Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 21.10.2015, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 21.10.2015, Side 6
6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. október 2015 Um helgina er Landsmót ÆSKÞ (Æskulýðssambands Þjóðkirkj- unnar) haldið í Vestmanna- eyjum. Um 700 krakkar úr 30 æskulýðsfélögum munu taka þátt í mótinu sem stendur yfir frá föstudegi til sunnudags. Mótið er haldið einu sinni á ári, á mismunandi stöðum á landinu, en aldrei í Reykjavík, alltaf á landsbyggðinni. Mótið var síðast haldið í Vestmanna- eyjum árið 2009 en það ár tvöfaldaðist fjöldi krakka á mótinu segir Gísli Stefánsson, einn af skipuleggjendum. „Það er vegna þess að Vestmanna- eyjar eru svo mikið æði.“ Gísli Stefánsson, sem er æskulýðs- fulltrúi Landakirkju, segir að undirbúningur sé búinn að vera mikill og margir sem komi að honum, þar með talin 10 manna mótsnefnd auk 15 sjálfboðaliða. 30 til 40 krakkar á aldrinum 13-16 ára eru virk í æskulýðsstarfinu í Eyjum. En þau hittast einu sinni í viku þar sem þau taka þátt í margs konar verkefnum og leikjum. Fræðsla um geðræn vandamál Mikil dagskrá er fyrir krakkana um helgina en stór hluti af dagskránni fer fram í Höllinni. Mótið byrjar á föstudaginn með sundlaugapartýi. Á laugardaginn byrjar dagurinn með fræðslu, á hverju ári er alltaf eitthvert þema og í ár fá krakkarnir fræðslu um geðræn vandamál. Því næst taka krakkarnir þátt í hópa- starfi sem er af öllum toga, allt frá líkamsrækt, blaðaútgáfu og listsköpun. Á hverju ári er hæfi- leikakeppni sem er fyrirfram ákveðin en krakkarnir verða að senda inn atriðið sitt nokkru fyrir mótið og er mikill heiður að vinna þá keppni segir Gísli. En hæfileika- keppnin fer fram á kvöldvöku á laugardagskvöldið. Karnival í Höllinni Bæjarbúum er boðið að taka þátt í ýmsu með krökkunum en eftir hópastarfið hjá þeim á laugardaginn verður Karnivalstemming í höllinni. Hægt verður að kaupa vöfflur, taka þátt í leikjum og alls konar fjöri, en allur ágóði af þeirri sölu mun renna í Pollasjóð þeirra Pollapönkara sem styrkir börn til tónlistarnáms og í Hemmasjóð sem er sjóður Her- manns Hreiðarssonar sem styrkir börn til íþróttaiðkunar. Mótið endar svo á sunnudagsmorgun með helgistund kl 9:30 í Höllinni, en hún verður opin öllum. Gísli hvetur bæjarbúa til að koma, taka þátt í gleðinni og láta gott af sér leiða. 700 krakkar á Landsmóti ÆSKÞ í Eyjum um helgina Sara SjöFn greTTiSdóTTir sarasjofn@eyjafrettir.is Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi. Átakið Göngum í skólann hefur nú staðið yfir síðan 7. september en því lauk föstudaginn 9. október sl. með Norræna skólahlaupinu eins og sagt var frá í síðasta tölublaði Eyjafrétta. Dagana 14. – 25. september var sér- stakt átak í skólanum, þá daga var merkt við á hverjum degi hvort nem- endur gengu eða hjóluðu í skólann í 2. – 7. bekk. Þetta er keppnin um „Gullskóinn“. Þrír gullskór eru í verðlaun, í 2. – 3. bekk, 4. – 5. bekk og 6. – 7. bekk. Gullskóinn hlýtur bekkurinn sem hlutfallslega gengur eða hjólar oftast í skólann. Nemendur stóðu sig frábærlega í þessu átaki svo ákveðið var að veita öllum bekkjum viðurkenningu fyrir góðan árangur í átakinu. Hver ár- gangur fékk til varðveislu og notk- unar nýja körfubolta. Sigurvegurum í hverjum hópi var afhentur Gullskórinn í vikunni. Sig- urvegarnir voru 4. RB, 3. MK og 6. ÓS. Myndir frá afhendingunni má sjá hér að ofan. Grunnskóli Vestmannaeyja: Gullskórinn afhentur Óskar Pétur Friðriksson, ljósmynd- ari okkar á Eyjafréttum, lenti í kyndugri uppákomu í gær þriðju- dag. Hann var staddur í Reykjavík, nýkominn frá Noregi, og hugðist taka Herjólf frá Landeyjahöfn, síðustu ferð, og reyndar einu ferðina síðdegis þar sem hin síðdegisferðin var ekki farin vegna viðhalds skipsins. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Herjólfs var farþegum bent á að fylgjast með gangi mála, hvenær eða hvort þessi síðasta ferð yrði farin. Greint yrði frá því kl. 17 hvort eða hvenær siglt yrði. „En vandamálið er það,“ sagði Óskar Pétur, þegar hann hringdi í Eyjafréttir, „að ég hafði hugsað mér að taka strætó austur og hann leggur af stað frá Reykjavík kl. 16.30, hálf- tíma áður en gefið verður út hvort skipið siglir eða ekki. Kl. 17 verður strætó væntanlega kominn austur fyrir fjall og heldur væntanlega sínu striki hvort sem Herjólfur siglir eða ekki. Ég ætlaði að reyna að komast heim á þriðjudag en hef enga sérstaka löngun til að þvælast með strætó austur og svo til baka ef engin ferð verður. Einhvern veginn finnst mér þetta lýsandi dæmi um það að þarna viti hægri höndin ekki hvað sú vinstri gjörir.“ Endir þessa máls varð að Óskar Pétur hringdi á skrifstofu Herjólfs og kvartaði yfir þessu háttalagi. Þar á bæ voru menn snöggir að átta sig og kl. 16 birtist tilkynning um að viðgerð hefði dregist á langinn og Herjólfur sigldi ekki meira þann daginn. Óskar Pétur komst því ekki til Eyja en slapp við bíltúrinn austur og var nokkuð sáttur við þau málalok. Síðdegisferð Herjólfs í gær: Tilkynning gefin út kl. 17.00 hvort ferðin yrði farin :: En strætó lagði af stað austur kl. 16.30 Sigurgeir jónSSon sigurge@internet.is Það eru í vændum töluverðar hræringar á matvöruverslun í Vestmannaeyjum. Bónus hyggst opna í desember og fyrir sitja Vöruval, Krónan og Kjarval en sögusagnir hafa verið á kreiki um að Kjarval verði lokað um áramót. „Ég get staðfest að við hyggjumst loka Kjarval. Engin dagsetning hefur þó verið ákveðin og engum hefur verið sagt upp,“ sagði Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar og Kjarvals í samtali við Eyjafréttir. „Hins vegar hafa starfandi verslunarstjóri og fastráðinn starfsmaður, sem sinna daglegum störfum í versluninni, sagt störfum sínum lausum. Með lokun Kjarval munum við geta einbeitt okkur algjörlega að Krónunni, þar sem ætlum að gefa talsvert í. Við ætlum að bæta kjötdeildina og fær hún nýjan stað í því rými sem eitt sinn hýsti apótekið. Töluverð stækkun verður á ávaxta- og grænmetisdeildinni, þ.á.m. nýir kælar og fær hún því nýtt yfirbragð í takt við það sem við höfum verið að gera í nýju verslunum okkar í Reykjavík“ sagði Kristinn um áætlanir vegna Krónunnar. „Versl- unin mun fá talsverða andlitslyftingu og við ætlum okkur að gera góða verslun enn betri.“ Ingimar Georgsson í Vöruvali sagði engar breytingar í vændum hjá sér þrátt fyrir hræringarnar. „Við tókum upp kvöldopnun til kl. 21 í sumar sem hefur reynst vel og munum við halda henni áfram. Annars munum við bara halda áfram að veita góða þjónustu og hafa gott vöruúrval.“ Sæþór þorBjarnarSon sathor@eyjafrettir.is Hyggjumst loka Kjarval og einbeita okkur að Krónunni :: segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar og Kjarvals :: Krónan fær andlitslyftingu :: Áfram kvöldopnun og sama góða þjónustan í Vöruvali Þessar þrjár matvöruverslanir munu þjóna Eyjamönnum á næsta ári.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.