Skessuhorn


Skessuhorn - 24.04.1998, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 24.04.1998, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1998 9 Erna Dögg Þorvaldsdóttir feguröardrottning Vesturlands 1996 krýnir arf- taka sinn, Láru Dóru Valdimarsdóttur fegurbardrottningu Vesturlands 1997. Mynd: Helgi Dan. egurstu stúlkur Vesturlands. Björg Arna Elfarsdóttir 19 ára frá Stykkishólmi sem varö í 2. sæti. Feguröardrottning Vest- urlands, Lára Dóra Valdimarsdóttir 19 ára frá Akranesi og Valdís Eyjólfsdóttir 22. ára frá Akranesi sem varö í 3. sæti og var valin vinsælasta stúlkan í hópnum. Þær taka allar þátt í feguröarsamkeppni Islands í lok maí n.k. Mynd: Helgi Dan. Broadway föstudaginn 29. maí n.k. Lára Dóra Valdimarsdóttir fegurðar- drottning Vesturlands 1998 hafði í nógu að snúast eftir að Erna Dögg Þorvaldsdóttir fegurðardrottning Vesturlands 1997 hafði skrýtt hana borða og kórónu þeirri sem titlin- um fylgir. I stuttu spjalli við Skessu- horn sagðist hún vera bæði glöð og þreytt og ekki almennilega búin að átta sig á því sem gerst hafði. Hún sagði að undanfarnar vikur, sem fóru í undirbúning keppninnar, hefðu verið mjög skemmtilegar. Stúlkurnar voru allar mjög samrýmdar og voru sem ein Ijölskylda. Lára Dóra bað fyrir kveðjur til þeirra allra. Aðspurð sagðist hún ekki hafa átt von á sigri þótt innst inni hefði hún að sjálfsögðu haft væntingar í þá átt. En hvað tekur við hjá nýkjörinni fegurðardrottningu? Lára Dóra, sem byrjaði nám í hárgreiðslu í desember s.l. á hárgreiðslustofunni Classic á Akranesi, sagði að nú tæki við vinna á hárgreiðslustofunni og æfingar fyr- ir fegurðarsamkeppni Islands, sem fram fer á Braoadway í lok maí. Hún sagðist enn sem komið er ekki hafa önnur áform um framtíðina, en að Ijúka námi í hárgreiðslu, sem tekur Ijögur ár. Við hjá Skessuhorni óskum ný- kjörinni fegurðardrottningu Vestur- lands og öllum þeim stúlkum sem tóku þátt í keppninni til hamingju og ekki síst Silju Allansdóttur fram- kvæmdastjóra keppninnar. Silju tókst með aðstoð stúlknanna og allra annarra, sem tóku þátt í undirbún- ingi keppninnar, að skapa kvöld- stund í félagsheimilinu Klifi sem var henni og Vesturlandi til mikils sóma. Ekki er hægt að ljúka þessu án þess að minnast á gesti kvöldsins, sem með framkomu sinni settu há- tíðarsvip á samkomuna. með 3 ® O grillkjöti -L

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.