Fréttir - Eyjafréttir - 21.10.2015, Síða 17
17Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. október 2015
Sara Sigurðardóttir er fædd og
uppalin í Vestmannaeyjum.
Sara, sem er 27 ára, er dóttir
Aðalheiðar Hafsteinsdóttur og
Sigurðar Inga Ólafssonar. Hún
hefur verið búsett í Tokyo
síðastliðin tvö ár en upphaflega
flutti hún þangað fyrir algjöra
tilviljun og byrjaði á að fara í
tungumálanám. Hún er nú í
mastersnámi, kennir ensku og
starfar í ráðgjafarfyrirtæki.
Sara segir það vera algjöra tilviljun
að hún hafi flutt til Tokyo. ,,Fjöl-
skylda kærasta míns, Heimis
Hannessonar, fluttist hingað út 2013
og eftir að við Heimir kláruðum
háskólanámið okkar á Íslandi fannst
okkur tilvalið tækifæri að prófa
eitthvað alveg nýtt. Við byrjuðum á
að koma hingað út í tungumálanám
og engin plön um hversu lengi við
yrðum hér. Svona geta hlutirnir
þróast skemmtilega. En eftir að hafa
verið hér í nokkra mánuði varð
okkur ljóst að það var ekki mikið
sem tosaði í okkur að snúa aftur
heim, þannig að við ákváðum að
láta slag standa og sækja okkur
framhaldsmenntun í Japan.”
Um þessar mundir er Sara í
mastersnámi við Waseda háskóla að
læra um alþjóðlega menningu og
samskipti, þar sem fókusinn hjá
henni er aðallega á alþjóðasam-
skipti þegar kemur að orkumálum
og einnig mannréttindum. Samhliða
náminu er hún að kenna viðskipta-
ensku hjá stóru fyrirtæki og hefur
einnig verið í starfsnámi hjá
ráðgjafarfyrirtæki.
Hvað er það besta við borgina?
Maturinn, menningin og endalausu
tækifærin til að upplifa eitthvað nýtt
á hverjum degi.
Hvað kom þér á óvart við borgina?
Alveg rosalega margt. Einna helst
hversu ótrúlega hrein og vel
skipulögð hún er, til dæmis eru það
stórfréttir ef lestin er nokkrum
sekúndum of sein. Einnig fannst
mér mjög merkilegt að sjá hversu
rosalega kurteist fólk er og hversu
mikla virðingu það ber fyrir
náunganum, en maður getur verið
að labba í miklu margmenni og það
rekst enginn á mann. Sömuleiðis
talar enginn í lestunum en þar er
algengt að fólk sofni eða vilji hvíla
sig á milli stoppa. Það magnaðasta
er samt líklega hversu örugg hún er
en glæpir eru í algjöru lágmarki
miðað við höfðatölu og þjófnaðir
nær óþekktir. Sem dæmi þá gleymdi
ég símanum mínum inni á almenn-
ingsklósetti á einni stærstu
lestarstöðinni og þegar ég sneri til
baka að leita hans, löngu síðar, var
hann ennþá á sama stað þrátt fyrir
mikinn umgang.
Hefur þú tíma til þess að ferðast um
svæðið og skoða þig um?
Já, sem betur fer. Japan er gríðar-
lega stórt land, með hitabeltiseyj-
arnar í suðri og skíðasvæðin í
norðri. Menningin og sagan eru
hreint út sagt mögnuð og það er
endalaust af spennandi stöðum að
skoða, hvort sem það er innan
borgarmarkanna eða annars staðar í
Japan. Mínir uppáhaldsstaðir utan
Tokyo eru líklegast Kyoto,
Kamakura og Okinawa.
Mælir þú með einhverjum veitinga-
stöðum þarna og af hverju?
Japönsk matarmenning er dásamleg
og möguleikarnir endalausir. Hreina
hráefnið og gæðin í matnum gerir
upplifunina svo miklu meiri.
Sömuleiðis getur verið erfitt að
finna upplýsingar um bestu staðina,
þannig að það er oft sem við finnum
bestu staðina fyrir tilviljun eða
fréttum af þeim frá vinum. Flestir
staðanna eru ekki mikið að auglýsa
sig sjálfir heldur treysta á að orðið
berist á milli fólks.
Best geymda leyndarmál
borgarinnar?
Litlu hverfin og hliðargöturnar.
Maður gleymir sér stundum í
margmenninu, traffíkinni og bara
öllu brjálæðinu, en þarf síðan ekki
að rölta nema í stutta stund til að
vera kominn í algjöra ró og næði.
Manni líður oft eins og maður sé
kominn í allt aðra borg þar sem
andrúmsloftið getur verið svo
rosalega ólíkt frá einum stað til
annars.
Ef einhverjir eru að spá í að
heimsækja Japan, hvaða ráð viltu
gefa þeim?
Japan, og þá sérstaklega Tokyo, er
ekki staður sem maður vill
heimsækja alveg óskipulagður.
Stærðin og það hve margt er að sjá
og upplifa er einfaldlega of mikið.
Tokyo er byggð upp af nokkrum
mismunandi borgum með mörgum
kjörnum, mjög ólík evrópuborg-
unum sem flestir þekkja betur,
þannig að það er enginn einn
miðbær. Ég myndi einnig hiklaust
mæla með því að fólk stígi út fyrir
þægindarammann og smakki allan
matinn sem er í boði og reyni að
gera og upplifa eins mikið og hægt
er á þeim tíma sem fólk er að
ferðast.
Eyjamenn í útlöndum :: Sara Sigurðardóttir býr í Tokyo:
Maturinn, menningin og
endalausu tækifærin
Sara SjöFn greTTiSdóTTir
sarasjofn@eyjafrettir.is