Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 17
17Eyjafréttir / Miðvikudagur 20. janúar 2016 Það var svo nýliðinn í hópnum, Júníus Meyvant, eða Eyjamaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, sem hóf kvöldvökuna á laugardags- kvöldinu. Hann mætti með hljómsveitina sína þar sem með í för voru þrír bræður hans og óhætt er að segja að tónlistin hans sé algjör gæðatónlist og algjörlega „erlendis“, enda syngur hann á ensku. Þessi ljúfi Eyjamaður á örugglega eftir að ná langt í þessum bransa. Þannig hljóðar umsögn Eyjafrétta um nýjustu stjörnu Vestmannaeyja í tónlistinni, Unnar Gísla eða Júníus Meyvant sem slegið hefur í gegn á Íslandi og víðar á síðustu tveimur árum um framlag hljómveitarinnar á þjóðhátíðinni síðasta sumar. Er þetta í fyrsta skipti sem hann kemur fram í Eyjum með hljómsveit sína eftir að hann sló í gegn. En Eyjamenn þekkja sitt fólk og hafa fylgst lengi með þeim bræðrum, Einari sem leikur á gítar eins og Guðmundur Óskar og sá fjórði er Ólafur Rúnar á hljómborð. Sjálfur leikur Unnar Gísli á gítar og syngur. Þeir voru ekki háir í loftinu þegar þeir fóru að koma fram í Hvíta- sunnukirkjunni þar sem foreldrarnir, Sigurmundur Gísli Einarsson og Unnur Ólafsdóttir eru virk í starfi og tónlist sem skipar stóran sess í safnaðarstarfi Hvítasunnufólks. Systirin í hópnum, Guðný lærði á selló og er liðtækur hljóðfæraleikari þó ekki hafi hún valið tónlistina sem sinn starfsvettvang. Þá strax kom í ljós að þeir gætu náð eins langt og þeir vildu og nenna og miðað við móttökurnar og viður- kenningar sem þeir hafa fengið ætti framtíðin að vera björt. Um Júníus Meyvant skrifar Egill Harðar: Júníus Meyvant er listamannsnafn Vestmannaeyingsins Unnars Gísla Sigurmundssonar. Sem ungur maður var Unnar mjög frjálslegur í anda og komst aðeins tvennt að í hans lífi, þ.e. myndlist og hjóla- bretti. Annað slagið fann hann fyrir því að tónlistargyðjan togaði í hann og velti hann því oft fyrir sér hvort hann ætti ekki að demba sér í það að læra á hljóðfæri. Á yngri árum var hann orkubolti mikill og óstýrilátur og fljótlega meinaður aðgangur að tónlistarskólanum og þurfti tímabundið að leggja drauma sína um að verða hljóðfæraleikari á hilluna. Fljótlega eftir að Unnar komst á þrítugsaldurinn færðist ró yfir dýrið sem bjó innra með honum og tók hann í hendur munaðarlausan gítargarm í húsi foreldra sinna og fyrr en varði var hann farinn að semja lög. Svo mikil var sköpunar- gleðin að Unnar upplifði margar andvökunætur í öngum sínum yfir öllum lagahugmyndum sínum og lögin hrönnuðust upp. Laglínurnar leituðu til hans nótt sem nýtan dag og úr varð að Unnar tók upp listamannsnafnið Júníus Meyvant. Tónlist Júníusar er fullveðja og tilfinningaríkt þjóðlagapopp sem er í senn tímalaust og kunnuglegt. Alúðlegar útsetningar hans láta mann á köflum líða eins og maður sé staddur undir þykku ullarteppi við arineld í kofa hátt uppi í fjöllum eða á hinn bóginn liggjandi á funheitri sandströnd á suðlægum slóðum. Color Decay Árið 2014 var árið sem Júníus hljómaði fyrst fyrir eyrum lands- manna af einhverju viti og gerðist það þegar hann sendi frá sér sína fyrstu smáskífu, „Color Decay“. Lagið vakti mikla lukku og fékk töluverða spilun í útvarpi á Íslandi og sat m.a. í nokkrar vikur í efsta sæti Vinsældarlista Rásar 2. Lagið vakti líka mikla lukku hjá útvarps- stöðinni KEXP í Seattle og valdi Kevin Cole dagskrárstjóri það sem besta lagið á árinu 2014. Júníus kom, sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum á síðasta ári og fór frá athöfninni með tvenn verðlaun. Annars vegar sem Bjartasta vonin og hinsvegar verðlaun fyrir besta lag ársins.“ Ekkert lag var spilað oftar árið 2014 á Rás 2 en lagið Color Decay með Júníusi Meyvant. Næst oftast var lagið HossaHossa með Amabadama spilað og í þriðja sæti var Apart með Kiriyama Family. Um mitt síðasta ár gaf Júníus Meyvant út fjögurra laga EP plötu og hafa þau öll hlotið góðar viðtökur. Þar á meðal er lagið Hailslide sem tilnefnt er til Hlustendaverðlauna 365 sem lag ársins. Þar er Júníus Meyvant einnig tilnefndur sem söngvari ársins og flytjandi ársins. Við þetta má bæta að hann er á lokasprettinum að klára sína fyrstu breiðskífu sem er áætlað að komi út seint í vor eða snemma sumars. Egill Harðar og Ómar Garðarsson um Júníus Meyvant :: Hefur slegið rækilega í gegn: Tók sér í hendur munaðar- lausan gítargarm í húsi foreldra sinna :: Fyrr en varði farinn að semja lög :: Svo mikil var sköpunargleðin að stefndi í vandræði Foreldrar Unnars Gísla, þau Unnur og Simmi tóku á móti viðurkenningunni fyrir hans hönd. Hluti hljómsveitarinnar Júníus Meyvant. Frá vinstri Árni Magnússon, þá koma bræðurnir fjórir Einar, Unnar Gísli, Guðmundur Óskar og Ólafur Rúnar, þá næst Kristófer Rodriguez og Snorri Sigurðsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.