Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2016, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2016, Blaðsíða 9
9Eyjafréttir / Miðvikudagur 25. maí 2016 kaupa. Þar skiptir líka máli það úrræði stjórnvalda að heimila kaupendum fyrstu íbúðar að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til að kljúfa útborgun í fyrstu eign eða greiða inn á höfuðstól húsnæðis- láns.“ Að hafa bankann í vasanum Nú býður Íslandsbanki upp á þann möguleika að sækja um netgreiðslu- mat undirritað með rafrænum skilríkjum sem mun spara við- skiptavinum sporin. „Þetta er hluti af þeirri stafrænu vegferð sem bankinn er í og það hefur sýnt sig með nýju greiðslumiðlunarappi Kass, sem og Íslandsbanka appinu, að sífellt fleiri vilja afgreiða bankaviðskipti sín hvar og hvenær sem er, og í raun hafa bankann í vasanum. Þróuninni mun fleygja hratt fram og má nefna að á næstu misserum er stefnt að því að gera þinglýsingar rafrænar og verður húsnæðislána- ferlið því enn einfaldara og þægilegra fyrir viðskiptavininn,“ segir Þórdís. Eyjamenn eins og aðrir bera traust til Íslandsbanka Þórdís segir útibúið leggja mikla áherslu á að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu. Ef marka megi þjónustakannanir undanfarinna ára þá hafi það gengið mjög vel og viðskiptavinir beri mikið traust til starfsfólksins. „Við höfðum svo sannarlega ástæða til að fagna. Nýverið bárust enn og aftur þær gleðifréttir að enginn banki hefði hlotið hærri einkunn en Íslandsbanki frá viðskiptavinum sínum í Íslensku ánægjuvoginni. Við fögnuðum glæsilegri niðurstöðu í útibúinu okkar hér í Vestmannaeyjum. Hér var ofurþjónustudagur svokallaður rauður dagur. Það voru margir sem komu við og fögnuðu með okkur. Við fengum sem dæmi heillaóska- skeyti frá einum ánægðum viðskiptavini til 83 ára. Þar sagði hann svo ég vitni beint í textann: -Íslandsbanki Vestmannaeyjum, ánægjuvogin segir allt sem segja þarf, til hamingju með heiðurinn. Því er ekki að neita að við erum upp með okkur að fá svona hlýjar kveðjur frá okkar viðskiptavinum.“ Útibúið í Eyjum skorar hvað hæst Það er mikil samkeppni á útlána- markaði hvort sem um er að ræða lán fyrir einstaklinga eða fyrirtæki og Þórdís segir að þau fari ekki varhluta af henni hér í Eyjum. „Það er áhersla Bankans og sýn að vera númer eitt í þjónustu og á síðasta ári var gengið enn lengra og gefið loforð um að veita bestu bankaþjónustu á Íslandi. Útibúið í Eyjum er það útibú sem hefur verið að skora hvað hæst út úr þeim greiningum af öllum útibúum bankans og af því erum við afar stolt. Hlutdeild okkar er stór í Eyjum og byggir á áratuga starfsemi Íslandsbankans og fyrirrennara hans hér. Markaðshlut- deild eins og sú sem við höfum hér er einstök á landsvísu. Það er því ekki skrýtið að við finnum fyrir aukinni samkeppni. Við fögnum alltaf samkeppni þar sem hún er af hinu góða fyrir neytendur.“ Samkeppni óháð staðsetningu Þórdís segir að auðvitað hafi ríkt samkeppni þó að hún hafi breyst nokkuð undanfarið ár. „Því má ekki gleyma að hér var starfræktur Spari- sjóður um áratuga skeið. Það hefur lengi verið mikil samkeppni á milli allra viðskiptabankanna um til dæmis lán til stærri fyrirtækja og er sú samkeppni óháð staðsetningu viðkomandi banka. Íslandsbanki og fyrirrennarar hans þar á undan hafa þjónað Eyja- mönnum dyggilega um margra áratuga skeið. Við höfum bent fólki á að koma og heimsækja okkur og fara yfir sín mál. Það er alltaf heitt á könnunni og við tökum vel á móti öllum. Starfsfólk útibúsins er reynslumikill og samheldinn hópur með góð tengsl við viðskiptavini og samfélagið í Vestmannaeyjum. Það má segja að það séu yfirleitt persónuleg tengsl og þjónusta sem skipta miklu máli þegar valinn er viðskiptabanki.“ Þórdís segir útibúið í Vestmanna- eyjum hafa kappkostað að fá til Eyja fræðslufundi og kynningar sem Íslandsbanki hefur verið að bjóða uppá annarsstaðar á landinu. „Mikil ánægja hefur verið með þessa fundi og hafa þeir verið vel sóttir. Við munum á morgun, 26. maí bjóða uppá áhugaverðan fyrirlestur sem hentar aldurs- hópnum 40 til 55 ára mjög vel. Þar sem tekjusamsetning við starfslok verður skoðuð og hvað er hægt að gera á fimmtugs- og sextugsaldri til að auka tekjurnar til muna. Á fundinum verður þeirri spurningu velt upp, hvað fólk getur gert í dag til að halda óbreyttum tekjum við starfslok? Sýnd verða raunhæf dæmi út frá ólíkum tekjum og aldri. Auk þess verður fjallað um áhrif þess að vinna á lífeyrisaldri og fleira.“ Breytt umhverfi Í þjónustukönnunum einstaklinga og fyrirtækja á árinu 2015 fær útbúið góða einkunn þegar spurt er um heildaránægju bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. „Útibúið er einnig að fá frábær meðmæli frá viðskiptavinum. Þessar niðurstöður endurspegla það viðmót sem starfsfólk upplifir hjá viðskiptavinum sem er mjög jákvætt. Ummæli viðskiptavina um útibúið eru flest á einn veg eða frábær þjónustulund, persónuleg þjónusta, jákvætt og þægilegt viðmót,“ segir Þórdís. „Viðskiptavinir útibúsins hafa verið að sækja þjónustuna meira beint hjá útibúinu heldur en í gegnum síma eða tölvupóst. Þó hefur á þessu ári mátt merkja mikla aukningu í notkun okkar viðskipta- vina á ÍslandsbankaAppinu og Netbankanum. Sama má segja um nýja greiðsluappið Kass sem Sprotafyrirtækið Memento og Íslandsbanki hafa þróað og nýverið var sett í loftið. Kass er frábær lausn sem auðvelt er að tileinka sér og nota. Appið gerir notendum kleift að millifæra peninga sín á milli með því einu að nota farsímanúmer eða Kass notendanafn. Auk þess geta notendur sent rukkun eða skipt greiðslum á milli sín. Appið er tengt við greiðslukort og bankareikning og hægt er að senda og taka á móti greiðslum. Allir geta nýtt sér kass appið, óháð viðskipta- banka og símafyrirtæki. Áhersla er lögð á öryggi, einfaldleika og þægilegt notendaviðmót. Eyjamenn hafa verið fljótir að tileinka sér þessa nýju lausn okkar. Ég hvet alla sem hafa tök á, að kynna sér Kass appið, það má t.d. nálgast í gegnum heimsíðuna https:/kass.is þetta er algjör snilld að mínu mati.“ Höldum áfram að styðja nærsamfélagið „Við hjá Íslandsbanka munum hér eftir sem hingað til einblína á að bjóða viðskiptavinum okkar framúr- skarandi þjónustu með gildin okkar fagleg, jákvæð og framsýn að leiðarljósi. Íslandsbanki og forverar hans eiga sér langa sögu hér sem byggir á 97 ára þjónustu og samvinnu við íbúa Vestmannaeyja,“ segir Þórdís þegar hún er spurð að því hvernig hún sjái fyrir sér framtíð bankans í Eyjum. Hún bendir líka á að frá upphafi hafi saga bankans verið samofin sjávarútveginum sem er helsta atvinnugrein Vestmannaeyja. „Innan bankans er starfandi sérfræðingahópur sem saman- stendur af starfsfólki með áralanga reynslu í fjármálageiranum og sjávarútveginum. Starfsfólk okkar er með mikla reynslu og munum við leitast við að bjóða viðskipta- vinum okkar persónulega og góða þjónustu hér eftir sem hingað til. Íslandsbanki mun halda áfram að styðja nærsamfélag sitt hér í Vestmannaeyjum enda mikilvægt fyrir bankann að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Bankinn hefur til að mynda um langt skeið verið einn af bakhjörlum ÍBV og komið þannig að öflugri uppbygg- ingu á ungliðastarfi félagsins.“ Hjálparhönd „Mig langar að nefna að Íslands- banki býður starfsmönnum sínum að leggja sitt af mörkum til góðgerðarmála. Starfsmenn bankans geta varið einum vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis og velja sér sjálfir það málefni sem þeir vilja veita liðsinni. Um er að ræða sjálfboðaliðastörf fyrir góðgerðarfélög, mannúðar- samtök, björgunarsveitir og ýmis önnur góð málefni. Íslandsbanki hefur þannig lagt ríka áherslu á að leggja lið, ekki aðeins með styrkjum heldur einnig virkri þátttöku starfsfólks bankans í verkefnum sem horfa til heilla í samfélaginu. Með því að bjóða starfsfólki sínu einn dag á ári til að sinna góðgerða- málum vill bankinn rétta samfélags- verkefnum um land allt hjálparhönd og vera jákvætt hreyfiafl. Mark- miðið á þessu ári er að helmingur starfsfólks taki þátt í Hjálparhönd,“ segir Þórdís. Þá segir hún að starfsfólk bankans hafi verið óþreytandi í að brydda uppá einhverju skemmtilegu til tilbreytingar. „Til dæmis klæðumst við búningum á öskudaginn og fögnum með börnunum sem koma í útibúið. Fyrir Þjóðhátíð er sprellað og á Þorláksmessu er komin hefð á að fá til okkar Lúðrasveit Tónlistar- skólans og jólavein til að skemmta þeim sem líta inn í jólaösinni.“ Áheitasöfnun komin yfir 450 milljónir Og Íslandsbanki komið víða við sögu. „Íslandsbanki hefur verið stoltur stuðningsaðili Reykjavíkur- maraþons síðan 1997. Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík. Maraþonið fer næst fram þann 20. ágúst 2016, að morgni Menningarnætur.“ Hægt er að velja um að hlaupa 10 km, hálft maraþon eða heilt maraþon og einnig er boðið upp á 3 km skemmtiskokk. „Það ættu allir að finna vegalengd sem hentar og viljum við hvetja alla til að vera með. Þess má geta að heildarupp- hæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin yfir 450 milljónir,“ sagði Þórdís að lokum. „Íslandsbanki er með öflugt útibúanet þar sem starfsfólk leggur sig mikið fram við að veita góða þjónustu,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. „Útibúið okkar í Vestmannaeyjum er alveg einstakt. Saga útbúsins er löng og tryggð viðskiptavina er mikil. Þetta útibú bankans hefur hvað hæsta markaðshlutdeild og hæstu einkunn þegar kemur að þjónustumælingum. Það er virkilega ánægjulegt að taka þátt í þeirri rótgrónu starfsemi sem er í Vestmannaeyjum eins og í sjávarút- vegi um leið og við hefjum ný ævintýri með atvinnurekendum í ferðaþjónustu. Það er alveg ljóst að Eyjamenn eru kappsmiklir og það á við bæði í starfi og leik. Þrátt fyrir fjölda áskorana sem snúa til dæmis að samgöngum hafa þeir náð að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf sem sést vel í veitingahúsarekstri og menningartengdri afþreyingu. Við erum virkilega stolt af þessu öfluga útibúi okkar og enn öflugra starfsfólki sem gerir okkur kleift að vinna jafn ötullega með heima- mönnum og raun ber vitni. Við horfum því jákvæðum augum til næstu ára í Eyjum.“ :: Horft til Vestmannaeyja frá höfuðstöðvunum: Horfum jákvæðum augum til næstu ára í Eyjum :: segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Líf og fjör á Þjóðhátíð. kristín finnbogadóttir og Guðjón Hjörleifsson. starfsfólkið uppstrílað á öskudaginn. Þórdís ásamt krökkum sem litu við í bankanum á öskudaginn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.