Skessuhorn


Skessuhorn - 24.04.1998, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 24.04.1998, Blaðsíða 12
I I 12 símtœki Rafstofan Egilsgötu 6 TRESNflÐJA SIGURJONS ehf. Þjóðbaut 13 - 300 Akranesi Sími 431 1722 - Fax 431 2722 Smíðum hurðir og glugga. Önnumst alhliða byggingarþjónustu. 5 Byggingafélagið g BQRQ HF. I Sólbakka 11, 310 Borgames Simi: 437 1482 EGILSGÖTU 11 - BORGARNES ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT LITPRENTARAR í ÚRVALI canon HEWLETT® ÍM PACKARO TOLVUBONDINN Egilsgötu 11 310 Borgarnesi Sími 437 2050 Bæjar- og héraðs- bókasafnið á Akranesi er opið mánudaga til föstudaga frá klukkan 14:00 til 20:00. BLÆS EÐA LEKUR MEÐ ÚTIHURÐINNI? Er með nýja gerð af þéttifræsara ásamt þéttilistum. Þétti hurðir sem ekki hafa haft þéttikant og eins þær sem eru með slottlista og eða aðra lista. Góð reynsia er komin á þessa þéttingu. Upplýsingar gefur Trésmiðja Pálma Sími: 437 0034 eða 853 5948 VÉLABÆR eht, Bæ, Borgarfirði, Sími: 435 1252 Allar almennar bíla og véla viðgerðir. Viðgerðaþjónusta fyrir Subaru, Nissan, Ladda, Fergusson og fl. FÖSTUÐAGUR 24. APRÍL1998 ^bessiíhöBH Snúum vöm í sókn Á UNDANFÖRNUM áratugum hefur byggð í landinu þróast andstætt hags- munum landsbyggðarinnar. Misvægi í búsetu eykst stöðugt, og er nú svo komið, að á einu homi landsins búa nær 180 þús- und manns, eða um 65% þjóðarinnar. Island er á hraðri leið að verða borgríki í stað þjóðrikis, og það er óheillaþróun, ef marka má mannkynssöguna, því borgríki hafa aldrei verið langlíf. Þetta er augljóst hrömunarmerki samfélagsins og gerir rekstur þess og framtíðarþróun erfiðari og kostnaðarsamari en ella væri. Benda má á, í þessu sambandi, að á sama tíma og stöðugt þarf að byggja ný, eða stækka, þjónustumannvirki á höfuðborgarsvæð- inu, þá eru sambærilegar stofnanir víða á landinu illa nýttar sökum fólksfækkunar. Þama á sér stað raunveruleg sóun fjár- muna. Þessi þróun mun einnig valda því, að ýmis landsins gæði verða vannýtt, þegar til lengri tíma er litið. Sveitarfélag- ið Borgarbyggð, sem brátt spannar nær alla Mýrasýslu, hefur ekki farið varhluta af þessari neikvæðu breytingu á íbúa- fjölda á undangengnum ámm. Um 1991 nær íbúafjöldi Mýrasýslu hámarki, en hefur síðan farið lækkandi og við slíkt er að sjálfsögðu ekki hægt að una. Við get- um ekki sætt okkur við neitt minna en að íbúum hér fjölgi í sama hlutfalli og lands- mönnum öllum. Án þess að vanmetið sé það, sem vel hefur verið gert í byggðamálum á undan- fömum ámm, þá má færa fyrir því rök, að aðgerðir stjómvalda til að spoma við þessari þróun hafi ekki borið árangur sem skyldi. Þær hafa enda í alltof mörgum til- fellum falist í fjáraustri í fyrirtæki, sem höfðu hæpinn eða engan rekstrargmnd- völl. Það er ljóst, að ýmislegt annað en faglegt mat hefur oft ráðið ferðinni í að- gerðum Byggðastofnunar til lausnar á vandamálum hinna ýmsu fyrirtækja og byggðarlaga á landsbyggðinni. Reynslan hefur og sýnt okkur, að ekki má treysta eingöngu á, að utanaðkomandi aðilar komi færandi hendi, þegar byggða- og at- vinnumál í dreifbýlinu em annars vegar. Miklu fremur felast lausnimar í fmm- kvæði og hugkvæmni fólksins sjálfs í hverju byggðarlagi, studdar af framsýn- um aðgerðum viðkomandi sveitarfélaga og landsstjómarinnar, til að skapa sem hagstæðust ytri skilyrði fyrir atvinnu- lffið. Á undanförnum árum hefur orðið stöðug fækkun starfa í höfuðatvinnu- greinum landsbyggðarinnar, sjávarútvegi og landbúnaði. Þá þróun má ekki hvað síst rekja til sífellt fullkomnari tækni, sem leyst hefur mannshöndina af hólmi. Skittbnut 25 - Sirnl 431161« CM 2 . Egilsgötu 6. NOTALEGT GISTIHEIMILI Álfhólsvegi 32, Sl'mar 554 4160 oq 898 4825 Fjölgun starfa hefur verið mest í ýmsum þjónustugreinum, einkum á vegum ríkis- ins, og mikill hluti þessara starfa hefur orðið til í höfuðborginni. Þetta hefur gerst, þrátt fyrir að Alþingi hafi á sínum tíma markað stefnu um hið gagnstæða. Stjómvöld landsins bera því höfuðábyrgð á þeirri þróun sem átt hefur sér stað, og af stjómmálaflokkunum bera Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur mesta ábyrgð, enda þeir farið með fomstu í landsstjóminni til langs tíma. En lands- byggðin ber líka ábyrgð í þessu sam- bandi, sem felst í tregðu þeirra á liðnum ámm til að efla sveitarfélögin með stækk- un þeirra. Stækkun sveitarfélaganna er, og hefur verið, algjör forsenda þess, að hægt sé að fela þeim aukin verkefni á sviði stjómsýslu og þjónustu. Fólk á landsbyggðinni virðist loksins vera farið að átta sig á þessari staðreynd, því að á undanfömum mánuðum hefur farið um landið bylgja sameiningar sveit- arfélaga, sbr. nýlega sameiningu allra sveitarfélaga í Mýrasýslu, utan eins, í sveitarfélagið Borgarbyggð. Borgar- byggðarlistinn mun leggja áherslu á, og beita sér fyrir, sameiningu allra sveitarfé- laga í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, norð- an Skarðsheiðar, og sveitarfélaganna í Hnappadalssýslu, sunnan fjallgarðs að Snæfellsbæ, í eitt sveitarfélag. Þetta svæði er heppileg eining í at- vinnulegu og félagslegu tilliti, með Borg- ames sem þjónustukjama. Nauðsynlegt er að bæta samgöngur innan þessa svæð- is, til að auðvelda íbúunum aðgang að at- vinnu og þjónustu, og til að gera svæðið aðgengilegra og eftirsóknarverðara heim að sækja fyrir ferðamenn. Á undanförnum ámm hefur verið háð vamarbarátta í atvinnumálum í Borgar- nesi og nærsveitum, sem er nátengt sam- drætti í landbúnaði og úrvinnslu búvara. Urelding Mjólkursamlags Borgfirðinga var vissulega visst áfall fyrir atvinnulífið í héraðinu, en um leið liður í óhjákvæmi- legri hagræðingu í mjólkuriðnaðinum í landinu. En spyrja má, hvort ekki hefði mátt ná fram sömu hagræðingu, eða jafn- vel meiri, með samdrætti í umsvifum mjólkuriðnaðarins í Reykjavík, þ.e. að Mjólkursamsalan í Reykjavík hefði fyrst og fremst verið dreifingaraðili fyrir mjólk og mjólkurvömr, en vinnsla og pökkun farið fram í stöðvunum í mjólk- urframleiðsluhéruðunum. Bættar sam- göngur og framfarir í flutningatækni á Guðbrandur Brynjúlfsson, síðari árum, samfara samþjöppun smá- söluverslunarinnar á höfuðborgarsvæð- inu hafa gjörbreytt forsendum í þessum málum, að mínu mati. Þá hefur rekstur sláturhúss og kjötvinnslu í Borgamesi gengið skelfilega síðustu ár, þrátt fyrir viðleitni til að styrkja stöðu Áfurðasöl- unnar með hlutafjáraukningu. Á síðustu ámm hefur efnahagslegt um- hverfi atvinnulífsins almennt verið í lægð, en nú em greinileg batamerki að koma í ljós, og ýmiss sóknarfæri í sjón- máli, sem m.a. tengjast stóriðjuuppbygg- ingu í Hvalfirði og opnun Hvalfjarðar- ganga. Núverandi meirihluti í bæjarstjóm Borgarbyggðar hefur sofið á verðinum síðustu mánuðina og lítið eða ekkert að- hafst í því að kynna sveitarfélagið og kosti þess fyrir framkvæmdaaðilum í Hvalfirði. Þetta, ásamt ýmsu öðm, sem of langt mál yrði hér að tíunda, er til vitnis um vanhæfni þessara aðila til að stjóma sveitarfélaginu okkar. Um þessar mundir er mikilvægt að skilgreina sóknarfærin í atvinnulffinu og móta stefnu í atvinnu- málum og nýta þau tækifæri sem nú em að skapast. Sveitarfélagið þarf að koma þar að málum, fyrst og fremst með því að skapa sem hagstæðust ytri skilyrði fyrir atvinnulífið. Hafa skal hugfast, að sú stefna sem tekin er í dag í atvinnumálum, markar framtíðarhorfur, atvinnuskilyrði, og lífskjör komandi kynslóðar. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur ríkt stöðnum og deyfð í atvinnumálum í Borgarbyggð, og núverandi meirihluti í bæjarstjóm ber á því vissa ábyrgð og er greinilega orðinn lúinn. Það er kominn tími til að létta ábyrgð og erfiði af þessum þreyttu mönnum og fela ábyrgðina fólki sem er fullt af hug- sjónum og framfarahug, fólki sem ætlar að breyta um áherslur og aðferðir í stjóm sveitarfélagsins. Borgarbyggðarlistinn er nýtt afl í sveitarstjórnarmálum í Borgarbyggð, óháð stjómmálaflokkum, en samanstend- ur af fólki, sem á sér hugsjónir um betra samfélag, byggt á gildum félagshyggju, samhjálpar og virðingar fyrir líífíkinu í þess margrbreytilegu myndum. Borgar- byggðarlistinn mun vinna af alefli að því að snúa vöm í sókn í byggða- og atvinnu- málum sveitarfélagsins, í fullri sátt við sögulegan arf þess, menningu og náttúm héraðsins. Guðbrandur Brynjúlfsson, 3. maður á lista Borgarbyggðarlist- ans. Akraneskaupstaður - íþróttamiðstöðin Starfsmannahópar, félagasamtök, áhugafólk um íþróttir eða hreyfingu. Lausir tímar eru í íþróttasölum bæjarins. Upplýsingar gefur íþróttafulltrúi í síma 431- 2643. Askrift fyrir íbúa utan kjördæmisins. Sfmi: 437 2262 TAMNINGASTOÐIN ÁRDAL • Tamningar • Þjálfun • Umboðssala BJÖRN H. EINARSSON, NEÐRI - HREPP • SÍMAR 899 6131 & 437 0054 i Múrbrot > Steinsögun I • Pressuieiqa I • Sandbtástur Bobcat, mini skófta SflND- BLflSKIR SIGilRJÓNS 431 3990. 894 5778 & 431 1066 BRAUTIN BÍLALEIGA - BÍLAVERKSTÆÐI, DALBRAUT 16 m 431 2157 Mótorstillingar - Bremsuviógerðir - Réttingar - Sprautun o.fl. Gerum víð allar gerbir bifreiba. BorgarnesumboS fyrir bílaleigu: Sími 437 1 535 aSteypa - Garðasandur - Fín möl - Gróf möl - Grús - Vörabflar - Traktorsgrafa - Pínulítil grafa - Jarðborar - Brotfleygar - Steinsagir - Jarðvegsskipti - Innkeyrslur - Garðveggir og margt fleira Höfðaseli 4 - Akranesi - Sími 431 1144 Öll olmenn pípulngningavinna ÞORGEiR & HELGI PÍPULAGNIR Heimir Björgvinsson Símar 431 1615,896 0188 Mogni Ragnorsson Símar 431 1453, 896 0184 fax: 431 4666 IfiMRÖMHUFt LJSOm&Z ,tíBP4UiipAR;:| þjónusta; s.s. malverk, utsaumur, Ijósmyndir, veggspioido.fi. ' - : Nota aðeins úrvals efni: V Á , SÁ'Áí tréramma, syrufritt karton, glært og matt gler. KJARTANSGOTU 25 • 310 BORGARNESI • SÍMI: 4371305 . Giuggometfang0' . gówmetkmgm • Auglvsmgomeikmg' j • MerVúngoT ó lússtollur • SWútagerð . Góttmerkmgo' SKILTAfMIOJA U DISU j Þórdis Sveinsdóttir Esj.btaui 43, íUcto,, • 43! 3877 431 3777 & 899 1557 VIÐSKIPTAÞJONUSTA AKRANESS Stíllholt 18,3 hæð - 300 Akranes Sími 431 3099 - Fax 431 2282 /Bókhald og skattskil /Róðgjöf /Endurskoöun /Eignaskiptayfirlýsingar SKOfLAN" Faxabraut 9 ®431 3000 Leigjum út flestar gerðir vinnu- véla. Önnumst jarðvegsskipti og útvegum möl, sand og mold. Fljót og örugg þjónusta. Fyrir dömur & herra: Klipping - Strípur - Litun - Permanent - HársnyrtiJ stofa SKAGABRAUT30 • SIMI Tímapantanir 0. ■ eða beint í stólinn B.O.B. SF. - VINNUVELAR (♦ Traktorsgrafa ♦ Loftpressa ♦Lítil beltagrafa Björn Björnsson Ólafur Björnsson Heimasími 431 2043 GSM 896 0172 Heimasími 431 2985 GSM 894 5671 i

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.