Skessuhorn


Skessuhorn - 24.04.1998, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 24.04.1998, Blaðsíða 13
 FÖStUDAGUR 24. APRÍL1998 13 Oddvitum svarab MIÐVIKUDAGINN 8. apríl birtist greinin „Óeðlileg afskipti", skrifuð af fjórum oddvitum sveitarfélaga í Borg- arfirði norðan Skarðsheiðar. Þar bregðast þeir ágætu menn við umfjöll- un fjölmiðla og umræðum á Alþingi um afskipti þeirra af vegalagningu í Reykholtsdal. Þar fegra þeir og réttlæta valdníðsl- una í þessu máli. Sannleikurinn er sá að þann 8. desember lauk samvinnu- nefnd um svæðisskipulag norðan Skarðsheiðar störfum og þar með hefði afskiptum oddvitanna af málinu átt að ljúka. Hreppsnefnd Reykholts- dalshrepps sem hafði staðið frammi fyrir þeim valkostum að svæðaskipu- lagsvinna undangenginna ára yrði eyðilögð af oddvitum nágrannasveit- arfélaganna eða að fallast á þá afar- kosti að hafa vegsvæði Borgarfjarðar- brautar innan hreppamarka Reyk- holtsdalshrepps auða, kaus þann kost að samþykkja að hafa svæðið autt. Það batt á engan hátt hendur sveitar- stjómar Reykholtsdalshrepps. Hún á samkvæmt lögum að vinna að skipu- lagsmálum innan síns sveitarfélags. I framhaldsvinnu sveitarstjómar var valin stysta og fljótlegasta leiðin til að koma vegagerð innan hreppsins á framkvæmdastig. Sú leið var heimiluð í lögum og fólst í því að óska eftir að skipulagsstjóm ríkisins setti veglínu leiðar 3a inn á svæðaskipulagsupp- drátt þann sem var til umfjöllunar hjá skipulagsstjórn ríkisins. Skipulags- stjórn féllst á ósk hreppsnefndar og sendi til ráðherra ósk um að línan yrði staðfest á svæðaskipulaginu. Oddvitar nágrannasveitarfélaganna sem vom sennilega umboðslausir hjá sveitarstjómum sínum (umboð þeirra rann út þegar svæðaskipulagsnefnd lauk störfum) til að fjalla frekar um þetta tiltekna mál, sendu bréf til um- hverfisráðherra og kvörtuðu um að þeir hefðu ekki verið hafðir með í ráð- um við að ákveða farveg þann sem sveitarstjóm Reykholtsdalshrepps valdi til að vinna að lögboðnum skyldum sínum. Ráðherra sendi kvört- un þeirra til Skipulagsstjómar ríkisins og bað hana að skoða málið upp á nýtt í ljósi þeirra athugasemda sem fram komu í bréfi oddvitanna. Skipulags- stjórn ríkisins tók málið aftur fyrir og afgreiddi á sama hátt og áður og sendi til ráðherra og bað hann að staðfesta skipulagið með veglínuna inni (þar með var andmælaréttur oddvitanna virtur, eða hvað?). Þessari afgreiðslu gátu oddvitar ná- grannasveitarfélaganna ekki unað og sendu enn bréf til ráðherra sem hann fær ásamt bréfi frá einum aðalmanni í hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps og einum varamanni í hreppsnefndinni. Þessar bréfaskriftir fékk hrepps- nefnd Reykholtsdalshrepps ekki að vita um fyrr en eftir að ráðherra hafði fellt sinn dóm. I bréfi frá þeim tveim- ur síðartöldu kom fram að oddviti Reykholtsdalshrepps hefði ekki verið að vinna eftir samþykkt sveitarstjórn- ar Reykholtsdalshrepps en það em hrein og klár ósannindi, eins og sjá má í fundargerðum hreppsnefndar frá þessum tíma. Ráðherra fellir dóm án þess að sinna upplýsingaskyldu við Reyk- holtsdalshrepp og samkvæmt tilvísan í ný lög sem tóku gildi um síðastliðin áramót. Ráðherra ákveður að lagaskil verði þau að mál sem unnið hefur ver- ið að ámm saman sé sett í nýtt lagaumhverfi. Það sem er erfiðast að sætta sig við í því tilfelli er að hann lætur ekki sveitarstjórnina hafa neinn pata af þessari gjörð, ekki frekar en hreppsnefndina varði um málið. Framkvæmdastjóri skipulagsstjóm- ar ríkisins sem hafði borið ráðherra er- indi stjómar sinnar fyrir áramótin, þar sem lagt var til að skipulagið yrði samþykkt, var helsti ráðgjafi ráðherra þegar hann felldi dóm sinn samkvæmt hinum nýju lögum. Framkvæmda- stjórinn var þá orðinn höfuð skipu- lagsstofnunar ríkisins og leggur þá allt annað til en það sem fólst í erindi hans fyrir áramótin. Þessi sami embættismaður ráðlagði hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps að fara með málið þá leið sem hrepps- nefndin gerði. Oddvitar nágrannasveitarfélaganna sem áttu sæti í svæðaskipulagsnefnd- inni sem lauk störfum 8. desember 1997 eru að óska eftir því, ásamt ein- um aðalmanni og einum varamanni í sveitarstjóm Reykholtsdalshrepps, að þeirra sjónarmið ráði frekar en lög- mæt ákvörðun meirihluta réttkjörinna fulltrúa sveitarfélagsins; Reykholts- dalshrepps og án þess að upplýsa hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps nokkuð um málatilbúnaðinn vísar ráð- herrann afgreiðslu málsins í nýtt laga- umhverfi. Málið var frá upphafi unnið sam- kvæmt eldri lögum og afgreitt á með- an þau vom í gildi. Er það ekki valdníðsla að afgreiða málið með vísan til nýrra laga (sem þó em í þeim anda að vald einstakra sveitarstjóma í skipulags- og bygg- ingamálum er aukið)? Er það ekki valdníðsla að taka til af- greiðslu mál sem heyrir undir sveitar- stjórn Reykholtsdalshrepps og af- greiða það til stofnunar sem var ekki til þegar erindi Reykholtsdalshrepps var sent til skipulagsstjómar ríkisins? Hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps fékk ekkert að vita af þeirri afgreiðslu fyrr en hún var um garð gengin og niðurstaða ráðherra lá fyrir. Allan tímann vissu oddvitar ná- grannasveitarfélaganna um þetta. Um- hverfisráðherra vísar í lagagrein í hin- um nýju lögum sem heimilar ráðherra að fresta staðfestingu á svæðisskipu- lagi að fenginni umsögn Skipulags- stofnunar, ef nauðsyn þykir til að sam- ræma skipulagsáætlanir aðliggjandi sveitarfélaga. Hvers vegna er þessi grein í lögunum? Getur verið að hún sé þar til að koma í veg fyrir t.d. að veglínur sem tengja saman sveitarfé- lög mætist ekki? Það getur ekki átt við í þessu máli. Veglínur Borgarfjarðar- brautar innan Andakílshrepps og Reykholtsdalshrepps mætast á fyrir- huguðu brúarstæði yfir Flókadalsá. Veit ráðherrann e.t.v. ekki að hrepps- nefnd Reykholtsdalshrepps féllst á að færa veglínuna af leið 2b niður á leið Pétur Önundur Andrésson garb- yrkjubóndi á Kvisti. 3a þannig að ekki yrðu erfiðleikar þess vegna? Ef ráðherrann er að fresta til að samræma skipulag á milli tveggja sveitarfélaga, af hverju staðfestir hann þá línu Borgarfjarðarbrautar innan Andakílshrepps? Þarf samræmingin aðeins að vera á annan veginn? Það getur náttúmlega enginn odd- vitanna séð valdníðsluna í þessu. Odd- vitamir tala um óeðlilega framgöngu oddvita hreppsnefndar Reykholtsdals- hrepps í framhaldsvinnunni við að koma veglínunni til framkvæmda. Sjá þeir ekki hversu alvarleg staðan var þegar þeir höfðu hótað að skrifa ekki undir svæðaskipulagið ef hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps fengi að ráða veglínunni í gegnum sitt sveitarfélag? Sjá oddvitar nágrannasveitarfélaganna ekki lausnina sem var fólgin í því að vísa málinu til skipulagsstjómar ríkis- ins. Sjá þeir ekki hversu mikil vald- níðsla fellst í gjörðum þeirra þegar þeir leggja ofurkapp á, með bola- brögðum sínum, að eyðileggja búsetu- skilyrði fólks og einangra heila byggð í Flókadal frá góðum samgöngum? Það vita það flestir sem eitthvað hafa komið nálægt þessu máli að afskipti ykkar oddvitanna hafa verið ódrengi- leg og ekki sæmandi. Kæra Þómnn oddviti á Amheiðar- stöðum; hefði ekki verið betra að verja dýrmætum tíma þínum til að koma lagi á málin í Hálsahreppi? Hvað hafið þið að fela sem er þess valdandi að þið gleymið ykkur í þess- um skollaleik sem hefur staðið vegna vegalagningarinnar í Reykholtsdal? Eða er þetta allt misskilningur og eruð þið að bjarga íslenskum landbún- aði? Mér er spurn. Hver er árangur ykkar oddvitanna í þessum hráskinna- leik? Ekki er lengur stærsta bú í Reyk- holtsdal á Stóra - Kroppi, bændur hafa íhugað að flytja bú sín burt, íbúar í Flókadal em uggandi um framtíð sína og seint gróa sár þau sem tilkomin em í þessari orrahríð í Reykholtsdal. Sár sem utanaðkomandi aðilar hafa átt stóran þátt í að veita. Herra Davíð hreppsstjóri og oddviti á Grund; væri ekki nær fyrir þig að átta þig á hver var þinn vitjunartími og reyna að fá niðurstöðu í máli því er varðar íbúaskrána í Skorradal, en vera ekki að gera illt verra með því að reyna að stjóma málefnum í Reyk- Fermingar í Stabastabarprestakalli frá Páskum til Hvítasunnu vorib 1998 Sumardaginn fyrsta, 23. apríl: Ferming í Kolbeinsstaðakirkju kl. 14:00. Fermdur verður Stefán Sig- mar Símonarson, Syðstu Görðum. Sunnudaginn 26. apríl: Ferming í Staðarhraunskirkju kl. 14:00. Fermd verður Sólrún Friðjónsdóttir, Helga- stöðum. Sunnudaginn 3. maí: Ferming í Fáskrúðarbakkakirkju kl. 14:00. Fermdir verða Gunnar Guðbjartsson Hjarðarfelli og Kristján Þór Sigur- vinsson Fáskrúðarbakka. Sunnudaginn 10. maí: Ferming í Búðakirkju kl. 13:00. Fermd verða Gunnhildur Hrafnsdóttir Syðri Knarrartungu, Einar Sigurðsson Hlíðarholti og Vigfús Þráinn Bjama- son Kálfárvöllum. Sunnudaginn 17. maí: Guðsþjón- usta í Staðastaðarkirkju kl. 14:00. Dagur aldraðra. Allir 65 ára og eldri em sérstaklega boðnir til messu og kaffiveitinga, sem verða á eftir hjá Svövu og Símoni í Görðum. Hvítasunnudag, 31. maí: Ferming í Rauðamelskirkju kl. 14:00. Fermdar verða Gunnur Jóhannsdóttir Lauga- gerði og Þórdís Jónsdóttir Kolviðar- nesi. Staðastaðarkirkja sama dag kl. 16:00: Fermd verður Þórunn Ella Hauksdóttir Votalæk. holtsdal? Herra oddviti Ríkharð Brynjólfs- son; hvers vegna fór hreppsnefnd Andakflshrepps með erindi varðandi veglínuna Varmilækur - Kleppjáms- reykir fyrir skipulagsstjóra ríkisins þar sem farið var fram á að veglína braut- arinnar innan Andakílshrepps frá Flnakkatjöm að Flóku yrði staðfest og sú staðfesting fékkst án þess að bera þyrfti það undir sveitarstjórnir ná- grannasveitafélaganna? Það var vegna þess að lög heimil- uðu það eða var það ekki? Þrátt fyrir að í gangi væri svæðaskipulagsvinna í samvinnunefnd þessara sveitarfélaga. Hvers vegna fá ákvarðanir sveitar- stjómar Andakílshrepps afgreiðslu á örfáum dögum án þess að leitað sé álits samstarfsaðila þeirra í svæða- skipulagsnefndinni? Hvers vegna er lögmæt ákvörðun Skipulagsstjómar ríkisins eyðilögð af umhverfisráðherra, í skjóli þess að Skipulagsstjóm er ekki til staðar eftir áramótin? Af hverju fá sumar sveitar- stjómir afgreiðslu samkvæmt lögum á þennan hátt en aðrar ekki? Agæti Jón Böðvarsson oddviti í Brennu; ég veit að þér sámaði eftir af- greiðslu í svæðaskipulagsnefndinni að farið var fram með málið af hálfu hreppsnefndar Reykholtsdalshrepps eins og varð. Málsbætur okkar em þær að okkur var bent á það sem fullkom- lega löglega leið að leita til Skipulags- stjómar ríkisins með erindi okkar. Það var aldrei okkar skilningur að við gæt- um með því að vinna að lögboðnum skyldum okkar kallað yfir okkur jafn harkaleg viðbrögð og komu frá ykkur. Agæti Jón; ertu nokkuð búinn að gley- ma í þessari orrahríð hvað það er miklu fleira sem sameinar okkur en aðskilur, okkur sem berjumst fyrir til- vemrétti íslenskra bænda? Eg þykist vita að svo er ekki. Munið þið oddvitar nokkuð eftir blaðagrein frá miðju sumri '97 í Morgunblaðinu þar sem sagt er að ákveðið hafi verið að afgreiðsla í um- hverfisráðuneytinu á tillögu sveitar- stjómar Reykholtsdalshrepps verði á þann veg að hún fái ekki brautar- gengi? Man nokkur eftir svargreininni „Að hengja bakara fyrir smið“, þar sem þessum ásökunum var vísað á bug. Muna ekki allir hver stýrði penn- anum í þeirri grein? Finnst ykkur í ljósi þess nokkur furða þó menn tah um valdníðslu. Eg vísa því til föðurhúsanna að ekki hafi verið um valdníðslu að ræða í marg- nefndu máli. Það er sorglegt eins og staða dreif- býlisins er í dag að þar skuli vera við stjóm menn sem af ótrúlegri skamm- sýni eyðileggja búskaparskilyrði ungs fólks og nýliða í bændastétt. Lög em sett til að leiðbeina og vernda íbúa landsins. Lög em ekki sett til að þeim sé misbeitt og skilningur á þeim má aldrei ráðast af pólitískum hagsmun- um einstaklinga eða hópa. Fram- kvæmdavaldið og embættismenn þess em þjónar lýðræðisins og þeim ber að setja persónulegan kunningsskap og gæluskoðanir sínar til hliðar og vinna af heilindum samkvæmt lögum. Geti þeir það ekki ættu þeir að leita sér starfa annars staðar. Agætu sveitungar í Andakíls- Hálsa-, Lundareykjadals- og Reyk- holtsdalshreppi; framundan em fyrstu kosningar í nýju sveitarfélagi. Leggj- um til hliðar deilumar um vegspottann í Reykholtsdalshreppi og föllumst á þá ákvörðun sem utanaðkomandi aðil- ar tóku fyrir okkur þegar þeir hönnuðu sáttaleiðina. Göngum til kosninga með það í huga að vinna samfélagi okkar allt það besta. Snúum bökum saman og vetjum hina dreifðu byggð sem hefur fóstrað okkur og böm okk- ar. Snúum bökum saman og berjumst gegn öllum sem vilja hafa af okkur lögboðinn rétt. Gleymum ekki að komist ráðamenn upp með bolabrögð, sem við samþykkjum vegna þess að það hentar okkur þá stundina, að með því bjóðum við þeim vinnubrögðum heim að þurfa að sæta slíkum afar- kostum þegar við síst getum eða vilj- um. Stöndum saman og verjum jarðir okkar og sínum þéttbýlisbúunum að við eyðileggjum ekki jarðir nágranna okkar að nauðsynjalausu. Stöndum með fólkinu í Flókadal, þeirra framtíð er framtíð okkar allra. Pétur Önundur Andrésson, hrepps- nefndcirmaður á Kvisti. BIOHOLLKN Jackie Brown Hörkuspennandi reyfari með toppleikurum frá meistara Tarantino. SÝND SUNNUDAG OG MÁNUDAG KL. 21.00 Brákarbrsut i 3 * 310 Borgames * sími 437 2313»fax 437 2213 FflLLEGT VEITINGflHUS I VINALEGUM BÆ Nýtt Nýtt Nýtt! Frí heimsending á pizzum frá kl. 18.00 til 23.00. 9“ 12“ 16“ 18“ 990 1.190 1.390 1.590 Miðað við þrjár áleggstegundir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.