Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Blaðsíða 15
11Eyjafréttir / Miðvikudagur 31. ágúst 2016 að við fengum góða umfjöllun. Það voru líka sjónvarpsstöðvar sem fylgdu meistaraflokki ÍBV eftir í leik því þeim þótti merkilegt hvað þarf að hafa mikið fyrir því að spila einn fótboltaleik. Það er náttúrulega einstakt í heiminum hvað við Eyjamenn höfum mikið fyrir því að spila fótbolta og handbolta og stunda íþróttir almennt.“ Vilt ekki vera besti aðstoðar- þjálfari í heimi Hvenær er það sem þú ferð að sjá þig á stærra sviði í fótbolt- anum en hér í Vestmanna- eyjum? „Það var þegar ég fór að vinna hjá KSÍ, þá fer maður ósjálfrátt á stærra svið. Ég var aðstoðarþjálfari fyrstu tvö árin með Lars en þú tekur ekki að þér aðstoðarþjálfarastöðu til að verða besti aðstoðarþjálfari í heimi. Ég hef það mikinn metnað að ég vildi gera það eins vel og hægt er og undirbúa mig vel og vera tilbúinn til að taka við íslenska landsliðinu. Í mínum huga lá það alltaf fyrir að taka við liðinu. Svo spilaðist það öðru vísi en ég hafði hugsað mér. Eftir þessi tvö ár fékk ég önnur tilboð, ýmsir möguleikar voru í stöðunni en ég ákvað að taka þennan fjögurra ára samning við KSÍ. Sé alls ekki eftir því í dag, síður en svo. Það var góð ákvörðun. Ég hef verið heppinn að taka réttar ákvarðanir á réttum tíma. Þetta hefur skipst í fimm ára tímabil, fimm ár með kvennalið ÍBV, fimm ár með karlaliðið og nú eru komin fjögur og hálft ár með A-landsliði karla sem gætu orðið sex til sex og hálft ár. Ég held að enginn íslenskur þjálfari hafi unnið jafn lengi með A-landsliðinu án þess að ég hafi skoðað það eitthvað.“ Reynsla Lars reyndist ómetanleg Þrjátíu ára reynsla Lars með landsliðið, var hún ekki ómetanleg þegar komið var inn á stórmót eins og EM þar sem alltaf er einhver pólitík í gangi og menn þurfa stundum á láta finna fyrir sér? „Jú, auðvitað. Ekki síst af því að Ísland var þarna í fyrsta skipti á stórmóti, á svo mörgum sviðum var því nauðsynlegt að hafa mann með reynslu. Bara valið á hótelinu, sem var auðvitað sameiginleg ákvörðun, þar sem við vorum mest allan tímann var hrikalega mikilvæg. Miklu mikilvægara en ég hefði getað gert mér grein fyrir. Af því að við vorum saman í fimm vikur var þetta ótrúlega stór þáttur. Þegar við komum úr leikjunum eftir að hafa t.d. verið tvo daga í París fannst manni við vera að koma heim. Þó þetta væri bara hótel vorum við þar einir inni í skógi og uppi í fjalli, nálægt bæ en ekki inni í mið- bænum. Þetta var eins og heimili og það er svo góð tilfinning að vera kominn heim. Líka hlutir eins og blaðamanna- fundir, samskipti við fjölmiðla og öryggisgæsla, í öllu þessu skiptir svo miklu máli að hafa mann sem hafði staðið í þessu sjö sinnum áður. Annars hefðum við alltaf verið að reka okkur á en þetta var allt búið að plana. Hann vissi að einhverjir leikmenn yrðu órólegir og leiðir ef þeir fengju ekkert að spila. Það var margsinnis búið að ræða það áður en við fórum í keppnina. Hann var búinn að segja að það yrði erfitt að vera saman svona lengi. Við sem höfðum ekki gert þetta áður kveiktum ekki á að það gæti orðið vandamál. Þegar menn svo fundu að það var komin þreyta í hópinn vissum við að það gæti gerst og væri bara eðlilegt. Þetta fengum við frítt og þurftum ekki að vera að reka okkur á og lenda í óþarfa leiðindum. Þetta skilur Lars eftir hjá okkur og að því búum við ef við lendum í þessu aftur. Það er ómetanlegt.“ Allt öðru vísi að þjálfa félagslið en landslið Lars Lagerbäck hefur maður aðeins kynnst í gegnum fjölmiðla en sú mynd sem maður fær er að ég gæti séð hann fyrir mér á kaffispjalli niðri í Veiðarfæragerð við Grím Þórðar, pabba þinn og kallana þar um lífsins gagn og nauðsynjar, jarðbundinn með báðar fætur á jörðinni. „Lars er eins eðlilegur og venjulegur og þeir. Hann gæti kannski ekki verið niðri í Net hf. Það er of mikið bullað þar en hann gæti verið á flestum vinnustöðum í Vestmannaeyjum. Þetta er alveg rétt metið. Hann er með sínar skoðanir um lífið og tilveruna sem eru ekkert frábrugðnar öðrum.“ Finnst þér þú hafa lært mikið af honum? „Já. Ég hef gert það. Ég hef oft sagt það, að þjálfa landslið er allt, allt öðru vísi en að þjálfa félagslið. Það er ótrúlega margt sem þú gerir á annan hátt. Ég hef sagt, til að útskýra það að ef ég hefði farið beint úr því að þjálfa ÍBV í að þjálfa A-landslið karla hefði ég gert í brækurnar svo um munar. Það er svo margt sem þú þarft að gera á annan hátt. Þú ert með liðið í svo stuttan tíma fyrir hvern leik. Svo ertu búinn að missa þá frá þér í einn mánuð, þrjá mánuði eða fimm mánuði þegar kemur að næsta leik. Þá hefurðu svo takmarkaðan tíma sem þú þarft að nýta mjög vel. Lars var með sína rútínu sem hann var búinn að vinna með síðustu 30 ár. Það að hafa mann sem er með svona mikla reynslu og er að kenna þér, er alveg ómetanlegt. Á þessu sviði endist þér ekki ævin til að vita allt og verða sérfræðingur bara af reynslunni sem þú nærð þér í. Þarna fékk ég mann sem hefur alla ævi verið að vinna sem landsliðs- þjálfari eða í kringum landslið. Hann miðlar allri sinni reynslu og öllu sem hann er búinn að lenda í um dagana. Ég er búinn að vera með honum í fjögur og hálft ár, læra af, hlusta á og tala við hann. Að mestu hefur þetta farið í gegnum spjall okkar í milli. Við gjörsamlega ólíkir í hugsun hvað varðar marga hluti og ég hefði gert margt á allt annan hátt. Ég hef lært en vonandi hef ég hjálpað honum eitthvað líka.“ Unnum með en ekki á móti fjölmiðlum Hann er allt í einu orðinn eftirlæti fjölmiðla sem hann var ekki á meðan hann stýrði sænska lands- liðinu. „Ég var vanur að vinna með íslenskum fjölmiðlum og átti alltaf góð samskipti við þá eins og ég yfirleitt á við flesta. Okkur hefur verið hrósað fyrir það hvað við vinnum vel með fjölmiðlum en ekki á móti þeim. Það er fleiri þættir sem ég kom með. Ég er góður á tölvuna, í leikgreiningu, að klippa mynd- bönd og sá mikið um það þegar ég var aðstoðarþjálfari hans. Við höfum líka hjá Sambandinu reynt að efla menn í að verða betri hver á sínu sviði og erum bara þokkalega sáttir hvernig til hefur tekist. Ég held líka að Sambandið sem slíkt sé að læra og verða betra.“ Í mynd Sölva Tryggvasonar um karlalandsliðið, Jökullinn logar er atriði sem mér finnst standa upp úr. Í undirbúningi fyrir Hollandsleikinn hér heima þegar þú segir: -Strákar, ef við spilum okkar leik, vinnum við. „Það hefur alltaf verið mitt hlutverk að vera með fundinn um andstæð- inginn. Þá erum við búnir að leikgreina liðið, klippa myndbönd og sýna þeirra styrkleika og veikleika. Þessi setning kom held ég í lok fundarins. Það er búið að segja allt sem segja þarf um Hollendingana en á endanum snýst þetta allt um það hvað íslenska landsliðið er að fara að gera, ekki andstæðingarnir. Ég var bara að undirstrika það. Eitt af því sem íslenska landsliðið er gott í, er að strákarnir vita fyrir hvað þeir standa og reyna að vera góðir á þeim sviðum. Þegar lið veit það, er allt svo auðvelt, öll samskipti og annað ef allir vita fyrir hvað þeir standa og hvað þeir eiga að gera.“ Okkur vonbrigði að komast ekki á HM ,,Þegar maður fór að sjá úrslita- keppni Evrópumótsins handan hornsins fór maður kannski fyrst að átta sig á hvað íslenska landsliðið var stutt frá því að komast á HM í Brasilíu á síðasta ári.“ „Við fórum í umspilsleik við Króatíu og sumir eru að fatta þetta núna af því að þeir höfðu ekki trú á að við ættum möguleika á að komast á HM. Þegar þú hefur ekki trú á einhverju ertu ekki að hugsa um það sem raunhæfan möguleika. Auðvitað var það mikið svekkelsi fyrir okkur, aðallega af því að við áttum bara slakan leik í seinni leiknum á móti Króatíu úti. Við vorum að spila vel á þessum tíma en svo kom bara leikur þar sem við spiluðum illa. Á móti áttu Króat- arnir mjög góðan leik. Þetta er svipað og fyrri hálf- leikurinn á móti Frakklandi á EM. Þar áttum við dapran dag í fyrri hálfleik, margir langt frá sínu besta á meðan Frakkarnir voru bæði klókir og góðir og kláruðu leikinn í fyrri hálfleik. Fyrir okkur voru það vonbrigði að komast ekki á HM, við þurftum ekki að spila á EM til að fatta það hvað svekktir við vorum og nálægt að komast alla leið til Brasilíu. Ég skil hvað þú átt við en strákarnir og þetta lið er búið að vera stöðugt í sínum leik síðustu þrjú til fjögur ár. Við erum inni í öllu leikjum nema í vináttuleikjum fyrir EM á móti Póllandi og Slóvakíu þar sem við töpuðum 3:1 og 4:2. Það eru stærstu töpin okkar fram að Frakkaleikn- um.“ Strákarnir voru tilbúnir Þegar þið leggið af stað í undan- keppni Evrópumótsins, hafðirðu allan tímann trú á að þið kæmust áfram í lokakeppnina? „Já,“ var stutta svarið hjá Heimi. „Eina spurningin hjá mér var hvernig strákarnir tækjust á við fyrsta leikinn á móti Tyrkjum eftir vonbrigðin í umspilinu á móti Króötum. Fullkomið svar við þessari spurningu þinni er, að við unnum Tyrkina 3:0 sem sýndi að þeir voru tilbúnir að taka næsta skref. Það var svo leikurinn á móti Tékkum hér heima sem við unnum 2:1 sem skipti miklu. Hefðu Tékkarnir unnið hefðu þeir verið öruggir með sætið sitt. Hollend- ingar hefðu getað farið upp fyrir okkur með sigri gegn okkur í Hollandi þannig að sigur gegn Tékkum var líka mjög mikilvægur. Þarna var ég ekki farinn að efast en hefðum við ekki unnið Tékkana hefði verið mjög mikil spenna í lokin. Með því að vinna þá var Hú-ið, þar sem leikmenn og stuðningsmenn sameinuðust í víkingaklappinu vakti heimsathygli. Dyggir stuðningsmenn Íslands í leiknum gegn Portúgal.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.