Fréttir - Eyjafréttir - 25.10.2017, Page 14
14 - Eyjafréttir Miðvikudagur 25. október 2017
Hann heitir sjaak Bleijlevens,
Hollendingur, búsettur á spáni
og hefur starfað í noregi.
Hefur einnig stungið niður fæti
á Íslandi. Hann kallar sig
líkams- og hugræktar þjálfara
þar sem hann leggur áherslu á
að vinna með orku líkamans og
fá fólk til að hjálpa sér sjálft
með hollu mataræði og
allsherjar líkamsrækt þar sem
hugur og hönd vinna saman.
sjaak hefur unnið mikið í
noregi, m.a. með þeirra
fremsta íþróttafólki. vest-
mannaeyjar hafa heillað hann
og ætlar hann í samstarf með
jackie Cardoso sem rekið
hefur Heilsueyjuna við Faxa-
stíg. Hún er að flytja starfsemi
sína í Hótel vestmannaeyjar.
Mun hann vera hjá henni næst í
byrjun nóvember.
„Ég vinn með fólki sem á við alls
konar vandamál að stríða sem
tengjast oftar en ekki stressi og
álagi. Ég hef farið víða um lönd og
hjálpað fólki,“ segir Sjaak við
blaðamann sem hefur notið góðs af
leiðsögn hans og meðferð. Það
sama segja þeir sem rætt hefur
verið við. Segja árangurinn
ótrúlegan og verkir til langs tíma
séu horfnir. Eru sammála um að
Sjaak hafi hjálpað og komið þeim á
rétta braut á leið til betra lífs.
Án þess að lýsa nákvæmlega þeim
árangri sem hann hefur náð með
þann sem þetta ritar má þó segja að
blaðamaður getur í dag gert
ýmislegt sem hann hefur ekki getað
í mörg ár eða áratugi. Ekki kannski
beint á leiðinni í ballet en er mun
liðugri en áður og beinni í baki.
Shaak hefur kennt og starfað í
Noregi með áherslu á jóga og
hugleiðslu auk austænnar leikfimi.
Hjálpað til við að beita austrænni
tækni við æfingar og keppni.
Shaak byrjaði sem félagsráðgjafi
og fannst hann oft ráðalaus þegar
fólk kom til hans illa haldið án þess
að orsakir lægju beint fyrir. Það
varð til þess að hann fór að kynna
sér austræn fræði og þar sá hann
möguleika á að hjálpa þeim sem
leituðu til hans. Nam hann þessi
fræði í nokkur ár og komst að því
að orsök vandamála í líkamanum er
oftast að finna í því hvað við gerum
rangt, þar sem hin raunverulegu
gildi víkja fyrir of miklu vinnuálagi
og stressi og rangri beitingu
líkamans í þess orðs fyllstu
merkingu. Fyrir vikið myndist
stíflur í boðleiðum líkamans sem
hann ræðst á af miklum krafti.
Krafturinn í orku líkamans
„Það sem ég geri er að ég vinn bæði
með hug og líkama, sérhæfi mig í
því og fæ fólk til að skilja á milli
hugsana og kraftsins sem býr í orku
líkamans. Hvernig við getum nýtt
hana og stjórnað,“ segir Shaak og
bætir við að mikilvægt sé að
einbeita sér að hjartanu og þeim
leiðum sem orkan berst um
líkamann. Þegar þær stíflast koma
upp vandamál.
Hann segir jákvæða hugsun og
rétta öndun skipta miklu máli.
„Þegar við erum í skólaleikfimi og
íþróttum er okkur kennt að anda
vitlaust, þenja út brjóstkassann í
staðinn fyrir að anda og fylla
magann eins og börnin gera, þenja
hann út í hverjum andardrætti. Þá
berst meira súrefni til líffæranna og
þú færð meiri tilfinningu fyrir
önduninni og því sem hún skilar.“
Þetta er þá spurning um að hafa
stjórn á líkamanum og því sem þar
gerist? „Allt þetta fer um líkama
okkar með rafboðum og ef þau
flytja neikvæð boð verða áhrifin á
líffæri okkar líka neikvæð. Þarna
þarf að vera stöðugt flæði nákvæm-
lega eins og þarf þegar við komum
upp vökvakerfi í garðinum okkar, ef
ein leiðslan stíflast fölnar jurtin sem
ekki fær vatn. Þá þarf að opna
rásirnar og það getum við gert með
réttri öndun og öflugu nuddi,“ segir
Shaak og er þá vægt til orða tekið
því ef eitthvað má segja um aðferðir
hans, þá er það að, með illu skal illt
úr reka. Það er engin elsku mamma
þegar hann byrjar meðferðina.
Hann er líka ótrúlega fundvís á
viðkvæma blett og hnúða sem hafa
myndast. „Það sem ég geri er að fá
fólk til hugsa og fá tilfinningu fyrir
eigin líkama og stjórna og skynja
orkuna sem hann býr yfir. Vestrænar
lækningar hafa misst tengslin við
það sem raunverulega skiptir máli á
meðan austræn vísindi byggja á
þúsunda ára reynslu og þekkingu.
Það sem ég get gert er að hjálpa
fólki til að finna orkuna í sjálfu sér
og hvernig hún virkar.“
Hann segir blaðamann skýrt dæmi
um mann sem vinnur mikið og
hefur ekki hugmynd um hvað er að
gerast í líkama hans. „Það sem
vantaði er að ráðast á hið raunveru-
lega vandamál. Það sem ég hef gert
er að upplýsa þig um vandann og
gefa þér réttu meðferðina og útkom-
an er, að í dag líður þér betur og ert
léttari í lund. Með því ráðast á
stíflurnar hverfur sársaukinn og lag
kemst á líkamsstarfsemina,“ segi
Sjaak að endingu og hlakkar til að
starfa með Eyjamönnum og Jackie
á Hótel Vestmannaeyjum í fram-
tíðinni.
Með austræn vísindi að vopni í leið að bættri heilsu
Með illu skal illt úr reka
ómAR GARðARSSoN
omar@eyjafrett ir. is
Það sem ég geri er að fá fólk
til að hugsa og fá tilfinningu
fyrir eigin líkama og stjórna
og skynja orkuna sem hann
býr yfir. Vestrænar lækningar
hafa misst tengslin við það
sem raunverulega skiptir máli
á meðan austræn vísindi
byggja á þúsunda ára reynslu
og þekkingu. Það sem ég get
gert er að hjálpa fólki til að
finna orkuna í sjálfu sér og
hvernig hún virkar.
”
Það eru 35 ár síðan Blade Runner,
framtíðarmynd eftir Ridley Scott
sem skartaði Harrison Ford í
aðalhlutverki kom fyrir augu
heimsins. Mynd sem sýnd var í Höll-
inni, nú Hvítasunnukirkjunni á
Vestmannabrautinni. Það var heldur
dökk mynd sem dregin var upp af
framtíð mannkyns og baráttan var
við vélmenni sem voru að yfirtaka
heiminni.
Blade Runner 1982 markaði spor
og er eitt af stórvirkjum kvikmynda-
sögunnar. Ótrúlegt hvað hægt var að
gera án tölvutækninnar sem við
þekkjum í dag og býður upp á
ótrúlega upplifun á hvíta tjaldinu þar
sem ekkert er ómögulegt.
Í sumar hóf Eyjabíó starfsemi og
býður upp á nýjar myndir um leið og
þær koma til landsins. Það er í
Kviku, áður Félagsheimilinu og
virðist ganga nokkuð vel. Þær voru
nokkrar myndirnar sem freistuðu en
það var ekki fyrr en Blade Runner
2049 dúkkaði upp að skrefið var
stigið í fylgd barnabarnsins sem var
hjá ömmunum í vetrarfríi. Eitt af
mörgum.
Ekki ætla ég að reyna að lýsa
myndinni sem stóðst þó allar
væntingar. Nú er Denis Villeneuve
við stjórnvölinn og mest mæðir á
hinum kanadíska Ryan Gosling, sem
er frábær, en Harrison Ford er líka í
veigamiklu hlutverki auk fjölda
annarra frábærra leikara.
Það þarf ýmislegt til að upplifun á
stórmynd eins og Blade Runner
verði eins og til er ætlast. Og það
verður að segjast eins og er að
Eyjabíó stendur undir nafni. Salurinn
ekki stór en sæti þægileg og mynd
og hljóð skilaði sér fullkomlega.
Það tók nokkurn tíma að koma sér
af stað en þegar áhugaverðar
kvikmyndir dúkka upp í framtíðinni
verður staðið upp frá sjónvarpinu og
skellt sér í bíó. Það er alveg þess
virði og ólíkt skemmtilegra að njóta
en svekkja sig yfir misleiðinlegu efni
sem sjónvarpsstöðvarnar bjóða upp
á. Sem er þó ekki alslæmt.
ómAR GARðARSSoN
omar@eyjafrett ir. is
mannlíf
Blade runner og eyjabíó
stóðust væntingar