Skessuhorn - 24.04.1998, Blaðsíða 4
.-..XM.H...
Gjaldkeri
Bændaskólinn á Hvanneyri óskar að ráða gjaldkera til
starfa nú þegar.
Starfshlutfall er 80%. Helstu verksvið eru almenn gjald-
kerastörf, fjármunavarsla sjóðs og bankareikninga og
samskipti við ríkisbókhald vegna bókhalds skólans.
Menntun á sviði bókhalds- og rekstrarfræða æskileg. Um
tímabundið starf er að ræða.
Nánari upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu
Bændaskólans.
Skólastjóri.
Tjaldsvæðið Akranesi
Tilboð óskast í rekstur tjaldsvæðisins á Akranesi sem
starfrækt verður við Grundaskóla frá 1. júní til 1. septem-
ber í sumar.
Tilboð er greini rekstrarform sendist til markaðs-og at-
vinnufulltrúa Akraness, Skólabraut 31 fyrir 15. maí nk.
Upplýsingar í síma 431 3327.
Markaðs-og atvinnufulltrúi Akraness
Aðalfundarboð
Aðalfundur Kaupfélags Borgfirðinga verður
haldinn í Hótel Borgarnesi þriðjudaginn 28. apr-
íl 1998 og hefst hann kl. 10:00 f.h.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein
samþykkta félagsins.
Önnur mál, löglega upp borin.
Borgarnesi 20. apríl 1998
Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga.
á Kjalarnes og í Kjós:
Nú styttist í að Hvalfjarðargöng opni. Með því
verðum við komin með „nýja“ nágranna sunnan
fjarðar sem vilja og þurfa að vita af okkur. Til að
styrkja stöðu Skessuhorns-Pésans og annarra
verslunar- og þjónustuaðila á Vesturlandi hefur
verið ákveðið að dreifa blaðinu frá og með
næsta tölublaði til íbúa á Kjalarnesi og í Kjós.
Stöndum saman um að nýta okkur jákvæð áhrif
Hvalfjarðarganganna.
FÖSTUDAGUR 247. APRÍL 1998
Fjallab um atvinnulíf
og samfélag á Bifröst
FYRIRTÆKI og opinberir aðilar
eiga sameiginlegra hagsmuna að
gæta í vexti og viðgangi einstakra
landssvæða. Öflug opinber þjónusta
er t.d. ein af forsendum fyrir búsetu
fólks á svæðinu og búseta ræður
stærð heimamarkaðar fyrirtækja svo
dæmi séu tekin. Þetta voru meðal at-
riða sem lagt var upp með í svokall-
aðri samþættingarviku í Samvinnu-
háskólanum á Bifröst í s.l. viku.
Skólinn notar á hverri námsönn eina
viku til þess að setja námsefnið fram
á nýjan hátt, þ.e. að þætta saman með
sérstökum hagnýtum verkefnum
ólíka þætti raunveruleikans sem
tengjast námsefninu á einhvem hátt.
Verkefni vormisseris skólans að
þessu sinni bar yfirskriftina; Sam-
þætting atvinnulífs og samfélags til
framfara í Borgarfirði.
f þessu samþættingarverkefni var
unnið með ýmis atriði sem tvinna
saman hagsmuni fyrirtækja, stofn-
ana, ríkis og sveitarfélags í Borgar-
byggð. Leitast var við að greina
hvemig þessir hagsmunir tengjast og
hvemig þessir ólíku aðilar geta lagt
hverjir öðmm lið til að framþróun
svæðisins verði sem hröðust.
Hver þeirra ellefu verkefnahópa
sem tóku þátt í verkefninu unnu með
einn þátt sem snerist þá um félags-
mál, menningu eða atvinnumál. Hóp-
amir greindu þessa þætti, vörpuðu
ljósi á möguleika og vandamál, leit-
uðu að nýjum lausnum og settu fram
tillögur að framkvæmdum. Hóparnir
Verkefni kynnt á sal á Bifröst.
unnu að eftirtöldum verkefnum:
Afþreyingarmöguleikar fyrir
ferðamenn.
Afrifaþættir á búsetuval fólks.
Húsnæðismál Borgarbyggðar.
Hverskonar atvinnurekstur er
æskilegur í Borgarbyggð?
Sumarhúsabyggð í Borgarfirði.
Varmaland - land til framtíðar.
Tæknisafn í Borgarbyggð.
íþrótta og útivistarbyggðarlag.
Sameinaðir stöndum vér, sundrað-
ir föllum vér.
Fjölskylduvænni Borgarbyggð.
Mikilvægi ferðamálafulltrúa fyrir
Borgarfjörð.
Inn í verkefnin var fléttað sjónar-
miðum ýmissa leiðtoga í atvinnulífi
og stjómsýslu í Borgarfirði. Fram-
bjóðendur í komandi bæjarstjómar-
kosningum í Borgarbyggð komu og
spjölluðu við nemendur á þriðjudeg-
inum. Daginn eftir komu leiðtogar úr
atvinnulífinu í Borgamesi á fund og
sérfræðingar í atvinnu- og byggða-
málum héldu erindi og svömðu fyrir-
spumum á fimmtudeginum.
Á föstudagskvöldinu var síðan
kynning á verkefnum í hátíðarsal
Samvinnuháskólans. Þá vom einnig
tilkynnt úrslit í slagorðasamkeppni
sem fram hafði farið. Mörg skemmti-
leg slagorð fyrir Borgarfjarðarsvæð-
ið komu fram. Vinningsslagorðið
var; „Borgarfjörður - áning og ævin-
týri“. Einnig má nefna slagorð í létt-
ari kantinum, svo sem; „Borgarfjörð-
ur - ekki bara bensín“ og „Borgar-
fjörður - Hveragerði Vesturlands“.
í þessu samþættingarverkefni var
leitast við að tengja saman nemendur
Samvinnuháskólans og atvinnulífið á
svæðinu í raunhæfu vikuverkefni.
Afrakstur verkefnavinnunnar verður
aðgengilegur á næstunni á heimasíðu
skólans, sem er: www.bifrost.is
Stækkun
álvers
EINS og fram kom í Skessuhomi
fyrir skömmu er stefnt að stækkun
álversins á Grandartanga áður en
langt um líður. Norðurál hefur nú
gefið út yfirlýsingu um að stefnt sé
að því að hefja stækkun þegar í bytj-
un næsta árs ef verðútlit verður gott
og hagkvæmir samningar nást við
Landsvirkjun. Afkastageta álversins
sem nú er í byggingu er 60 þúsund
tonn en ef af stækkun verður yrði
hún 90 þúsund tonn.
Aflatölur
Vikan 13. -19. apríl 1998
Grundarfjörður:
Botnvarpa
Klakkur 1
Dragnót
Bryndís 1
Handfæri
Birta 1
Byr 1
Bjamarey 1
Lína
Pétur Konn 2
Net
Haukaberg 1
Akranes - yfirkjörstjórn.
Móttaka framboðslista
Yfirkjörstjórn Akraness veitir móttöku framboðslista vegna
komandi bæjarstjórnarkosninga í fundarsal bæjarstjórnar
Stillholti 16-18, Akranesi, laugardaginn 2. maí 1998 frá kl.
11:00-12:00.
Framboðum er sérstaklega bent á ákvæði 21., 22. og 23.
gr. laga um kosningartil sveitarstjórna nr. 5/1998.
Yfirkjörstjórn Akraness.
Loksins!
Loksins!
Loksins!
Firmakeppni í innanhússknattspyrnu, á vegum Knatt-
spyrnudeildar Skallagríms, verður haldin í íþróttamiðstöð-
inni Borgarnesi laugardaginn 02. maí n.k.
Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist til knattspyrnu-
deildar eigi síðar en miðvikudaginn 29. apríl í síma 855
0365 eða 437 1665 eftir kl. 18:00 á kvöldin.
Þátttökugjald er 9.000 kr. pr lið.
154.495 kg.
6.500 kg.
4.498 kg.
3.280 kg.
2.720 kg.
9.410 kg.
4.840 kg.