Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2016, Blaðsíða 20
B ir ti st m eð fy ri rv ar a um in ns lá tt ar vi ll ur o g m yn da br en gl Vikutilboð S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s Eyjafréttir 20. - 26. janúar 2016 SuShi frá Osushi Kemur til okkar föstudaga kl. 17.00 Tökum niður pantanir ! Opið Mán-fös kl. 7.30-21.00 / Lau. kl. 10-21 / Sun kl. 11-21 Í síðustu viku var fjölmenni mætt í nýja starfsstöð Ísfells á Eiðinu austan við Skipalyftuna þar sem Net ehf. var og er til húsa. Í lok síðasta árs keypti Ísfell Net og starfar nú á tveimur stöðum í Vestmannaeyjum, á Eiðinu og við Flatir sem félagið hefur rekið undanfarin ár. Var upphaflega Netagerð Ingólfs sem Ingólfur Theódórsson stofnaði um miðja síðustu öld. Pétur Björnsson, aðaleigandi og stjórnarmaður sem á ættir að rekja til Kirkjubæja í Vestmannaeyjum sagði það mjög ánægjulegt að standa á þeim tímamótum að fagna kaupum á þessu ágæta fyrirtæki sem Net hefur verið. Það var stofnað árið 1963 af þeim Finnboga Ólafssyni, Óskari Haraldssyni og Júlíusi Hallgríms- syni. Afkomendur Óskars og Júlíusar áttu og ráku félagið síðustu áratugina. Ísfell hóf starfsemi í febrúar 1992. Hefur það breyst úr heildsölufyrir- tæki í að vera bæði heildsala og veiðarfæragerð. Ísfell keypti árið 2003 Netagerðina Ingólf af Ísfélagi Vestmannaeyja og hefst þar með starfsemi félagsins í Eyjum. „Það er síðan á haustdögum á síðasta ári sem mér berst til eyrna að Net ehf sé til sölu,“ sagði Pétur og tóku samningar ekki langan tíma. „Meginástæða fyrir kaupum okkar á Neti er sú aðstaða sem er hér fyrir hendi og þeir möguleikar sem staðsetningin býður upp á umfram það sem hægt er að gera uppi á Flötum. Þar er helst til að taka sífellt stækkandi veiðarfæri þar sem flutningur til og frá innanbæjar er orðinn vandkvæðum bundinn. Hér ætlum við að útbúa aðstöðu eins og best gerist,“ sagði Pétur. Forstöðumaður er Birkir Agnarsson sem hefur unnið hjá sama fyrirtækinu frá 14 ára aldri eða í 42 ár. Í dag rekur Ísfell átta starfstöðvar á Íslandi en þeim fækkar um eina þegar öll starfsemin hér verður sameinuð. Ísfell með tvær starfsstöðvar í Eyjum sem verða sameinaðar: Byggir á traustum grunni sem eru Net og Netagerðin Ingólfur :: Hér ætlum við að útbúa aðstöðu eins og best gerist, sagði Pétur Björnsson, aðaleigandi og stjórnarformaður Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Benedikt Sveinsson í stjórn Ísfells, Guðbjörg Karlsdóttir fyrrverandi eigandi Nets ehf, Haraldur Óskarsson fyrrverandi eigandi Nets ehf , Pétur Björnsson stjórnarformaður Ísfells og einn aðaleigandi, Hallgrímur Júlíus- son fyrrverandi eigandi Nets ehf, Ásta María Jónasdóttir fyrrverandi eigandi Nets ehf, Marta Eiríksdóttir í stjórn Ísfells, Gunnar Skúlason framkvæmdastjóri Ísfell, Jónas Þór Friðriksson sölustjóri togveiðideildar Ísfells og Birkir Agnarsson framleiðslu- og rekstrarstjóri í Vestmannaeyjum. Á bak við þau má sjá myndræna lýsingu á þeim framkvæmdum sem áætlaðar eru. Mynd: Reynir Pálsson. Brauðostur 1 kg verð nú kr/kg 1275,- verð áður kr/kg 1698,- Brauðostur sneiðar verð nú kr/kg 1698,- verð áður kr/kg 1998,- Orville örb. popp 3 pk verð nú kr 235,- verð áður kr 478,- Weetabix 430 gr verð nú kr 498,- verð áður kr 598,- Senseo púðakaffi 36 stk verð nú kr 798,- verð áður kr 1098,- Milt fyrir Barnið þvottaefni 2 kg verð nú kr 1298,- verð áður kr 1698,- Þorramaturinn frá SS er kominn!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.