Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.10.2015, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 21.10.2015, Blaðsíða 16
16 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. október 2015 Að koma sér af stað í reglulega hreyfingu getur verið hægara sagt en gert. Það er erfitt fyrir fólk að henda sér inn í um- hverfi sem er þeim algjörlega ókunnugt. Við könnumst öll við þessa tilfinningu, best væri að líkja henni við það að byrja í nýrri vinnu. Þú mætir fyrsta daginn og þarft að læra á allt það nýja sem þessi vinna krefst að þú kunnir. Það ætlast enginn til að þú mætir á fyrsta degi og kunnir öll réttu handtökin. Þú þarft bara að mæta og læra. Það sama á við um líkamsrækt. Einkaþjálfarinn Ég veit sjálf hvernig það er að vera byrjandi í ræktinni. Það er óþægilegt. Maður upplifir það að eiga ekki heima þar og manni finnst allir vera fullir af reynslu á meðan þú hins vegar veist ekki neitt. Þarna ertu samkvæmt dæminu hér að ofan á þínum fyrsta vinnudegi. Þú getur ekki mætt í ræktina og ætlast til þess að kunna allt. Því mæli ég með að leita til fólks sem veit hvað það er að gera eða þá að þú leitir til að byrja með í hóptíma sem líkamsræktarstöð nálægt þér heldur. Í hóptímum getur þú stundað hreyfingu án þess að vera sérfræðingur í líkams- beitingu. Gallinn við hóptíma er sá að þetta er hóptími, þú ert ekki ein/n með þjálfaranum. Hann sér ekki mistökin sem þú gerir í æfingunum, sum af þeim kannski, en ekki öll. Enn betri leið er að fara til einkaþjálfara. Þar ert þú ein/n með þjálfaranum og hans fókus er bara á þér. Hann byggir upp æfingaplan og matarplan sem er sniðið að þínum þörfum og að þinni getu. Með þessu lærir þú helling um það hvernig líkami þinn virkar og með tímanum sérðu fram á það að þú getir gert þetta sjálf/ur án aðstoðar. Ég hef farið í gegnum öll þessi þrep. Mætt í ræktina og liðið eins og ég ætti ekki heima þar á meðal allra hinna ræktarnörd- anna sem líta á ræktina sem sitt annað heimili. Upplifað það að vera fyrir og það að ég sé ekki að gera hlutina rétt. Allt sem er fullkomlega eðlilegt þegar maður er nýr í þessu. Einnig hef ég farið í hóptíma og þeir, eins og ég ræddi um í síðustu viku, hjálpuðu mér að sjá ljósið hvað varðar heilsu og mataræði. Eftir það fannst mér vanta eitthvað meira og ég var svo heppin að eiga kærasta sem er lærður einkaþjálfari frá íþróttaakademíunni hjá Keili. Hann tók mig í gegn og kenndi mér helstu æfingar og hvernig ég ætti að beita líkamanum rétt til að forðast meiðsli. Í dag æfi ég samkvæmt æfingaplani hjá fjarþjálfara. Ég tel mig færa í það að geta æft sjálf án þess að hafa einhvern yfir mér. Það tók tíma og ég geri oft æfingarnar ekki 100% rétt . Ef ég er ekki viss um hvernig á að framkvæma þær þá leita ég til þjálfarans míns og spyr hann ráða. Hann reynir þá að svara mér skriflega eða þá að hann bendir mér á myndbönd þar sem æfingin er sýnd. Þegar kemur að því að velja sér fjarþjálfara þá þarf að vanda valið. Það eru rosalega margir einkaþjálfarar í dag á mark- aðnum og eru þeir eins misgóðir eins og þeir eru margir. Hvar liggur áhuginn? Þegar þú stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun um hvaða hreyfingu þú eigir að stunda eða hvaða einkaþjálfara þú ættir að velja er best að svara nokkrum spurningum fyrst: Hvar liggur áhugi þinn? Hvað finnst þér skemmtilegt og spennandi? Hvað er það sem myndi fá þig til að vilja gera það á hverjum degi? Það þurfa ekki allir að fara í ræktina til að stunda hreyfngu, alls ekki. Fyrir suma er útihlaup algjörlega málið eða þá að fara í góðan göngutúr úti í náttúrunni. Fyrir aðra er crossfit í uppáhaldi eða þá að fara í sund. Hreyfing er svo mismunandi og engin ein betri en einhver önnur. Það er ekki allra að fara í ræktina og lyfta lóðum. Þegar þú ert búin/n að komast að því hvar áhugasvið þitt liggur, þá er bara að koma sér af stað. Það er margt í boði þarna úti svo það er undir þér komið að leita þér upplýsinga um það sem hentar þér. Ég hef prófað margar útgáfur af hreyfingu, allt frá hoppi og skoppi með eigin líkamsþynd, hóptíma, líkamspartaskipt plan þar sem fókusinn er á vöðva- stækkun, crossfit og það að lyfta til þess að styrkja mig. Ég hef byrjað í mörgu og hætt þar sem ég var ekki að finna mig í þeirri hreyfingu. Prófa eitthvað nýtt Í dag lyfti ég til þess að styrkja mig. Af hverju? Af því að mér finnst það gaman og það er krefjandi. Ég verð ekki eins og karlmaður þó ég lyfti þungu, alls ekki. Það er ein af þessum mýtum sem ganga um í líkamsræktarheiminum og er efni í allt annan pistil. En þó svo að það heilli mig að lyfta þungu, þá þarf það ekki endilega að heilla þig. Málið er bara að henda sér út í djúpu laugina og prófa eitthvað nýtt. Ef þér líkar það ekki þá bara hættir þú því og prófar eitthvað annað. Einfalt ekki satt? Það gerir svo ótrúlega mikið fyrir okkur bæði andlega og líkamlega að stunda einhverja hreyfingu. Regluleg hreyfing kemur blóðinu af stað og léttir skapið og plúsinn er að hún þarf ekki að vera það mikil. Hálftími á dag er betra en ekki neitt. H e i l s u H o r n i ð Sara óSK KáradóTTir frettir@eyjafrettir.is Að koma sér af stað V Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi Haukur Kristjánsson vélstjóri lést í faðmi ástvina sinna þann 16. október sl. Útför hans fer fram laugardaginn 31. október frá Landakirkju. Fyrir hönd aðstandenda Karen, Friðborg og Fjóla Hauksdætur. Myndlistar- náMskeið í olíumálun fyrir byrjendur Hefst vikuna 26. október 2015. Myndlistarskóli Steinunnar sími: 899-4423 Atvinna: 70% starf á Sambýlinu Vestmannaeyjabær auglýsir eftir starfsmanni til vinnu í Sambýlinu Vestmannabraut 58b. Um er að ræða vaktavinnu og er starfshlutfallið 70%. Starfsmaður vinnur við aðstoð við heimilisfólk ásamt leiðsögn með það að markmiði að auka færni heimilismanna til þátttöku í daglegu lífi. Unnið er eftir markmiðum laga um málefni fatlaðs fólks og þeirri stefnumótun sem sveitar- félagið setur. Laun og kjör skv. kjarasamningi STAVEY. Nánari upplýsingar veitir Lilja Óskarsdóttir, forstöðumaður, í síma 488 2550. Umsóknarfrestur er til 30. október 2015. Umsækjendur eru beðnir um að skila umsóknum til Þjón- ustuvers Ráðhúss merkt „Vestmannabraut 58b, starf“. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. Vestmannaeyjabær Ráðhúsinu | 902 Vestmannaeyjum | kt. 690269-0159, sími 488 2000 | fax 488 2001 | www.vestmannaeyjar.is Karlakór Rangæinga heldur tónleika í Akoges-salnum LAUGARDAGINN 24. OKT. KL. 16:00. Stjórnandi kórsins er Guðjón Halldór Óskarsson. Undirleikarar: Glódís Margrét Guðmundsdóttir og Grétar Geirsson. KARLAKÓR RANGÆINGA Í VESTMANNAEYJABÆ FJÖLBREYTT SÖNGDAGSKRÁ Minningarkort kvenfélagsins líknar Stefanía Ástvaldsdóttir Hrauntúni 34 / s. 481-2155 Margrét Kristjánsdóttir Brekastíg 25 / s. 481-2274 Elínborg Jónsdóttir Hraunslóð 2 / s. 481-1828 Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Brimhólabr. 28 / s. 481-3314 Allur ágóði rennur í sjúkrahússjóð félagsins Minningarkort kristniboðssjóður hvítasunnuManna Sigurbjörg Jónasdóttir sími 481-1916 Anna Jónsdóttir sími 481-1711 Magnús Jónasson sími 481 2444 Allur ágóði rennur til kristniboðs. Minningarkort sigurðar i. Magnússonar björgunarfélags vestMannaeyja Emma Sigurgeirsdóttir s. 481-2078 Þóra Egilsdóttir s. 481-2261 Sigríður Magnúsdóttir s. 481-1794 Minningarkort krabbavarnar vestMannaeyja Hólmfríður Ólafsdóttir Túngötu 21 / sími 481-1647 Ester Ólafsdóttir Áshamri 12 / sími 481-2573 Guðbjörg Erla Ragnarsd Brekastíg 30 / sími 588 3153 Karólína Jósepsdóttir Foldahraun 39e s. 534 9219

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.