Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Síða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Síða 17
17Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. apríl 2016 Abel Dhaira fær höfð- inglega útför í Úganda Á föstudaginn 1. apríl var Abel Dhaira fluttur til síns heima í Úganda þar sem hans verður minnst á mjög tilkomumikinn hátt sem sýnir hvað hann var virtur í heimlandinu. Strax á flugvellinum var móttaka og virtur útfararstjóri tók við stjórninni. Á mánudaginn fór fram minningarathöfn í All Saints kirkjunni. Því næst var kistan flutt á Nakivubo-völlinn í Kampala þar sem almenn- ingur kom og vottaði honum virðingu sína. Abel var fluttur til bæjarins Walukuba og að heimili föður síns þar sem haldin var minningarathöfn. Daginn eftir var dagskráin með svipuðum hætti, minningarathöfn í All Saints kirkjunni, almenningur gat komið og vottað honum virðingu sína á Tobacco vellinum um kvöldið var minningarathöfn í bænum Mayuge Kigandalo. Abel er svo jarðsunginn í dag klukkan tvö. Landakirkja var þéttsetin í minning- arathöfn um Abel Dhaira, mark- mann ÍBV sem lést 27. mars sl., aðeins 28 ára gamall eftir stutta baráttu við krabbamein. Það var ÍBV og vinir hans sem stóðu fyrir athöfninni þar sem sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur Landakirkju og Guðni Hjálmarsson, forstöðumaður Hvítasunnusafnaðar- ins í Eyjum fluttu minningarorð. Hvítasunnufólk sá um tónlist og Árný Heiðarsdóttir, sem gekk honum í móðurstað. ÍBV fáninn var í kór klæddur sorgarklæði þar sem leikmenn meistaraflokks karla sátu. Athöfnin var látlaus og í anda Abels sem ekki lét mikið fyrir sér fara nema þegar hann var mættur á milli stanganna í marki ÍBV. Af orðum þeirra sem þarna tóku til máls og annarra sem tjáðu sig um Abel má ráða að þar hafi farið drengur góður sem heillaði alla sem honum kynntumst, börn jafnt sem fullorðna. Hann var mjög trúaður og þakkaði Guði allt það góða í lífinu. Var trúin honum mikill styrkur í veikindum sínum. Abel Dhaira var hvítasunnumaður og hafði náin tengsl við söfnuðinn hér. Guðni sagði hann hafa verið mikinn gleðigjafa en um leið baráttumann. Það hafi sýnt sig þegar veikindin bönkuðu upp á. „Já, leiktíminn er liðinn í lífi Abels, þó er það svo að hin kristna von og trú segir okkur að hér sé bara fyrri hálfleik lokið. Seinni hálfleikur er fyrst núna að byrja hjá Abel og sigurlaunin hans, sem var svo sannarlega trúr allt til dauða, eru þau sömu og boðuð eru í fermingum allra barna hér í Landakirkju: Lífsins kóróna,“ sagði Guðmund Örn í ræðu sinni. Það var alveg kristaltært í huga Abels, hvað tæki við, eða öllu heldur hver tæki við þegar þessu jarðlífi myndi ljúka. Hann lést á páskadag, þann 27. mars síðast- liðinn. Hann lést inní upprisuna, og maður fær það eiginlega á tilfinn- inguna að það geti ekki hafa verið tilviljun. Trúmaðurinn Abel Dhaira var á svo táknrænann hátt samferða frelsara sínum inní vonarljós upprisunnar,“ sagði Guðmundur Örn og flutti kveðjur og þakklæti frá fjölskyldu Abels til allra Vestmannaeyinga fyrir þá góðvild sem þeir hafa sýnt Abel. Knattspyrnuráð ÍBV þakkaði Árnýju fyrir einstakan hlýhug og fyrir allan þann tíma, ást og umhyggju sem hún veitti Abel í veikindum hans. Einnig Hvíta- sunnusöfnuðinum í Vestmanna- eyjum og öllum þeim einstaklingum og fyrirtækjum, hér heima og á fastalandinu sem studdu Abel í veikindunum. Þegar Abel fór í landsliðsverkefni var nánast öruggt að hann kæmi ekki á réttum tíma til baka en hér er ein skemmtileg saga af honum eftir landsliðsverkefni. Eitt skiptið var það þó sem bar af í þessu en þá missti hann af leik gegn Þór á Akureyri, einmitt eftir landsliðsferð. Tveim dögum eftir leikinn við Þór fengum við símtal frá strætisvagnabílstjóra á leið 5 í Reykjavík, sem spurði hvort við könnuðust eitthvað við hávaxinn mann, Abel, að nafni. Þá hafði hann þvælst í strætó um nánast flestar götur Reykjavíkur í leit að Um- ferðamiðstöðinni í tvo klukkutíma. Málið hlaut auðvitað farsælan endi, enda ekki annað hægt þegar Abel átti í hlut. Sumarið 2012 spiluðum við Evrópuleik á Írlandi og millilentum í London. Þar sem England er ekki í Schengen þá máttu þeir félagar Abel og Tonny ekki fara út úr flugstöðinni og fóru því beina leið inn í brottfararsalinn og vinkuðu okkur með bros á vör þar sem við stóðum í röð að komast í gegnum eftirlitið. Eftir tvo tíma komumst við inn í flugstöðina aftur og sátu þeir félagar, búnir að borða og gerðu grín af okkur hinum fyrir að fara út, en við urðum að ná í allan farangurinn, en þeir spáðu lítið í það. Síðan var kallað út í vél og þegar Smári framkvæmdastjóri fór að taka nafnakall kom í ljós að það vantaði þá félaga. Komumst við að því að þeir voru miðalausir og urðu eftir í London. Þegar við lentum í Dublin var ákveðið að Smári yrði eftir á flugvellinum og biði næstu vélar frá London upp á von og óvon og urðu fagnaðarfundir þegar þeir komu út úr vélinni. Smári var náttúrulega ekki alveg sáttur við þá en þegar þeir sögðu honum að þeir hefðu ekki stoppað á innritunarborðinu á milli komu- og brottfararfarþega til að bóka sig inn þá var ekki annað hægt en að fyrirgefa þeim. Eftir að Abel kom til landsins í janúar eyddum við miklum tíma í ferðum til lækna. Á þessum stutta tíma náði ég að kynnast þessum öðlingi enn meira. Hann fræddi mig um Úganda og menninguna þar ytra, hvernig hann hefur stutt frændur sína í námi og fjárfest í landi svo framtíðin væri trygg fyrir hann og fjölskyldu hans. Eins fékk ég að kynnast hversu trúaður hann var, hann varð t.d alltaf að biðja áður en við fórum að hitta læknana. Mig langar fyrir hönd knattspyrnu- ráðs að þakka öllum þeim sem studdu við bakið á Abel í veikind- um hans. Sérstaklega vil ég þó þakka Árnýju Hreiðars fyrir að hugsa svona vel um strákinn okkar eftir að hann var lagður inn á Landspítalann. Mig langar til að enda þetta á orðum Abels...Guð blessi ykkur ! Með kærri kveðju, Óskar Örn Ólafsson formaður knattspyrnuráðs karla Yngvi Borgþórsson, leikmaður ÍBV til margra ára og nú þjálfari Einherja á Vopnafirði segir í fésbókarfærslu um félaga sinn Abel Dhaira; „Hvíldu í friði, elsku bróðir, þú varst einstök manneskja, frábær vinur og liðsfélagi sem ég mun aldrei gleyma.“ Þeir urðu strax miklir vinir og þó fátt bendi til skyldleika kallaði Abel Yngva alltaf bróður sinn. Í viðtali við Eyjafréttir segir Yngvi að kynni þeirra nái til sumarsins 2010 þegar Abel dvaldi í nokkra daga hjá ÍBV. Það var svo árið eftir sem Abel gekk til liðs við ÍBV. „Við urðum fljótt miklir og nánir félagar og hann var eins og hinir strákarnir frá Úganda, nægjusamur, lét lítið fara fyrir sér en allt voru þetta toppmenn og gull af manni. Það átti svo sannarlega við um Abel. Það líkaði öllum vel við hann og ekki síst krökkum sem kynntust honum,“ sagði Yngvi. Abel var ekki frekar en hinir strákarnir frá Úganda að stressa sig yfir smámunum og tíminn skipti ekki svo miklu máli. „Einu sinni báðu þeir mig að skutla sér í búð sem var ekkert nema sjálfsagt. Þeir voru ekkert að stressa sig og voru í hálftíma að skoða sig um í búðinni. Eitthvað sem hefði tekið okkur Íslendinga fimm mínútur að græja,“ segir Yngvi sem sér á eftir góðum vini. „Betri vin og félaga er ekki hægt að hugsa sér. Það fór samt alltaf svo lítið fyrir honum. Í ferðum upp á land svaf hann mikið og fór lítið út með okkur. Hann var svo sjálfum sér nægur.“ Yngvi sagði það hafa verið erfitt að heimsækja þennan vin sinn þegar hann lá banaleguna. „Það var hastarlegt að sjá hann. Ég fór þrisvar til hans á sjúkrahúsið, síðast daginn áður en hann dó og þá var mjög dregið af honum. Þetta var ótrúlega fljótt að gerast en sennilega hefur hann verið orðinn veikur í fyrrasumar því hann var ekkert líkur þeim Abel sem við höfðum kynnst árin á undan.“ Yngvi segir að kynnin af Abel og hinum Úgandastrákunum hafi haft varanleg áhrif á sig. „Maður hefur lært að láta hversdagslega hluti ekki hafa áhrif á sig og vera ekki að stressa sig yfir smámunum. Ekki átti maður von á þessu, að Abel ætti eftir að deyja og maður ætti eftir að mæta í minningarathöfn um liðsfélaga sinn. Abel hugsaði alltaf vel um sjálfan sig, drakk ekki eða reykti og var alltaf í toppformi. Þetta allt er eitthvað svo óréttlátt,“ sagði Yngvi að endingu. Þakkir til allra sem studdu Abel: Tvær ferðasögur Yngvi Borgþórsson sér á eftir góðum félaga og bróður: Einstök manneskja, frábær vinur og liðsfélagi sem ég mun aldrei gleyma Abel Dhaira minnst í Landakirkju: Látlaus athöfn en fjölmenn ómar garðarSSon omar@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.