Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2016, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2016, Blaðsíða 9
9Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. september 2016 voru mætt,“ greinir blaðamaður Eyjafrétta frá í samantekt. „Einhverjir höfðu áhyggjur af því að sú stemning sem náðist oft í gamla húsinu næðist ekki í því nýja en þær voru ástæðulausar. Sjaldan hefur annar eins hávaði heyrst á handboltaleik í Vestmannaeyjum.“ Leikurinn endaði með sigri ÍBV en það sem situr eftir þennan leik var ótrúleg stemning sem myndað- ist. „Stemningin var alveg meiri- háttar,“ sagði Vigdís Sigurðardóttir markmaður í samtali við blaðamann eftir leik. „[É]g var sú eina sem vildi spila í gamla salnum. Ég hef heldur betur skipt um skoðun núna, þetta sýnir okkur að við eigum besta heimavöllinn á landinu.“ Barist á velli og pöllum Þriðja árið í röð komust Eyjakonur í úrslit bikarkeppninnar eftir sigur á Stjörnunni í undanúrslitum. Leikurinn gegn Stjörnunni fór fram á heimavelli fyrir fullu húsi áhorfenda þar sem niðurstaðan var sannfærandi átta marka sigur ÍBV. „Mikil stemning var á pöllunum, sem reyndar keyrði fram úr hófi á köflum þegar stuðningsmönnum liðanna lenti saman en allt endaði það á friðsamlegum nótum,“ segir í grein Eyjafrétta um leikinn. „Leikurinn sjálfur varð hins vegar aldrei spennandi, voru yfirburðir ÍBV-liðsins það miklir í leiknum og í raun fáránlegt að hugsa til þess að þetta sama lið hafi verið heppið að ná jafntefli gegn Stjörnunni í tveimur síðustu leikjum.“ Því miður þurfi ÍBV að sætta sig við tap í bikarnum þetta árið eftir hörku leik gegn Haukum þar sem úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins. Þó það hafi verið sárt að horfa á eftir bikarmeistaratitlinum, létu stelpurnar það ekki á sig fá í deildinni og tryggðu sér þann titil í fyrsta sinn með sigri á Gróttu/KR og FH sömu helgina í Eyjum. Bikarinn fengu þær síðan afhentan í síðasta leik tímabilsins gegn Haukum þar sem tvö efstu lið deildarinnar spiluðu upp á heiður- inn einan. Leikurinn endaði með öruggum sigri ÍBV 27:21 og sagði fyrirliðinn, Ingibjörg Jónsdóttir, það hafa verið mikilvægt. „Við vorum staðráðnar í því að vinna til þess að sýna okkar stuðningsmönnum að tapið í bikarnum hafi verið slys.“ Þessi sömu lið háðu einnig úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn og þegar upp var staðið hafði ÍBV betur í þremur leikjum. Besti árangur liðsins frá upphafi. „Stemningin í nýja Íþróttahúsinu var hreint mögnuð, sérstaklega síðustu fimmtán mínúturnar en þá áttu leikmenn liðanna í mesta basli með að koma skilaboðum sín á milli,“ svona lýsir blaðamaður Eyjafrétta andrúmsloft- inu í húsinu þennan merkisdag í íþróttasögu Vestmannaeyja. Héldu áfram að toppa sjálfa sig Árið 2004 náði ÍBV liðið nýjum hæðum, ekki einungis fyrir þær sakir að hafa unnið alla þá titla sem í boði voru á Íslandi heldur einnig fyrir afrek sín í Evrópukeppni félagsliða. Fjórða árið í röð komust Eyjakon- ur í úrslit bikarsins eftir að hafa rótburstað FH á heimavelli 34:24. Guðbjörg Guðmannsdóttir tók sig til og skoraði fjögur síðustu mörk leiksins og gerði endanlega út um vonir gestanna sem höfðu verið að sækja í sig veðrið. Eins og fyrr segir endaði ÍBV með því að fara alla leið og sigra keppnina eftir sigur á Haukum í Laugardalshöll. Næsti stórleikur í Íþróttamið- stöðinni var gegn franska liðinu Le Havre í Áskorendakeppni Evrópu. Leikurinn fór 27:27 og nægði það til að fleyta stelpunum í 8-liða úrslit þar sem fyrri leikurinn endaði með átta marka mun. Le Havre var um þessar mundir í þriðja sæti frönsku deildarinnar og því um að ræða virkilega sterkt lið. „Árangur ÍBV er án efa sá glæsilegasti sem náðst hefur í kvennahandboltanum á Íslandi,“ segir í tölublaði Eyjafrétta eftir leikinn. ÍBV liðið var ekki lengi að slá eigið afrek þegar þær lögðu króatíska liðið Brodosplit Vranjic samanlagt 60:58. Leikið var á laugardegi og sunnudegi og fóru báðir leikirnir fram í Eyjum. Fyrri daginn sigraði ÍBV með 11 mörkum og var þá talað um að sá sigur hafi síst verið of stór. Þær króatísku vildu skella skuldinni að einhverju leyti á ferðaþreytu en í sannleika sagt voru þær bara yfirspilaðar. Seinni leikurinn var með allt öðru móti og allt annað uppi á teningn- um. ÍBV liðið komst í hann krappan og voru mest tíu mörkum undir. Nær komust gestirnir ekki og endaði leikurinn með níu marka tapi en þrátt fyrir það voru Eyjakon- ur komnar í undanúrslit. Stefán Arnarsson, landsliðsþjálfari kvenna, var á leiknum og var að vonum ánægður með árangur liðsins. „Þessi árangur ÍBV er auðvitað frábær auglýsing fyrir kvennahandboltann, ekki aðeins hérna innanlands heldur líka erlendis,“ sagði landsliðsþjálfarinn í samtali við Eyjafréttir. Deildar- og Íslandsmeistarar Bikarnum fyrir deildarmeistaratitil- inn var hampað í Eyjum eftir 11 marka sigur á Haukum í lokaleik. Gríðarlegt álag hafði verið á stelpunum undanfarnar vikur í ljósi þess að liðið var að berjast á mörgum vígvöllum. Evrópuævin- týrinu lauk síðan með tapi gegn þýska liðinu Nürnberg. ÍBV sá aldrei til sólar í einvíginu og endaði síðari leikurinn, sem fram fór í Eyjum, með 11 marka tapi. Engu að síður glæsilegur árangur hjá stelpunum og í raun eitt stærsta íþróttaafrek Íslandssögunnar. Þann 10. maí kórónaði ÍBV liðið gott tímabil með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fjórða leik sínum gegn Val á útivelli. Fyrri leikir höfðu verið jafnir en að þessu sinni sýndu Eyjakonur mátt sinn og megin og sigldu öruggum sigri í höfn, lokatölur 30:26. Þetta ár mun líklega vera eitt það eftirminnileg- asta í sögu Íþróttamiðstöðvarinnar en ófáir stórleikirnir voru spilaðir eins og bikarasafn liðsins ber vitni um. Stelpurnar komust aftur í úrslit bikarkeppninnar árið 2006 eftir sigur heima gegn Val, fimmta skiptið á sex árum. Haukar reyndust þó sterkari aðilinn og sigruðu að lokum. Í lok tímabils stóðu Eyjakonur samt sem áður uppi sem Deildarmeistarar og Íslandsmeist- arar og þar með lauk gullaldarskeiði liðsins. Karlarnir hafa líka átt sín augnablik „Það var sannkölluð hátíðarstemn- ing í Íþróttamiðstöðinni í gærkvöldi eftir frækilegan sigur Íþróttabanda- lags Vestmannaeyja á Íslandsmeist- urum FH í undanúrslitum bikar- keppninnar í gærkvöldi. Leikurinn var æsispennandi og skemmtu áhorfendur, sem fjölmenntu, sér prýðilega og studdu sína menn frábærlega.“ Á þessum orðum hefst áttunda tölublað Eyjafrétta árið 1991. Jafnframt kemur fram að Sigurður Friðriksson hafi spilað eins og engill en hann skoraði sjö mörk í leiknum. Í úrslitum mættu Eyjamenn Víkingi og unnu frækinn sigur á þeim í Laugardalshöllinni, 26:22. Með þessum sigri var ÍBV komið á kortið sem handboltalið. Ein stærsta stund í handboltasögu karlaliðs ÍBV síðari ára var 13. maí 2014. ÍBV fékk þá Hauka í heimsókn í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og var það fjórði leikurinn í röðinni. Haukar hefðu getað með sigri tryggt sér titilinn en Eyjamenn sigruðu 27:20 og tókst þar með að knýja fram oddaleik á Ásvöllum. Sá leikur endaði einnig með sigri ÍBV og þar með var fyrsti og eini Íslandsmeist- aratitillinn í hús í karlaflokki. Árið eftir Íslandsmeistaratitilinn, næstum aldarfjórðungi frá sigrinum á Víkingi í úrslitum bikarsins, voru Eyjamenn aftur farnir að gera sig líklega í bikarkeppninni. Strákarnir sigruðu Aftureldingu á heimavelli í átta liða úrslitum þar sem mikið jafnræði var með liðunum. Agnar Smári Jónsson skoraði níu mörk og var frábær og svo átti fyrirliðinn Magnús Stefánsson einnig góðan leik en hann skoraði sex mörk úr sex skotum eftir að hafa þurft á aðhlynningu að halda snemma leiks. Um úrslitahelgina, sem fram fór í Laugardalshöll,vann ÍBV Hauka í undanúrslitum í afar eftirminnilegum leik og síðan FH í sjálfum úrslitaleiknum. Íslandsmeistarar ÍBV fagna titlinum 2014. Stelpurnar höfðu ástæðu til að fagna 2004. Handboltastelpurnar unnu alla titla sem í boði voru. Á myndinni neðst til vinstri fagnar Íris Sæmundsdóttir deildarmeistaratitli í fótbolta.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.