Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2016, Blaðsíða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2016, Blaðsíða 5
5Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. september 2016 Viðar Einarsson skrifar: Ný Herjólfsferja Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Byggðastofnun óska nú eftir innsendum tillögum að aðgerðum í byggðamálum. Óskað er eftir tillögum að áhersluverk- efnum í sóknaráætlun Suðurlands og almennum aðgerðum í byggða- áætlun. Sett hafa verið upp tillöguform á vef SASS (www.sass.is) og á vef Byggðastofnunar (www.byggda- stofnun.is). Almenningur á Suðurlandi er hvattur til að taka þátt og kynna sér stefnumörkun Suðurlands sem er að finna á vef SASS. Hvað er sóknaráætlun Suður- lands? Sóknaráætlun Suðurlands er sértæk byggðaáætlun fyrir Suðurland og jafnframt samheiti yfir samning landshlutasamtakanna við hið opinbera um fjármögnun sóknar- áætlunar og Uppbyggingarsjóðs Suðurlands. Sóknaráætlun Suður- lands byggir á lögum um byggða- áætlun og sóknaráætlanir landshluta nr. 69/2015. Hvaða málefni eru tekin fyrir í sóknaráætlun Suðurlands? Málefnasviðin eru eftirfarandi en landshlutasamtökum er í sjálfsvald sett hvort þau séu fleiri en þau geta ekki verið færri en eftirfarandi: Atvinnuþróun og nýsköpun. Menntamál, mannauður og lýðfræðileg þróun svæða. Menningarmál. Hver er aðkoma sveitarfélaga að sóknaráætlun Suðurlands? Sveitarfélögin á Suðurlandi hafa öll tilnefnt fulltrúa í samráðsvettvang sóknaráætlunar sem saman stendur af 40 fulltrúum alls frá samtals 15 sveitarfélögum á Suðurlandi. Samráðsvettvangurinn er stefnu- markandi fyrir gerð sóknaráætlunar og hefur m.a. komið að mótun framtíðarsýnar, megin áherslna og markmiða sóknaráætlunar. Einnig hefur samráðsvettvangurinn komið að tillögugerð áhersluverkefna. Samráðsvettvangurinn kemur saman að lágmarki einu sinni á ári. Hver er aðkoma almennings að sóknaráætlun Suðurlands? Allir geta sent inn tillögu að áhersluverkefni á vegum sóknar- áætlunar. Tillagan er send í gegnum vef SASS (www.sass.is). Tillagan kemur þá fyrir augu verkefnastjórn- ar sóknaráætlunar sem tekur afstöðu til hennar. Innsendar hugmyndir eða tillögur geta verið nýttar að hluta eða í heild. Hvað eru áhersluverkefni? Áhersluverkefni eru verkefni á vegum sóknaráætlunar, sem ákveðið er að hrinda í framkvæmd til að uppfylla markmið lands- hlutans á því málefnasviði. Hver velur áhersluverkefni sóknaráætlunar Suðurlands? Stjórn SASS skipar verkefnastjórn sóknaráætlunar sem fer fyrir verkefninu. Verkefnastjórnin velur verkefnin sem þurfa að falla að stefnumörkun landshlutans en stjórn SASS og stýrhópur stjórnar- ráðsins um byggðamál þurfa einnig að staðfesta þau. Hvað eru miklir fjármunir til verkefna í sóknaráætlun Suður- lands? Heildarupphæðin ræðst af fjár- lögum hvers árs. Á árinu 2016 eru um 103 m.kr. sem koma frá hinu opinbera. Framlög sveitarfélaga á Suðurlandi eru um 9 m.kr. Af þessum fjármunum fara 9 m.kr. til reksturs en annað er til úthlutunar í gegnum Uppbyggingarsjóð Suðurlands og til áhersluverkefna sóknaráætlunar. Er hægt að sækja um fjármagn til verkefna í gegnum sóknar- áætlun Suðurlands? Það er ekki talað um að sækja um fjármagn til tiltekinna verkefna í gegnum sóknaráætlun. Hins vegar geta allir lagt fram tillögur að verkefnum. Það er síðan verkefna- stjórnar að meta og ákvarða hvort unnið verði að tilteknu verkefni og hverjum yrði falið að framkvæma það. Uppbyggingarsjóður Suður- lands tekur hins vegar á móti umsóknum um verkefnastyrki á sviði nýsköpunar- og menningar- mála tvisvar sinnum á ári. Hvað ná sóknaráætlanir yfir langt tímabil? Núgildandi sóknaráætlun er sóknaráætlun Suðurlands 2015 til 2019. Tímabil sóknaráætlunar endurspeglast í þeim samningi sem landshlutasamtökin gera við hið opinbera. Landshlutasamtökum er frjálst að endurskoða áætlunina óháð því tímabili og sérhvert áhersluverkefni getur náð til eins eða fleiri ára innan þessa tímabils. Þórður Freyr Sigurðsson Sviðsstjóri þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga Við í Krabbavörn viljum þakka öllum bæjarbúum fyrir stuðn- inginn við árlega sölu núna í byrjun september. Í sumar var Sjö tinda ganga og færðu þær sem sáu um gönguna okkur í krabbavörn 85.000 kr. Árgangur 1952 færðu okkur 100.000 kr. Berglind í BK-gler er einnig mjög dugleg að styrkja okkur. Viss prósenta af ýmsum vörum hjá henni renna beint til okkar. Hafið þið mikla þökk fyrir stuðn- inginn. Kær kveðja Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Það er mikið talað um nýja ferju en ekki eru allir sammála um hvernig hún á að vera. Þegar ég sá hvernig hún á að vera datt af mér andlitið, það er verið að fara 50 ár aftur í tímann. Þetta er engin framför í ferjumálum, þetta eru afturför. Fólk í Eyjum vill ekki afturför, það vill framför. Ný ferja á alltaf að vera betri en sú síðasta og skora ég á bæjarstjórn Vestmannaeyja að sópa þessari ferju útaf borðinu, smíða ekki ferjuna. Nýja ferjan þarf að vera tveggja- ölduskipaferja og er ekki að stinga sér eftir eina öldu eins og þessi Herjólfur gerir. Þegar skipið Óli var að sigla hér á milli Eyja og Landeyjahafnar, fór ég með Óla. Það var mikil ölduhæð en skipið hreyfðist varla á sjónum. Ef þetta hefði verið Herjólfur hefði hann oltið mikið. Nýja ferjan þarf að ganga 20 mílur, taka 100 fólksbíla og hafa 30 til 40 kojur. Ef það fer í Þorlákshöfn þá tekur siglingin einn og hálfan tíma, fólk vill vera fljótt á leiðinni. Ef á að smíða þessa ferju sem þeir vilja smíða, sem fer 12 til 13 mílur, tekur ferðin til Þorlákshafnar þrjá til fjóra tíma, Vestmannaeyingar vilja það ekki. Þetta er allt of langur tími. Ef færi að gjósa í Heklu eða Kötlu, ef verða hamfarir í Landeyjahöfn, þá verður ekki siglt þangað, þá verður siglt í Þorlákshöfn. Ég vona að bæjarstjórn Vestmannaeyja og þingmenn Auðurlands sjái þetta. Byggðaáætlun fyrir Suðurland Óskað eftir tillögum Krabbavörn þakkar fyrir sig Sæfinna Sigurgeirsdóttir afhendir Ester Ólafsdóttur, formanni Krabbavarnar 100.000 krónur frá árgangi 1952.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.