Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 20. janúar 2016 „Hugmyndin kviknaði árið 2010 og nú, tæpum sex árum seinna, höldum við fimmtu Eyjatónleikana í Eldborgarsal Hörpu. Hver hefði trúað því? Það var aldrei ætlunin að gera þetta nema í þetta eina skipti, þegar Eyjamenn fylltu þennan fallega sal og hylltu sitt helsta söngvaskáld og Eyjamann síðustu aldar, Oddgeir Kristjánsson, á aldar ártíð hans,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson um Eyjatón- leikana, þar sem Hjartað slær og Ég veit þú kemur verða í Hörpunni í Reykjavík um helgina sem hann og Guðrún Mary Ólafsdóttir standa fyrir. „Síðan þá höfum við bætt við þrennum frábærum tónleikum og fengið til liðs við okkur frábæra listamenn, bæði erlenda, af Íslandi og innlenda eyjamenn. Áherslan hefur verið á bæði ákveðna menn og síðan ákveðna viðburði, en alltaf, að undanskildum fyrstu tónleikunum, reynt að blanda saman gömlum og nýjum Eyjalögum og tekið lög frá mjög mörgum höfundum. Sú blanda hefur farið vel í tónleikagesti og því engin ástæða til að breyta því.“ Lúxusvandamálið Bjarni segir að á síðustu tónleikum hafi þau ætlað að velja einfaldlega mörg af bestu lögum Eyjanna. „En við áttuðum okkur fljótt á því að þá nægði heilt kvöld ekki. Lúxus- vandamál sem ekki mörg byggðar- lög þurfa að glíma við. Það má því segja að þessir tónleikar séu beint framhald af þeim síðustu. Við tökum reyndar nokkur lög sem hafa fylgt okkur síðustu ár, en aldrei fyrr höfum við skipt út eða bætt við okkur jafn mörgum lögum. Samt finnst okkur enn að við eigum eftir nokkuð mörg lög sem eiga erindi við okkur í Eldborg. Þau bíða betri tíma. Þau eru vel á fjórða tuginn, þau lög sem flutt verða í Eldborgar- sal Hörpu laugardagskvöldið 23. janúar næstkomandi og þar af 16 lög sem hafa ekki verið á dagskrá hjá okkur áður. Við hreinlega tímum ekki að upplýsa hvaða lög það eru, því hluti af upplifuninni er að fá þetta nánast allt beint í æð í Eldborg.“ Eyjafólkið Bjarni Ólafur segir þau alltaf hafa viljað halda merki Eyjalistamanna á lofti, bæði laga- og textahöfunda, en ekki síður flytjenda. „Enda hafa heimsótt okkur í Hörpu Logarnir, Blítt og létt hópurinn, Lúðrasveit Vestmannaeyja og svo frábærir einsöngvarar, Hafsteinn Þórólfsson, Íris Guðmundsdóttir, Silja Elsabet Brynjarsdóttir, Alexander Jarl Þorsteinsson, Kristján Gíslason og svo á Guðrún Gunnarsdóttir einnig ættir sínar að rekja til Eyja. Allir þessir Eyjaskotnu flytjendur hafa staðið sig frábærlega og hafa náð að hreyfa við tónleikagestum svo um munar. Þá má ekki gleyma liðsmönnum hljómsveitarinnar, þeim Birgi Nielsen Þórssyni trommuleikara og Eiði Arnarssyni bassaleikara, en Eiður hefur verið með okkur frá byrjun og reynst okkur skipuleggjendunum ótrúlega vel, enda er Eiður sennilega einn af reynslumeiri mönnum í tónlistar- bransanum á Íslandi og klárlega einn sá alvirtasti,“ segir Bjarni Ólafur. Landsliðið „Við höfum einnig verið svo heppin að fá til liðs við okkur hljóðfæra- leikara í heimsklassa og margir af þeim hafa verið með okkur nánast frá upphafi. Fyrir það erum við gríðarlega þakklát, en skynjum í leiðinni að þessu frábæra tónlistar- fólki finnst bara svo gaman að flytja þessa tónlist og svo er ekki verra þegar salurinn er svona móttæki- legur fyrir efninu, eins og raunin hefur alltaf verið á Eyjatónleik- unum. Í þessu felst að okkar mati öll sú viðurkenning sem við þurfum á að halda til að halda þessu áfram.“ Hljómsveitin í ár Litlar breytingar hafa orðið á hljóm- sveitinni milli ára. „Í ár erum við nánast með sama hóp og í fyrra, nema hvað Ari Bragi Kárason trompetleikari, leysir af kollega sinn Kjartan Hákonarson og Þórir Úlfarsson stýrir nú aftur, en hann var með okkur á „Ásatónleikunum“ 2014. Þórir er einn virtasti hljómsveitarstjórinn í þessum geira á landinu og því frábært að fá hann aftur til liðs við okkur.“ Hljómsveitin er annars þannig skipuð, Þórir Úlfarsson stjórnandi, píanó og hljómborð, Eiður Arnarsson bassi, Jón Elvar Hafsteinsson gítar, Birgir Nielsen Þórsson trommur, Kjartan Valde- marsson hljómborð og harmonikka, Sigurður Flosason saxafónn, flautur og slagverk, Ari Bragi Kárason trompet og slagverk og Eyjólfur Kristjánsson gítar. Söngvarar í ár Sumir af söngvurunum eru ekki að taka þátt í fyrsta sinn. „Stefán Hilmarsson og Magni Ásgeirsson voru með okkur árið 2013 og Íris Guðmundsdóttir á fyrstu tónleik- unum 2011 og einnig í fyrra, þá með Óskari Einars og hluta úr Gospelkór Reykjavíkur, ásamt Önnu Siggu og Þóru Gísla. Þá hefur Kristján Gíslason verið með okkur undanfarin þrjú ár. En söngvararnir sem eru með okkur í ár eru Stefán Hilmarsson, Páll Rósinkranz, Ágústa Eva, Magni Ásgeirs, Eyjólfur Kristjáns, Kristján Gísla, Sísí Ástþórs, Íris Guðmunds, Anna Sigríður Snorra- dóttir, Þóra Gísladóttir og Gunnar Hrafn Kristjánsson, jólastjarna Stöðvar 2 árið 2014. Margir af söngvurunum eru frá Eyjum. Söngkonurnar Sísí, Íris, Anna Sigga og Þóra eru allar úr Eyjum og feðgarnir Kristján og Gunnar Hrafn einnig,“ sagði Bjarni Ólafur að lokum. Eyjatónleikarnir :: Þar sem hjartað slær :: Ég veit þú kemur :: Í Hörpu á laugardaginn: Áttuðum okkur fljótt á því að þá nægði heilt kvöld ekki :: Lúxusvandamál sem ekki mörg byggðarlög þurfa að glíma við „Við ætlum bara að halda áfram framundir morgun og að loknum tónleikunum í Hörpu á laugardag- inn. Við ætlum að blása til áframhaldandi tónlistarveislu á SPOT í Kópavogi þar sem aragrúi listamanna kemur fram,“ segir Viktor Ragnarsson rakari bassa- leikari í hljómsveitinni Dans á rósum. „Við byrjum kvöldið á söng- skemmtun með Blítt & létt og svo röðum við upp hverjum stórsnill- ingunum á fætur öðrum, Bjartmari Guðlaugs, Magna, Stjána Gísla og sérstakur gestur okkar í ár er óumdeilanlega stærsta poppstjarna landsins, sjálfur Páll Óskar. Þetta verður bara skemmtilegra og stærra með hverju árinu og fjölbreyttara og fólki virðist líka þessi samsetning vel að byrja í Hörpu og enda á SPOT,“ sagði Viktor sem ætlar hvergi að slá af með hljómsveit sinni á laugardags- kvöldið. Forsala aðgöngumiða er á Hárstofu Viktors fram á föstudag og á SPOT fram að balli. Eyjatónleikar og Eyjaball: Partýinu verður framhaldið á Spot til morguns Það er jafnan líf og fjör á Eyjaböllunum á Spot. Hér er Dans á rósum í syngjandi sveiflu á ballinu í fyrra.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.