Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2016, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2016, Blaðsíða 19
19Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. september 2016 Íþróttir u m S j Ó n : Guðmundur TÓmaS SiGFúSSon gudmundur@eyjafrettir.is Handbolti | :: Olís-deild kvenna :: Valur 26:22 ÍBV :: Valskonur unnu sanngjarnan sigur Golf | Efnilegur golfari :: Daníel Ingi Sigurjónsson lenti í bráðabana Í sumar hafa þrír ungir Eyja- menn frá Golfklúbbi Vest- mannaeyja leikið á Íslandsmóti golfklúbba í aldursflokki 17 til 18 ára en það eru þeir Daníel Ingi Sigurjónsson, Lárus Garðar Long, Nökkvi Snær Óðinsson og Kristófer Tjörvi Einarsson. Mótið er haldið af Golfsambandi Íslands og Íslandsbanka og mætast þar allir efnilegustu kylfingar landsins. Í síðasta móti sumarsins, sem haldið var í Hafnarfirði, tókst Daníel að ná fyrsta til öðru sæti en þurfti síðan að láta í minni pokann fyrir Jóhannesi Guðmundssyni, kylfingi Golfklúbbs Reykjavíkur, í bráðabana. „Þetta var bara venjulegur bráða- bani,“ segir Daníel aðspurður út í rimmuna. „Þetta var par þrjú hola, 190 metrar á lengd þar sem tveir stallar eru á flötinni. Báðir slógum við á erfiðari stallinn sem skildi eftir erfitt pútt. Þegar komið var að síðara púttinu sem var um fjórir metrar, setti hann sitt ofan í og ég ekki,“ segir Daníel, en andstæð- ingur hans er engin aukvisi og hefur verið að spila gott golf í sumar en þeir félagar eru með svipaða forgjöf. Næsta sumar mun Daníel leika í Eimskipsmótaröðinni, þá í fullorðinsflokki en þangað til æfir hann stíft í vetur. Draumurinn er síðan að fara til Bandaríkjanna innan tveggja ára og spila háskóla- golf sem á vonandi eftir að fleyta honum lengra í íþróttinni. Kvennalið ÍBV í handbolta var aftur mætt til leiks á laugardaginn síðastliðinn þegar þær spiluðu gegn Val á útivelli. Í fyrsta leik tímabils- ins unnu stelpurnar sannfærandi níu marka sigur á Íslandsmeisturum Gróttu í Vestmannaeyjum en róðurinn reyndist þyngri gegn Valskonum. Jafnræði var með liðunum fyrsta korterið en í stöðunni 5:5 sigldu þær rauðklæddu fram úr hægt og bítandi. Lokatölur á Hlíðarenda urðu 26:22, sanngjarn sigur Vals. Sandra Erlingsdóttir var potturinn og pannan í sóknarleik ÍBV með helming marka liðsins, ellefu talsins. Daníel Ingi Sigurjónsson ásamt keppinautum sínum í Íslandsmótinu. Sandra Dís Erlingsdóttir hefur staðið sig vel og hér er hún í mikilli baráttu í leiknum gegn Gróttu. Gleymdust um borð í Lóðsinum Framundan Laugardagurinn 24. september Kl. 16:00 FH-ÍBV Pepsi-deild kvenna Kl. 13:30 ÍBV-Fylkir Olís-deild kvenna Kl. 16:00 FH-ÍBV Olís-deild karla Sunnudaginn 25. september Kl. 14:00 ÍBV-Valur Pepsi-deild karla Fimmtudagurinn 29. septem- ber Kl. 18:30 ÍBV-Stjarnan Olís-deild karla Föstudaginn 30. september Kl. 16:00 ÍBV-Þór/KA Pepsi-deild kvenna Laugardagurinn 1. október Kl. 13:30 ÍBV-Selfoss Olís-deild kvenna Kl. 14:00 FH-ÍBV Pepsi-deild karla Fimmtudaginn 6. október Kl. 18:00 Grótta-ÍBV Olís-deild karla Fimmtudaginn 13. október Kl. 18:30 ÍBV-Valur Olís-deild karla Laugardagurinn 15. október Kl. 15:00 Stjarnan-ÍBV Olís-deild kvenna Skemmtilegt atvik kom upp þegar karlalið ÍBV í knattspyrnu sigldi með Lóðsinum í Landeyjahöfn á mánudag. Eins og fram hefur komið áttu strákarnir leik gegn Breiðabliki seinna um daginn en komust ekki með Herjólfi þar sem ferðum var aflýst. Þegar lagst var að bryggju tóku menn eftir því að einhverjir leikmenn höfðu ekki haft fyrir því að bera töskurnar sínar sjálfir frá borði. Við nánari athugun kom í ljós að eigendur taskanna voru sjálfir hvergi sjáanlegir á bryggjunni og Lóðsinn þá lagður af stað til baka og kominn fyrir hafnarminni. Þegar haft var samband við skipsverja fundust fjórmenningarnir fyrir rest niðri í vistaverum skipsins þar sem þeir lágu í koju og var þeim skutlað í land hið snarasta. Ekki fylgdi sögunni hverjir áttu í hlut.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.