Fréttir - Eyjafréttir - 21.10.2015, Blaðsíða 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. október 2015
Vinnslustöðin- VSV- byggði húsið
að Strandvegi 50, sem oft er kallað
Hvíta húsið, 1953-1954. Var
matstofa VSV á jarðhæð og
skrifstofur fyrirtækisins á hluta
þriðju hæðar. Öll önnur hæðin og
hluti þriðju hæðar voru í útleigu til
ýmissa aðila til skemmri eða lengri
tíma. Á annarri hæð var í upphafi
Ljósmyndastofa Harðar Sigurgeirs-
sonar, Saumastofa Páls Lúthers-
sonar, skrifstofur Tangans og síðar
Samfrost, Lifrarsamlag Vestmanna-
eyja, Stakkur, Samtog, Tollstofan,
Eyjaberg fiskverkun og Tölvun. Á
þriðju hæð voru skrifstofur VSV,
Óskar Sigurðsson, bókhald og
endurskoðun, Fiskimjölsverk-
smiðjan í Vm. – FIVE- Fiskmat
ríkisins o.fl.
Vinnslustöðin seldi ÁTVR haustið
1966 jarðhæð hússins, sem er um
300 fm., undir vínbúð og flutti þá
Matstofan í Sælahúsið og síðar í
Vinnslustöðina. Vínbúðin opnaði
10. mars 1967. Tekin var upp
sjálfsafgreiðsla í vínbúðinni að
loknum breytingum 20. júlí 1995.
Vinnslustöðin flutti skrifstofur sínar
1986 af Strandvegi 50 á efstu hæð
aðalbyggingar VSV við Hafnargötu.
Vorið 1994 seldi Vinnslustöðin,
Vestmannaeyjabæ og Háskóla
Íslands 2. og 3. hæð Strandvegar
50, samtals 660 fermetra, undir
rannsóknastarfsemi sem síðar fékk
nafnið Rannsókna- og fræðasetur
Vestmannaeyja. Húsnæðið á 2. og
3. hæð var formlega tekið í notkun
14. október 1994 eftir miklar
endurbætur. Þá fluttu í húsið SHIVE
sem var Samstarf HÍ og Vm.bæjar,
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins í
Vm.–RFV RF, Matís, útibú
Hafrannsóknastofnunar og Tölvun.
Nokkru síðar bættist Náttúrustofa
Suðurlands í hópinn og síðar
Þróunarfélag Vm.
Þann 6. janúar 2003 var Viska,
fræðslu- og símenntunarmiðstöð,
stofnuð og fékk strax aðstöðu á
þriðju hæð undir skrifstofu og
kennslustofu og síðar mun meira
rými í húsinu. Atvinnuþróunar-
félag Suðurlands kom upp skrif-
stofu og réð atvinnuráðgjafa 2006.
Félagið fór nýlega undir sama hatt
og Samtök sunnlenskra sveitar-
félaga og hefur SASS skrifstofu
fyrir atvinnuráðgjafa í húsinu.
Þann 23. Janúar 2008 var
Þekkingarsetur Vestmannaeyja –
ÞSV - stofnað og yfirtók að mestu
Samstarf HÍ og Vm.bæjar. –
SHIVE. Haustið 2012 keyptu
Vestmannaeyjabær og Viska
rúmlega 50% eignarhlut Háskóla
Íslands í 2. og 3. Hæð Strandvegar
50.
Í maí 2015 seldi ÁTVR jarðhæð-
ina þar sem áður var vínbúð og er
nú eignarhlutur Vestmannaeyja-
bæjar í húsinu rúm 60% og hlutur
Visku tæp 40%. Unnið hefur verið
að viðamiklum breytingum á
jarðhæðinni síðan í júlí sl. og tókst
að ljúka verkinu á tilsettum tíma.
Kennsla á vegum Visku í nýja
húsnæðinu hófst strax daginn eftir
vígsluna. Viska hefur til umráða
alla jarðhæð hússins sem er um 280
ferm. Nýir leigutakar bætast í
hópinn á 2. og 3. hæð í stað Visku
og eru sumir þeirra fluttir inn.
Húsfélag um Strandveg 50 í eigu
Vm.bæjar og Visku innheimtir
grunnleigu hjá Þekkingarsetri Vm.
– en ÞSV annast rekstur hússins
og þjónustar samstarfsaðila og
leigutaka með margvíslegum hætti.
Arnar Sigurmundsson, form.
stjórnar Visku, vann þessa samantekt
í tilefni opnunarinnar að Strandvegi
50.
Viska, fræðslu- og símenntunar-
stöð Vestmannaeyja fluttist á
dögunum í glæsilegt og mikið
endurbætt húsnæði þar sem
Vínbúðin var áður til húsa. Áður
hafði Viska verið á þriðju hæð í
sama húsnæði en flutningurinn
niður er mikil breyting að sögn
Valgerðar Guðjónsdóttur,
forstöðumanns.
,,Loksins getum við sinnt þeim hóp
sem treysti sér ekki til þess að
heimsækja okkur á þriðju hæð sem
og hreyfihömluðum einstaklingum
og öldruðum. Ég hafði lengi
pressað á að við fengjum húsnæði á
jarðhæð til að sinna þeim hópi.
Strax á mánudaginn var fólk að
koma inn af götunni með hug-
myndir, við erum mun aðgengilegri
núna sem er svo skemmtilegt. Einn
annar þáttur er að við þurftum einn
sal eða kennslustofu í viðbót því við
höfum reglulega þurft að leigja sal
úti í bæ til að sinna eftirspurn.
Stofurnar sem við notuðum áður
eru auðvitað enn til staðar og við
höfum enn möguleika á því að fara
upp með námskeið í samstarfi við
Þekkingarsetrið ef þörf er á. Það er
sannarlega afar gott að geta haft alla
starfsemi í sama húsnæði. Þekk-
ingarsetrið mun og hafa greiðan
aðgang að þessum glæsilega sal
sem hér er,“ sagði Valgerður.
Í húsnæðinu er fullbúinn og frábær
ráðstefnusalur með öllum tilheyr-
andi búnaði sem er fyrsta flokks og
auk þess tvær stofur. Fjarfunda-
stofan, sem áður var stærst uppi, er
núna fjögurra manna herbergi og
svo er annar búnaður hreyfanlegur
og getur farið í samband hvar sem
er í húsnæðinu.
Aðspurð segir Valgerður að
aðdragandinn að flutningnum hafi
verið langur. ,,Aðstaðan hefur lengi
verið ófullnægjandi, starfsemin er
svo fjölbreytt. Einu sinni var hér
mikið um fjarnám þar sem
nemendur sóttu tíma í gegnum
fjarfundabúnað, núna er hjúkrunin
að fara í upptökur í stað fjarfundar,
þá eru bara leikskóla- og grunn-
skólakennarar eftir sem þurfa að
sækja fjarfundi. Stofurnar sem áður
voru dekkaðar á daginn fyrir
fjarfundi voru orðnar fullar af
nemum að sinna sínu námi og urðu
svo að víkja þegar námskeið hófst
og var orðin töluverð óánægja með
það. Núna erum við með aðstöðu
fyrir fjarnema sem geta komið,
hreiðrað um sig í básum og sinnt
sínu námi en núna eru fjörutíu
nemendur skráðir hjá Visku í
fjarnámi frá háskólunum, flestir frá
Háskólanum á Akureyri,“ sagði
Valgerður. Með auknum fjölda
nemenda í fjarnámi aukast einnig
prófin sem fara fram í Visku. ,,Við
sinnum þeim nemendum sem fara í
próf og þau hafa aukist til muna, eru
ekki lengur bara í desember og maí.”
Þjónusta fyrir 25 ára og eldri.
Nú er að ganga í garð fyrsti
veturinn þar sem mennta- og
framhaldsskólar eru eingöngu fyrir
nemendur á aldrinum 16-25 ára.
„Einstaklingar 25 ára og eldri eiga í
framhaldi að geta sótt menntun hjá
okkur í símenntunarmiðstöðvunum.
Þetta hefur í för með sér að við
munum leitast við að bjóða upp á
Menntastoðir jafnvel í samstarfi við
aðrar símenntunarstöðvar á næstu
árum eða bjóða upp á dreifnám. Sá
háttur yrði á að það væri kennt í
fjarnámi í samstarfi við aðrar
símenntunarstöðvar þar sem námið
er mjög dýrt í rekstri. Það er 660
stunda námskeið og gefur allt að
fimmtíu einingar á framhaldsskóla-
stigi. Námið gefur einstaklingum
tækifæri að fara svo í Háskólagátt á
Bifröst, Háskólabrú hjá Keili eða í
frumgreinadeildir HA og HR. Þá er
einstaklingurinn kominn með
tækifæri til að geta farið í háskóla-
nám án þess að hafa farið í
framhaldsskóla. Þetta ákvað
mennta- og menningarmálaráðu-
neytið og við því bregðumst við
með námsleið og er hún styrkt með
fjármagni frá atvinnulífinu. Það er
verið að hugsa um að nýta þann rétt
sem fullorðna fólkið hefur öðlast
við að borga í stéttarfélagssjóði,“
sagði Valgerður og bætti við að
Viska muni áfram halda áfram að
vera með Grunnmenntaskólann sem
er undanfari að Menntastoðum.
„Núna eru ellefu nemendur hjá
okkur sem hófu nám í haust. Þetta
eru einstaklingar sem langar að fara
að mennta sig og eru að læra að
læra og að byggja brúna yfir í að
geta farið í frekara nám.“
Spennandi vetur framundan
Starfið í vetur hefur farið seint af
stað vegna húsnæðisbreytinga og
ekki er boðið upp á eins mikið af
námskeiðum og oft áður. Tóm-
stundanámskeiðin eru færri og telur
Valgerður að Youtube hafi m.a.
tekið við ákveðnum hluta tóm-
stundanámskeiða. Margt áhugavert
er þó á döfinni hjá Visku og
spennandi nýjungar. „Við höfum
verið að svara þörfum samfélagsins
í námskeiðavali, núna erum við með
TripAdvisor námskeið sem heitir
Samfélagsmiðlar og hagnaður í
feðraþjónustu og er kennt í fjarnámi
og staðlotu í lokin. Við verðum með
pylsu- og beikongerðarnámskeið,
Advania er tilbúið að vera með
kennslu í Windows 10 sem væri
einstaklingum að kostnaðarlausu að
því tilskildu að fyrirtæki og
stofnanir í bænum kaupi af þeim
námskeið í One Note og Outlook.
Slíkt námskeið kostar 60.000
krónur fyrir fyrirtæki og geta þau
svo boðið ótakmörkuðum fjölda
fólks. Við ætlum að vera með
námskeið um hundahald, norður-
ljósanámskeið, suðunámskeið í
samstarfi við Eyjablikk og margt
fleira sem hægt er að skoða í
Viskubæklingnum sem fylgir
Eyjafréttum.“
Sjósókn námstækifæri
fyrir sjómenn
Nú er nýfarið af stað verkefni fyrir
sjómenn. Nefnist það Sjósókn og er
ætlað sjómönnum sem hafa ekki
lokið framhaldsskólanámi. „Við
erum í samstarfi við Sjómennt,
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar,
Miðstöð símenntunar á Suður-
nesjum, Mími símenntun og
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um
að útbúa námstækifæri fyrir
sjómenn. Þetta er fjarnám þar sem
allir samstarfsaðilar leggja eitthvert
nám í púkkið, Við lögðum til
grunnnám fiskvinnslu og raunfærni-
mat í skipstjórn.Við erum búin að
búa til námsefni í Menntastoðum
sem inniheldur íslensku, dönsku,
stærðfræði og ensku og upplýsinga-
tækni. Stærðfræðiefnið var unnið
hér í Vestmannaeyjum. Þetta fer
þannig fram að nemendur fá
námsefni og fyrirlestra á USB lykli
og geta hlýtt á það úti á sjó þar sem
kennarinn hefur tekið upp fyrir-
lestra. Netið er oft hægt á sjónum
og eiga sjómenn því erfiðara með
að stunda nám sitt í gegnum
internetið. Með þessu geta sjómenn
menntað sig á sínum forsendum við
þær aðstæður sem þeir búa við,“
sagði Valgerður.
Saga hússins að Strandvegi 50
Vinnslustöðin byggði húsið, sem oft er kallað Hvíta húsið, 1953-1954.
Valgerður við opnunina á föstudaginn.
Þessi mynd er tekin um 1930. Húsið til hægri er gamli Tanginn. Í stað
stakkstæðisins við hlið hans stendur í dag húsið að Strandvegi 50.
Viska flytur á jarðhæð „Hvíta hússins“:
Það er sannarlega afar gott að geta
haft alla starfsemi í sama húsnæði
:: Segir Valgerður Guðjónsdóttir, forstöðumaður Visku :: Spennandi vetur framundan
gÍgja óSKarSdóTTir
gigja@eyjafrettir.is