Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 25.10.2017, Page 19

Fréttir - Eyjafréttir - 25.10.2017, Page 19
Eyjafréttir - 19Miðvikudagur 25. október 2017 Íþróttir u M S j Ó n : Einar KriStinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is ÍR og ÍBV mættust í Austurbergi í 7. umferð Olís-deildar karla á sunnudaginn. Heimamenn voru yfir bróðurpart leiksins en á 58. mínútu sneru Eyjamenn taflinu við og unnu að lokum tveggja marka sigur, lokastaða 25:27. Heimamenn í ÍR fóru inn í leikinn af miklum krafti og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, 8:3, en ÍBV skoraði aðeins þrjú mörk á fyrstu 15 mínútum leiksins. Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, tók þá leikhlé og við það réttist spilamennska liðsins aðeins af. Í hálfleik var staðan 13:11, heima- mönnum í vil. ÍR-ingar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og leiddu leikinn. Eyjamenn voru þó aldrei langt undan og söxuðu jafnt og þétt á forskot heimamanna. Þrátt fyrir mörg tækifæri til að jafna leikinn þá var það ekki fyrr en á 58. mínútu leiksins sem það gerðist en þá skoraði Grétar Þór Eyþórsson í tvígang fyrir gestina, fyrst til að jafna metin og síðan til að koma ÍBV yfir í fyrsta sinn í leiknum síðan í stöðunni 0:1 á fyrstu mínútunni. Eftir umferðina eru Eyjamenn í fimmta sæti, þó með jafn mörg stig og Selfoss og Haukar í sætunum fyrir ofan. Markahæstur í liði ÍBV var Agnar Smári Jónsson með sex mörk. Aron Rafn Eðvarðsson var með sex skot varin í marki ÍBV og Stephen Nielsen fjögur. Handbolti | Olís-deild karla :: ÍR 25:27 ÍBV Mátti ekki tæpara standa í sigri Eyjamanna ÍBV þurfti að sætta sig við tap þegar liðið mætti Fram á útivelli í 5. umferð Olís-deildar kvenna sl. fimmtudag, lokastaða 33:30. Það voru heimakonur í Fram sem skoruðu fyrsta mark leiksins en Sandra Erlingsdóttir skoraði næstu tvö mörk og kom ÍBV í forystuna. Mikið jafnræði var með liðunum í leiknum og skiptust þau á að leiða en þó aldrei með meira en einu marki lengst af í fyrri hálfleik. Fram hafði þó yfirhöndina þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik, staðan 16:13. Forystuna létu liðsmenn Fram aldrei af hendi og fór hún mest í fimm mörk í síðari hálfleiknum. Svo fór að leikurinn endaði með þriggja marka mun eins og fyrr segir. Hörkuleikur milli tvegga liða sem eflaust munu vera í baráttunni um efsta sætið í vor. Markahæst í liði ÍBV var Greta Kavaliauskaite með átta mörk en þar á eftir kom Sandra Erlingsdóttir með sjö. Erla Rós Sigmarsdóttir var með tíu skot varin í markinu og Guðný Jenný Ásmundsdóttir sex. Handbolti | Olís-deild kvenna :: Fram 33:30 ÍBV Tap gegn Fram í hörkuleik Felix Örn Friðriksson, leikmaður ÍBV og U21 landsliðsins, er á leið á reynslu hjá enska 1. deildar félaginu Wolverhampton Wanderers. Spennandi verður að sjá hvort bakvörðurinn ungi nái að heilla forráðamenn Úlfanna en liðið situr um þessar mundir í toppsæti ensku Championship-deildarinnar sem er næst efsta deildin þar í landi. Úlfarnir eiga sér langa sögu í heimi knattspyrnunnar en félagið á að baki þrjá Englandsmeistaratitla sem allir unnust á sjötta áratug síðustu aldar en síðan þá hefur leið þeirra legið niður á við. Knattspyrna | Felix Örn til Wolves á reynslu Axel Stefánsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið fjóra leikmenn frá ÍBV í æfingahóp helgina 26. - 29. október nk. Eingöngu var valið úr þeim leikmönnun sem spila í Olís-deild kvenna þar sem þetta er ekki opinber landsliðshelgi. Leikmennirnir sem um ræðir eru Díana Kristín Sigmarsdóttir, Ester Óskarsdóttir, Guðný Jenný Ásmundsdóttir og Sandra Erlings- dóttir. Einnig var Eyjastelpan Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Vals, valin í þennan æfingahóp. Handbolti | Fjórar frá ÍBV í æf- ingahóp A-landsliðs Um liðna helgi sendi Golfklúbbur Vestmanneyja tvo afreksunglinga til keppni á sterku alþjóðlegu ung- lingamóti í Hollandi. Daníel Ingi Sigurjónsson og Lárus Garðar Long mættu þar ungmennum víðsvegar að úr heiminum og stóðu þeir sig með prýði. „Aðstæður voru á kafla nokkuð erfiðar en nokkur vindur var og smá bleyta á Drentsche Golf & Country Club vellinum. Peyjarnir léku gott golf og öðluðust mikla reynslu á að taka þátt í mótinu. Daníel lék hringina þrjá á 79-81-84 og Lárus Garðar lék hringina á 80-77-74. Nú taka við vetraræfingar hjá afreks- hópi GV og vonandi fáum við fleiri fréttir af keppendum GV erlendis,“ sagði Einar Gunnarsson, golfkenn- ari GV í samtali við Eyjafréttir. Golf | Kylfingar GV stóðu sig vel á alþjóðlegu unglingamóti FH 6 6 0 0 201:149 12 Valur 7 5 1 1 174:169 11 Haukar 7 5 0 2 197:174 10 Selfoss 7 5 0 2 203:194 10 ÍBV 7 4 2 1 192:183 10 Stjarnan 7 3 3 1 191:188 9 Fram 7 3 1 3 203:212 7 ÍR 7 3 0 4 194:170 6 Afturelding 7 1 1 5 184:201 3 Fjölnir 6 0 2 4 43:173 2 Víkingur 7 0 2 5 169:211 2 Grótta 7 0 0 7 166:193 0 Olísdeild karla Valur 5 4 1 0 134:108 9 Fram 5 3 2 0 150:126 8 ÍBV 5 3 1 1 143:114 7 Haukar 5 3 0 2 110:108 6 Stjarnan 5 2 1 2 145:133 5 Selfoss 5 1 1 3 117:135 3 Grótta 6 0 2 4 130:160 2 Fjölnir 6 0 2 4 109:154 2 Olísdeild kvenna

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.