Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 25.10.2017, Page 18

Fréttir - Eyjafréttir - 25.10.2017, Page 18
18 - Eyjafréttir Miðvikudagur 25. október 2017 bleikur október Síðastliðinn föstudag var Vest- mannaeyjabær klæddur í bleikan búning í tilefni af bleikum október og voru flestar verslanir bæjarins með lengri opnunartíma og ágóði af deginum rann til krabbameins- félagsins Eyjarósar. Veðrið var gott og margir sem gerðu sér glaðan dag og kíktu í bæinn. Sem dæmi þá bakaði Erla í Eymundsson vöfflur fyrir frjáls framlög til styrktar félaginu. The Brothers brewery kynntu til leiks bjórinn Sædísi en 500 krónur af hverju seldu glasi af Sædísi rann til Eyjarósar. Frábært framtak sem er vonandi komið til að vera. Myndir: Óskar Pétur Friðriksson Bleikur bær á föstudaginn Það var fjölsótt útgáfuhóf Gísla Pálssonar, frá Bólstað í Eymunds- son í Austurstræti fyrir skömmu. Þar kynnti hann bók sína, Fjallið sem yppti öxlum – maður og náttúra. Eins og nafnið bendir til er efni bókarinnar um Heimaeyjar- gosið 1973 þar sem saman fer upplifun höfundar og fróðleikur og vísindi um upphaf gossins og aðdragandann sem er í reynd mun lengri en haldið var í upphafi. „Það er mjög góð tilfinning að koma þessari bók út, mikil vinna að baki, margar langar og góðar samræður við Eyjamenn. Mjög ánægjulegt að fagna útgáfunni bæði í Reykjavík og síðan í Eldheimum í Eyjum 3. nóvember kl. 17.00 þar sem allir eru velkomnir,“ segir Gísli sem var ánægður með hófið í Reykjavík. „Það var fjölsótt, full búð, margir Eyjamenn og góð stemning. Þetta var eins og stórt ættarmót. Landey- ingurinn og frændi minn Jónas Sigurðsson spilaði og söng, meðal annars lag sitt, Hafið er svart. Við lögðum báðir út af því, minntumst á hafið sem bæði skilur að og sameinar eylandið og fastalandið.“ gísli í ræðupúlti og þarna má m.a. sjá Sigurbjörgu Péturs- dóttur, Einar gylfa Jónsson, Auðbjörgu Pálsdóttur, gunnlaug ástgeirsson, lilju Pálsdóttur og Kristján h. Kristjánsson. Mynd: Valdimar Leifsson. Fullt út úr dyrum í útgáfuhófi Gísla frá Bólstað ómAR GARðARSSoN omar@eyjafrett ir. is mEnning

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.