snjókomu og frosti næstu
daga (reyndar ekki hér heldur fyrir
norðan - en allur er varinn góður).
Er ekki rétt að búa sig undir
veturinn? S. 481-1920 og 896-3438
-------------------------------------------
Í rúmt ár hafa Jónas Ólafsson og
Sæunn Erna Sævarsdóttir rekið
Fiskibarinn við Bárustíg. Þau segja
móttökurnar hafa verið góðar en
þau vilja gjarnan fá fleiri Vest-
mannaeyinga í heimsókn. Þau bjóða
uppá ferskan fisk úr fiskborði en
einnig er hægt að fara þangað og
borða góðgæti eins og djúpsteiktan
fisk og franskar, burrito og velja sér
svo sjálfur úr borði fisk sem þau
matreiða handa þér á staðnum og
þú borðar hann beint af pönnunni.
Einnig eru fastir liðir hjá þeim eins
og plokkfiskur á þriðjudögum og
fiskibollur á miðvikudögum.
Meðlæti eins og rúgbrauð og
remúlaði er eitthvað sem þau hafa
fengið mikið lof fyrir.
Sæunn segir að þetta sé góð lausn
fyrir fólk sem vill borða hollan og
góðan mat á fljótlegan hátt og
hvetur fólk til að leyfa börnunum að
koma með og fá að velja úr
fiskborðinu.
Jónas telur að þetta sé sennilega
erfiðasta bæjarfélagið til þess að
opna fiskbúð í vegna þess hve
margir eiga hann í frystinum heima
hjá sér, en þau eru vongóð og sjá
aukningu síðan í fyrra. Aðkomu-
fólk og ferðamenn eru ánægðir með
staðinn, en fólki sem ekki er héðan
finnst sjálfsagt að það sé fiskibúð í
sjávarplássi eins og Vestmanna-
eyjum.
Jónas og Sæunn ætla halda í hefðir
eins og smörrebrauð sem þau fóru
af stað með í fyrra og ætla að gera
aftur í ár, en það kemur í nóvember
og í desember verða heitir réttir á
boðstólum. Að lokum vildu þau
minna á vetraropnunina en hún er
frá klukkan 11-14 og 16-19.
Jafnframt bjóða þau alla hjartanlega
velkomna að koma og kíkja á
úrvalið.
Erfiðasta bæjarfélagið til
þess að opna fiskbúð í
Sara SjöFn greTTiSdóTTir
sarasjofn@eyjafrettir.is
Sæunn og Jónas bjóða upp á bæði ferskan og matreiddan fisk.
Minningarkort
kvenfélags
landakirkju
Svandís Sigurðardóttir
Strembugötu 25 / 481-1215
Marta Jónsdóttir
Helgafellsbraut 29
481-1215 /661-9825
Gallerý BK gler
Skildingavegi 16 / 481 1472