Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.10.2015, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 21.10.2015, Blaðsíða 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. október 2015 Á fimmtudaginn var líf og fjör í miðbæ Vestmannaeyja en flestar verslanir og veitingastaðir bæjarins voru með lengri opnunartíma í tilefni af bleika deginum sem var 16. október. Í fyrra heppnaðist framtakið einstaklega vel, fjöldi fólks lagði leið sína í bæinn og lét gott af sér leiða á einn eða annan hátt. Það sama átti sér stað á fimmtu- daginn en veðrið var frábært og margt um manninn. Einhverjar verslanir létu ákveðna prósentu af sölu kvöldsins renna til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum á meðan aðrar verslanir seldu varning til styrktar málefninu. Margar verslanir sem og opinberar húseignir í Vest- mannaeyjum eru lýst upp bleik í október til að minna á þennan þarfa málstað. Bleikur október Bleikt kvöld verslana til styrktar Krabbavörn í Vestmannaeyjum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.