Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Blaðsíða 19
19Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. apríl 2016 ÍÞróTTir u m S j ó n : guðmundur tómaS SigFúSSon gudmundur@eyjafrettir.is Framundan Miðvikudagur 6. apríl Kl. 19:30 Fjölnir - ÍBV Olís-deild kvenna Kl. 14:00 ÍBV - FH 2. flokkur karla Kl. 21:00 Fjölnir 2 - ÍBV 3. flokkur kvenna Laugardagur 9. apríl Kl. 15:00 ÍBV2 - Afturelding2 3. flokkur karla Kl. 13:00 ÍBV - Valur 2 3. flokkur kvenna Meistaraflokkur kvenna tapaði gegn Haukum í síðasta heimaleik deildarinnar. Haukakonur gátu orðið deildarmeistarar með sigri, en þurftu þá að treysta á að Fram sigraði Gróttu sem þær og gerðu. Það kom sér illa fyrir ÍBV þar sem sigur Fram kom í veg fyrir möguleika ÍBV á heimaleikjarétti í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Jafnt var í hálfleik þar sem ÍBV hafði gert vel á lokamínútum fyrri hálfleiks, eins og þær mínútur voru góðar, þá voru fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik slæmar. Haukar stungu af og tóku forystu sem þær létu aldrei af hendi. Haukar höfðu ekki tapað leik í óralangan tíma og héldu forystunni vel og bættu í. Að lokum sigruðu Haukar með sjö marka mun 25:32 og ÍBV situr því sem fastast í 6. sæti deildarinnar. ÍBV mun því mæta Fram í átta liða úrslitum ef Fram sigrar Valskonur í síðustu umferðinni, annars mun ÍBV mæta Stjörnunni sem sigrar að öllum líkindum KA/ Þór í lokaumferðinni. ÍBV mætir Fjölni í Dalhúsum í lokaumferðinni í dag, miðvikudag. Handbolti | Tap í síðasta heimaleiknum :: gegn Haukum sem urðu deildarmeistarar í Olís-deild kvenna Haukar 25 21 2 2 710:573 44 Grótta 25 20 1 4 641:453 41 Fram 25 19 1 5 699:531 39 Stjarnan 25 19 0 6 684:554 38 Valur 25 19 0 6 693:530 38 ÍBV 25 17 1 7 735:646 35 Selfoss 25 12 1 12 705:675 25 Fylkir 25 12 0 13 673:637 24 HK 25 7 1 17 530:631 15 Fjölnir 25 6 0 19 552:797 12 KA/Þór 25 5 1 19 527:654 11 ÍR 25 4 2 19 580:700 10 Afturelding 25 4 1 20 511:764 9 FH 25 3 3 19 531:626 9 Olísdeild kvenna Telma Amando og Vera Lopez sækja gegn Haukum á laugardaginn. Elvar Ingi Vignisson skoraði fjögur mörk gegn Fram. Mynd: fotbolti.net ÍBV og Afturelding gerðu 28:28 jafntefli í síðustu umferð Olís- deildar karla í N1 höllinni í Mosfellsbæ. Með sigri hefði ÍBV tekið 3. sætið af Aftureldingu og mætt FH í 8-liða úrslitum en liðinu mistókst að tryggja sér sigurinn í síðustu sókn leiksins. Staðan var jöfn í hálfleik en ÍBV byrjaði síðari hálfleikinn ömurlega en gerði vel til þess að koma sér aftur inn í leikinn og virtist vera með unninn leik í höndunum. Þá gerðu leikmenn sig seka um dýr mistök sem gerði það að verkum að Afturelding jafnaði leikinn. Aftur fór ÍBV illa að ráði sínu í síðustu sókn leiksins og tókst þeim ekki að knýja fram sigur. ÍBV náði þó því markmiði sem hafði verið sett fyrir einhverju síðan þar sem liðið hefur heimaleikjarétt í 8-liða úrslitunum. Það er þó ljóst að það eru vonbrigði hjá ÍBV að enda í 4. sæti deildarinnar þar sem liðinu var spáð deildarmeistaratitlinum fyrir leiktíðina. Fyrsti leikur liðsins í einvíginu gegn Gróttu fer fram 14. apríl, sá næsti þann 16. apríl og ef liðin þurfa að spila þrjá leiki fer sá þriðji fram 19. apríl. Það lið sem vinnur tvo leiki fer áfram í undanúrslitin þar sem Haukar eða Akureyri bíður. Handbolti | Olísdeild karla :: Grótta 28 - ÍBV 28: Mæta Gróttu í átta liða úrslitum Íslandsmótsins Haukar 27 23 1 3 768:603 47 Valur 27 19 1 7 684:624 39 Afturelding 27 13 3 11 644:643 29 ÍBV 27 11 5 11 701:697 27 Grótta 27 12 3 12 702:714 27 FH 27 13 1 13 683:715 27 Fram 27 11 2 14 652:662 24 Akureyri 27 8 5 14 627:664 21 ÍR 27 7 2 18 684:743 16 Víkingur 27 4 5 18 627:707 13 Olísdeild karla Strákarnir okkar í meistaraflokki karla spiluðu við Fram um helgina í Lengjubikarnum. Fram hafði ekki sigrað leik í bikarnum og ekki tekist að sigra veikt lið Hugins þrátt fyrir að hafa spilað manni fleiri heilan hálfleik. Fyrir leik bjuggust því flestir við öruggum sigri ÍBV, eftir rúmar fimm mínútur var útlitið ekki bjart. Framarar höfðu skorað tvívegis áður en ÍBV minnkaði muninn eftir korter. Þá komust Framarar í 3:1 eftir rúmar tuttugu mínútur en þá skoraði Atli Fannar Jónsson, fyrrum leikmaður ÍBV, sitt annað mark. Fyrir hálfleik átti ÍBV þó eftir að snúa leiknum við, Benedikt Októ Bjarnason minnkaði muninn áður en Elvar Ingi Vignisson bætti við 2. og 3. marki sínu í leiknum rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan var því 4:3 fyrir ÍBV í hálfleik sem er í raun ótrúlegt þar sem bæði lið tvöfölduðu markaskor sitt í Lengjubikarnum fyrir leikinn. Fram jafnaði metin áður en Elvar Ingi Vignisson bætti við fjórða marki sínu í leiknum. Framar jöfnuðu enn á ný rétt eftir klukku- tíma af leiknum og þar við sat. Leiknum lauk með 5:5 jafntefli þar sem áhorfendur hafa eflaust fengið mikla skemmtun. Knattspyrna | Lengjubikar karla: Jafntefli í tíu marka leik gegn Fram Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna spiluðu tvo leiki um helgina í Lengjubikarnum. Fyrri leikurinn var gegn sterku liði Stjörnunnar sem stilltu upp sínu sterkasta liði. ÍBV varð fyrir miklu áfalli í síðasta mánuði þegar það var ljóst að Shaneka Gordon yrði frá næstu mánuðina þar sem hún fótbrotnaði í æfingaferð liðsins úti á Spáni. ÍBV byrjaði betur gegn Stjörnunni og klikkaði meðal annars á vítaspyrnu eftir fimm mínútna leik. Eftir um hálftíma leik tóku Stjörnustúlkur leikinn yfir, komust yfir eftir 36 mínútur og staðan var 1:0 í hálfleik. ÍBV kom ekki nógu sterkt til leiks í síðari hálfleik og komust Stjörnu- stúlkur snemma í 2:0, þær juku muninn í 3:0 þegar tíu mínútur voru eftir. ÍBV minnkaði muninn einni mínútu síðar þegar varnarmaðurinn Sabrína Lind Adolfsdóttir skoraði mark, hún spilaði í framlínu liðsins síðustu tuttugu mínútur leiksins. Stjarnan jók forskotið á 92. mínútu og 4:1 var því niðurstaðan. Tveimur dögum síðar mætti ÍBV vængbrotnu liði Þórs/KA sem stilltu upp vægast sagt slöku liði. ÍBV tefldi fram sterku liði og spilaði Arianna Romero t.d. 90 mínútur í þeim leik en hún kom til liðsins í síðustu viku. Hún er landsliðskona í Mexíkó en hefur spilað undanfarin ár í Bandaríkjunum. Hún spilar í stöðu bakvarðar og er 24 ára á árinu. ÍBV var ekki í teljandi vandræðum með norðankonur en fyrsta markið lét þó bíða eftir sér. Cloe Lacasse skoraði það eftir hálftíma eftir að ÍBV hafði legið í sókn. Hún bætti einu marki við rétt fyrir hálfleik. Þá var komið að Sigríði Láru Garðarsdóttur sem reimaði á sig markaskóna í hálfleik. Hún kom ÍBV í 4:0 með tveimur mörkum í upphafi síðari hálfeiks og bætti við sínu þriðja marki þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum eftir að Þór/KA hafði minnkað muninn stuttu áður. 5-1 voru því lokatölur í leiknum og ÍBV því aftur á sigurbraut. Knattspyrna | Lengjubikar kvenna: Tap og sigur hjá stelpunum Um síðustu helgi fór fimleikafélagið RÁN með þrjá keppnishópa á meginlandið til að taka þátt í fimleikamóti. Liðin stóðu sig öll vel og varð eldri flokkurinn í b hópi bikarmeistarar í sínum flokki. Glæsilegur árangur hjá stelpunum. Á myndunum hér að ofan má sjá annarsvegar allan hópinn og svo bikarmeistarana við komuna til Vestmannaeyja. Fimleikar |

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.