Fréttir - Eyjafréttir - 21.10.2015, Page 11
11Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. október 2015
Hall niðri á horni og Árni Pálsson.
Þetta voru menn sem settu svip á
bæinn. En líklega er Karólína
Tómasdóttir, Kalla í kofanum, hvað
eftirminnilegust enda sérstæð kona.
Það fór alltaf vel á með okkur,
líklega vegna þess að mér tókst að
sneiða hjá því að gera at í henni
eins og sumir stunduðu. Á ung-
lingsárum mínum bar ég út póst í
hverfinu og það kom fyrir að fólk
var að senda Köllu bréf. Við áttum
oft ágætis spjall saman þegar ég var
að afhenda bréfin, ræddum saman
um hin ýmsu mál.“
Þýskan blundaði
í undirmeðvitundinni
Á æskuárum sínum fór Áki jafnan í
sveit á sumrin. „Ég fór fyrst sjö ára
gamall til föðurbróður míns,
Jóhanns Guðnasonar í Vatnahjá-
leigu í Austur-Landeyjum og fór á
nær hverju ári fram yfir fermingu.
Jóhann var einhleypur alla sína tíð
og eignaðist enga erfingja. Þeir voru
aðeins tveir bræðurnir, hann og
pabbi, og þegar Jóhann lést þá erfði
pabbi húseignina. Hann sagðist nú
lítið hafa með hana að gera og
afhenti okkur bræðrunum, mér og
Torfa, þann rétt. Mér var svipað
farið og pabba, þóttist lítið hafa
með hana að gera og endirinn varð
sá að Torfi tók þetta að sér og hann
og hans fjölskylda eiga húsið í dag
og sinna því af myndarbrag. Mér
þykir það skemmtilegt að þetta hús
skuli áfram vera í eigu ættarinnar,
rétt eins og það að Bessastígur 12
skuli enn vera innan fjölskyldunnar.
Einhvern veginn finnst mér þessi
gömlu gildi gefa lífinu lit.“
Áki segist hafa lokið skólagöngu
sinni með hálfum vetri í 4. bekk
Gagnfræðaskólans í Vestmanna-
eyjum veturinn 1963 – 1964. Þá var
sá háttur á hafður, að ljúka
gagnfræðaprófi á hálfum vetri í stað
heils, til að gefa nemendum kost á
að taka þátt í atvinnulífinu á vertíð.
„Fór reyndar í landspróf veturinn
áður. En svo kom í ljós að mig
vantaði upp á lágmarkseinkunn í
einhverjum greinum og fór í 4.
bekk gagnfræðadeildar. Þar varð ég
að skila af mér nokkurhundruð
blöðum í vélritun á hálfum vetri,
sama skammti og samnemendur
mínir höfðu einn og hálfan vetur til
að skila. Ég hafði nefnilega ekki
verið í vélritun árið áður. Allt
hafðist það nú, ég sat og vélritaði
eins og óður maður allan tímann en
fingrasetningin hefði mátt vera æfð
betur.“
Stefnan hafði verið sett á að fara í
nám á Bifröst í Borgarfirði að loknu
námi í Gagnfræðaskólanum. „Þeir
voru góðir kunningjar í gegnum
Rótarýhreyfinguna, pabbi og
Guðmundur Sveinsson, skólameist-
ari á Bifröst og voru eitthvað búnir
að ræða þetta. En einhverra hluta
vegna varð ekkert úr því og ég fór
nánast beint úr Gagnfræðaskólanum
í vinnu hjá Flugfélagi Íslands sem
átti eftir að verða vinnustaður minn
næstu tíu árin,“ segir Áki.
Reyndar hafði Áki ekki að fullu
sagt skilið við námið. Hann skráði
sig til náms við öldungadeild
Framhaldsskólans í kringum 1990
og lauk þar stúdentsprófi í tveimur
greinum, dönsku og þýsku. „Mér
veittist þýskunámið létt,“ segir Áki.
„Margir héldu að það væri fyrir
atbeina móður minnar, ég hefði alist
upp með því tungumáli. En svo var
ekki. Þýska var nánast ekkert töluð
á mínu æskuheimili þó svo að það
væri móðurmál mömmu. En
sumarið 1963 sigldi ég með
Tröllafossi til Hamborgar í
Þýskalandi að heimsækja skyld-
menni mín, ömmu, móðursystur og
börn hennar og dvaldi þar í þrjá
mánuði. Þar var kunnáttan í
móðurmálinu byggð upp með þýsku
skipulagi. Skilmerkilega var farið í
æfingar á hverjum degi á heimilinu
í að byggja upp orðaforða, daglegt
mál og framburð. Mér vannst þetta
mjög létt og á þessum þremur
mánuðum náði ég góðum tökum á
þýskunni og þokkalegum fram-
burði,“ segir Áki.
„Ég hef oft velt því fyrir mér hvort
þetta næmi mitt fyrir þýskri tungu
geti hafa falist í undirvitundinni að
einhverju leyti,“ segir Áki. „Árið
1948, þegar ég var ársgamall, kom
amma mín til Íslands, bjó hjá okkur
og gætti mín meðan foreldrar mínir
voru í vinnu. Fór með mig í
barnavagninum í gönguferðir út um
eyju og hugsaði um mig megnið af
deginum. Auðvitað talaði hún
þýsku við mig og þó svo að ég hafi
ekkert skilið þá, hvorki í íslensku
né þýsku, þá er ég næsta viss um að
þetta hefur síast inn og síðar meir
stutt við bæði orðaforða og
framburð,“ segir Áki.
Hjá Flugfélaginu í tíu ár
Eins og fyrr segir, byrjaði Áki
Heinz að vinna hjá Flugfélagi
Íslands strax eftir að skólagöngunni
lauk í Gagnfræðaskólanum.
„Reyndar var ég byrjaður að
sniglast niður frá á afgreiðslunni
við Skólaveg 2 strax á skólaárunum,
þó svo að ég væri ekki á launum.
Ég man t.d. eftir því einhvern tíma
rétt fyrir jól, þegar Karl Kristmanns
kallaði mig til og bað mig koma
með sér á lagerinn á bak við. Þar
voru m.a. epli og appelsínur, sem
hann setti í poka og afhenti mér að
launum. Ég man enn hversu
rogginn ég var í lok dags þegar ég
rölti upp Skólaveginn með þennan
jólaglaðning handa fjölskyldunni.“
Áki segir að þetta hafi verið
ákaflega líflegur og skemmtilegur
vinnustaður. „Afgreiðslan á
Skólaveginum var í alfaraleið og
margir sem áttu þangað erindi og
komu jafnvel við þótt ekkert væri
erindið annað en að spjalla. Þegar
ég byrjaði, var Steinar Júlíusson
yfirmaður en síðar tóku Sigurður
Kristinsson og Andri Hrólfsson við
af honum. Aðrir samstarfsmenn
voru þeir Sigurgeir Jónasson frá
Skuld, Arnar Sigurðsson, alltaf
nefndur Addi Sandari og svo síðar
Jóhann Ingvar Guðmundsson. Þá sá
Guðmundur Kristjánsson um akstur
með farþega til og frá flugvelli á
rútu sinni.
Starfið var aðallega fólgið í
afgreiðslu og skráningu farþega og
svo því að koma farangri og vörum
til og frá flugvelli því að engin var
flugstöðin á vellinum í þá daga,
aðeins lítið skýli þar sem farþegar
gátu beðið. Til að koma farangri og
vörum til og frá velli, höfðum við
til umráða Ferguson dráttarvél og
kerru og síðar vörubíl.“
Áki segir að þó svo að starfsaldur
hans hjá Flugfélaginu hafi ekki
spannað nema tíu ár, finnist sér það
í endurminningunni oft vera eins og
heil eilífð. „Ég var oft kallaður Áki
á fluginu og enn þann dag í dag er
fólk sem ávarpar mig með þeirri
nafngift þótt komin sé nær hálf öld
síðan ég vann þar.“
Þorkell reddaði öllu
Svo tóku hlutirnir óvænta stefnu
þegar allt í einu hófst eldgos í
Vestmannaeyjum í janúar 1973.
„Við starfsmenn Flugfélagsins
urðum náttúrlega að sinna okkar
störfum þótt farið væri að gjósa.
Við höfðum þar ákveðnum skyldum
að gegna sem jafnvel voru orðnar
enn meiri í því ástandi sem hafði
skapast. En svo fórum við að gegna
nýjum hlutverkum, samhliða hinu.
Við bjuggum svo vel að hafa yfir
dráttarvél og kerru að ráða, tækjum
sem hentuðu einkar vel til búslóða-
flutninga og fljótlega vorum við
komnir á fullt í að bjarga búslóðum
úr þeim húsum sem næst stóðu
eldstöðvunum,“ segir Áki.
„Þetta þróaðist fljótlega upp í að
verða óopinber björgunarsveit og
auk okkar starfsmanna Flugfélags-
ins gengu á fyrstu dögum gossins í
lið með okkur fleiri góðir menn, svo
sem Garðar Arason frá Þorlaugar-
gerði, sem þá var verslunarstjóri
Kaupfélagsins, Þorkell Þorkelsson,
verkstjóri í Ísfélaginu og svo sá sem
hér situr fyrir framan mig að skrá
þetta niður,“ segir Áki og brosir við.
„Þá var Erlendur Pétursson, smiður,
einnig með okkur um tíma.
Bækistöðvar okkar voru framan af
gosinu að Bessastíg 12 sem við
nefndum Gosastaði og sveitin gekk
undir nafninu Gosastaðaliðið. Síðar
meir, þegar gasið tók að herja á
byggðina, fluttum við okkur ofar í
bæinn, í hús Andra Hrólfssonar að
Stembugötu 19.“
Áki segir að aðalhlutverk
sveitarinnar hafi verið að bjarga
búslóðum og koma þeim til
geymslu, annaðhvort í Barnaskól-
anum eða þá um borð í skip. „Svo
breyttist þetta verulega þegar
gámarnir komu til sögunnar, þá
voru minni not fyrir dráttarvélina
og kerruna. En það voru einnig
fleiri verkefni sem sveitinni voru
falin; ég man t.d. eftir því þegar
lögreglan bað okkur um að aflífa
hænsni sem voru illa haldin uppi á
Lyngbergi. Í það voru valdir vanir
menn, þið nafnarnir og Andri
Hrólfs. Andri sá um að handsama
fiðurféð og halda því en þú munt
hafa séð um afhöfðunina og nafni
þinn var svo í því að ljósmynda
athöfnina,“ segir Áki og minnist
einnig á að þessi björgunaraðgerð
hafi dregið dilk á eftir sér þar sem
dýraverndunarsamtök hugðust kæra
gerendurna fyrir það sem þau
kölluðu ómannúðlega meðferð á
dýrum, eftir að myndasyrpa af
atburðinum birtist í Morgunblaðinu.
Af því varð þó ekki.
„Ég hef ekki tölu á því hversu
margar þær voru búslóðirnar sem
við björguðum í gosinu,“ segir Áki.
„En þær skiptu tugum. Hvað
minnisstæðast er mér frá þessum
tíma hve laginn Þorkell var við að
koma í lag öllu því sem bilaði. Ef
eitthvað amaði að traktornum, þá
kippti hann því í lag. Svo þegar
kjallarinn á Bessastíg 12 fylltist af
gasi og leit út fyrir að við yrðum að
fara þaðan í snatri, þá fann hann ráð
Þeir feðgar, Haraldur og Áki Heinz, staddir fyrir ofan hraun við Suðurgarð þann 31. janúar 1973. Þorlaug-
argerði vestra í baksýn og gosstöðvarnar enn fjær
Áki Heinz á skrifstofu sinni í Ráðhúsi Vestmannaeyja. Myndin tekin 1995