Skessuhorn - 24.04.1998, Blaðsíða 5
I
Skeifukeppni
á Hvanneyri
HLN ÁRLEGA Skeifukeppni Bænda-
skólans á Hvanneyri var haldin s.l
föstudag. Venja er fyrir því að halda
keppnina á sumardaginn fyrsta en
vegna yfirvofandi hrossasóttar var
henni flýtt.
Það var ísólfur Þórisson frá Lækjar-
móti í Vestur Húnavatnssýslu sem
sigraði og fékk að sigurlaunum Morg-
unblaðsskeifuna. ísólfur hlaut 75 stig.
Hann keppti á einingu frá Hvoli og
vann einnig til ásetuverðlauna Félags
Tamningamanna.
Iris Ármannsdóttir á Erró. Mynd g.e.
í öðru sæti varð Iris Armannsdóttir
Kjalvararstöðum í Reykholtsdal á Erro
frá Litla-Bergi. Hún hlaut 74 stig
þannig að munurinn gat ekki verið
minni. Þriðji varð Daði Kristjánsson
frá Þorlákshöfn á Gjafari frá og fjórða
varð Berglind Sigurðardóttir frá
Neðra-Skarði á Straum frá sama bæ.
Fimmti varð Geirmundur Sigurðsson
en hann reið Elínu úr Reykjavík.
Nemendur og starfsmenn kjósa
þann sem talinn er hirða best um sinn
hest. Tveir voru efstir og jafnir eftir
kosninguna þeir Valdimar Jónsson og
Björgvin Helgason. Valdimar vann
Eiðfaxabikarinn á hlutkesti.
FÖSTUDAGUR 247. APRÍL 1998
Eigendur númers-
lausra bíla eða
bílhræja á Akranesi
athugið!
Samkvæmt ákvæðum í heilbrigðis- og mengunarvarnarreglugerðum
er óheimilt að geyma óskráðar bifreiðar á götum, bílastæðum, lóð-
um eða öðrum opnum svæðum í bænum. Eigendum bifreiða sem
þannig er ástatt um eru vinsamlegast beðnir um að fjarlægja þær nú
þegar og alls ekki seinna en föstudaginn 8. maí n.k. Að þeim degi
liðnum má eiga von á að óskráðar bifreiðar verði fjarlægðar og þær
teknartil geymslu um takmarkaðan tíma en þeim síðan fargað. Bent
er á að þannig aðgerðir eru á ábyrgð eigenda og getur hlotist af tals-
verður kostnaður fyrir þá.
Einstaklingar geta komið óskráðum bifreiðum í sorpmótökustöðina
Gámu til förgunar án þess að greiða fyrir það. Þó ber að gæta þess
að engin spilliefni leynist í bifreiðunum. Því verður að fjarlægja elds-
neyti, rafgeymi, kælivökva og tappa olíu af vél, gírkassa og drifi áður
en bifreiðunum er skilað til förgunar. Spilliefnunum má einnig skila til
eyðingar í Gámu.
Byggingarfulltrúi - Heilbrigðisfulltrúi.
Verslun til sölu
Til sölu er Málningarbúðin, Kirkjubraut 39 á Akranesi.
Verslunin er í eigin húsnæði og selur málningarvörur,
ýmsar byggingavörur, raftæki og ýmsar fleiri vörur fyrir
heimili og atvinnurekstur. Verslunin er mjög vel staðsett
og býður uppá fjölbreytta möguleika til verslunarreksturs í
framtíðinni.
Möguleiki er á að kaupa rekstur ásamt vörubirgðum og
leigja húsnæði verslunarinnar. Nánari upplýsingar veitir
eigandi, Hallur Björnsson, í síma 431-2457.
BORGARBYGGÐ
-Félagsstarf aldraðra
Handverkssýning
Handverkssýning eldri borgara í Borgarbyggð verður
opin í Félagsstarfi aldraðra, Borgarbraut 65a, Borgarnesi,
fimmtudaginn 23. apríl til sunnudagsins 26. apríl frá kl.
13:00 - 17:00 alla dagana.
Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir.
Við erum 15 ára
Af því tilefni opnum við nýja verslun í gróðrarstöðinni okkar
laugardaginn 25. apríl n.k.
tómatplöntum.
o
Stofii
5
LANGISANDUR
GARÐABRAUT 2 • AKRANESI • SÍMI 431 3191
Húsið opnar
kl. 23:00
opið til kl. 03:00
STAÐUR SEM STENDUR SIC . . .
URVALS
ÚTSÆÐI
Urvals útsæði
Fyrirliggjandi Gullauga og Rauð-
ar afgreiddar í 10,15 og 25 kg.
Pantanir í síma 433 8890
og 896 9990
SIGVALDI Á BAKKA
Bæjarstjórn
Akraness
Bæjarstjórnarfundur verður haldin í bæjarþingsalnum
Þriðjudaginn 28. apríl kl. 17:00
Bæjarmálafundir stjórnmálaflokkanna verða sem hér seg-
ir:
Alþýðuflokkurinn í Röst, mánudaginn 6. apríl kl. 20:30.
Alþýðubandalagið í Rein, mánudaginn 6. apríl kl. 20:30
Framsóknarflokkurinn í Framsóknarhúsinu, mánudag-
inn 6. apríl kl. 20:30
Sjálfstæðisflokkurinn í Sjálfstæðishúsinu, laugardaginn
4. apríl kl. 10:30.
Fundirnir eru öllum opnir.
Bæjarstjórnar-
fundum er út-
varpað á FM 95,0
Borgnesingar og
Vestlendingar A.T.H!
Næstu daga verða til sýnis hjá Bílasölu Vesturlands:
Subaru Forester
Subaru Legacy
Subaru Impreza
Nissan Primera, Nissan Almera
Opel Dobul Cab 3,1 Turbo Diesel
Opel Astra, Opel Vectra
Auk notaðra bíia af ýmsum gerðum.
Komið, skoðið og reynsluakið.
Bílasala Vesturlands