Skessuhorn


Skessuhorn - 24.04.1998, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 24.04.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTDAGUR 24. APRÍL 1998 VISNAHORNIÐ BÆRILEGA byrjar það. Svo illa vildi til í síðasta þætti að orðavíxl varð í fyrstu línu í vísu séra Sigurðar í Hindisvík þannig að stuðlasetningin ruglaðist og kom þar með á daginn það sem ég var að tala um, hve litlu má oft muna í stuðlasetningu og á sama hátt hvað litlu þarf oft að brey- ta til að stuðlasetning sé í lagi. Náttúrlega finnst mér að prófarkalesari hefði átt að sjá þetta strax og leiðrétta og þar sem ég get með góðri sam- visku svarið af mér alla sök í þessu máli er næsta mál að grípa til þess vopns sem hefur orðið Islendingum flestu hvassara í gegnum árin. Sigfús Amfjörð sem lengi bjó á Krónustöðum í Eyjafirði orti um ein- hvem sem honumfannst hæfa Ijóðinu: Maðurinn allur er magur og rýr montinn og andskoti visinn, svo er hann óhappa djöfulsins dýr og dœmalaust helvíti slysinn. Þó þama séu notuð nokkuð kjammikil orð þarf það ekki alltaf til og heldur hefði ég viljað sitja undir þessum kveðskap en vísu Sveins frá Eli- vogum: Sig að verja sá ei kann sýna efskyldi hreysti en til að berja bundinn mann ég betur engum treysti. Eyjólfur Jóhannesson í Hvammi var ekki níðskældinn maður að jafn- aði en einhvem tíma meðan hann bjó í Bæ sinnaðist honum við mótbýl- ismann sinn og orti um hann og konu hans: Drambs í spiki dinglar Jón dyggða mikið knappur. Mammons kvikur maura þjón mesti svikahrappur. Kristrún heitir konaflá kjafta beitir nöðrum, flœr og reitir mest sem má mannorðsfeiti aföðrum. Fyrir þennan kveðskap var Eyjólfi stefnt fyrir sýslumann sem þá var Jón Thoroddssen á Leirá. Var hann beðinn að fara með vísumar og gerði það viðstöðulaust. Jón sat hljóður stutta stund og sagði síðan: „Færi ekki betur Eyjólfur minn að segja „sker og reitir". Eyjólfur féllst á það og var vísan jafnan höfð þannig eftirleiðis og var þeim málaferlum þar með lok- ið. Alltaf er verið að yrkja um líðandi stund og fer ekki hjá því að sum rímorð verða vinsælli en önnur þó komið geti fyrir að menn lendi í hremmingum. Eg held að Hilmar Pálsson sé höfundur þessarar lirruu: Ágimdin verri og verri verður með krónu hverri. Sú foma trú finnst manni nú hafi sannast á - sumum. Laxveiði hefur gjaman orðið til að létta mönnum h'fið og byrðar þess, enda var kveðið. Eyðir sútfrá bankans baxi bestu útrás veita má þrátt að stúta þungum laxi og það í Hrútafjarðará. Nú stendur sem óðast yfir vinna við að berja saman framboðslista fyr- ir komandi sveitarstjómarkosningar. Einn ónefndur hagyrðingur í ónefn- du sveitarfélagi sat við það starf ásamt fleirum og tautaði: Þetta verðurfríður flokkur frægðarsólin óðum rís. Valið lið sem varla nokkur viti borinn maður kýs. Af því þessi þáttur byijaði á vísu eftir Sigfús Axfjörð er rétt að enda á vísu sem hann mun hafa kveðið um sjálfan sig á efri ámm: Gerði um frónið gaurinn margt görpum tjón og skaða til að þjóna illri art Axfjörð Krónustaða. Að endingu vil ég ítreka þau tilmæli mín að menn hafi samband og tjái sig um málefni þessa þáttar og gauki að mér nýjum eða gömlum vísum. Sú regla mun verða í heiðri höfð að þeir sem ekki geta þagað yfir sínum vísum sjálfir geta ekki búist við að aðrir geri það enda er fáum mönnum betur treystandi en mér til að þegja ekki yfir góðum vísum. Með þökk fyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum, 320 Reykholt - S: 435 1367 Dagbók vikunnar 24. apríl til 1. maí Akranes: Vorfundur Kvennadeildar SVFÍ á Akranesi, verður haldinn þriðjudag- inn 28. apríl kl. 20:30 á kaffistofu HB við Bárugötu. Gestur fundarins verður Rögnvaldur Einarsson frá Rauða krossi Islands. Allir velkomnir Stjórnin. PENNINN Eitt er ab vilja og annab er ab geta Síðan 1994, þegar undirritaður var kjörinn í Bæjarstjóm Akraness, hefur stöðugt verið reynt að vinna að sam- einingu sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar. En því miður hefur ár- angur okkar sem nú sitja í bæjar- stjóm orðið sá sami og allra sem set- ið hafa á undan okkur. Sameining hefur ekki tekist. Megin markmið með sameiningu sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar er að bæta þjónustu við íbúana, treysta atvinnu- lífið sem er fyrir hendi og nota ný sóknarfæri til að efla það og loks að auka eins og kostur er hagkvæmni í opinberri þjónustu. í grein Þorvarðar Magnússonar í Skessuhomi þann 1. apríl s.l. er spurt um álit frambjóðenda, sem gefa kost á sér til setu í sveitarstjómum í kosn- ingum í vor, á sameiningarmálum. Mín skoðun er sú að það hafi aldrei verið eins nauðsynlegt og nú að sveitarfélögin sameinuðust vegna þess að nú þegar er farið að færa mjög stór verkefni frá ríkinu yfir á sveitarfélögin. Grunnskólarnir em þegar komnir yfir og talað er um að málefni fatlaðra verði næst. Þessi verkefni reyna mjög á mátt sveitarfé- laganna. Það er einnig mín skoðun að við tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga verður að tryggja að allt það fjármagn sem ríkið setti í við- komandi málaflokk fylgi tilfærslunni þannig að það fjármagn sem sveitar- félögin bæta við hvem málaflokk nýtist til að efla hann. Undanfarin ár hafa sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar unnið vel sam- an að ýmsum málaflokkum t.d. Fjöl- brautarskóla Vesturlands á Akranesi í samvinnu við önnur sveitarfélög í kjördæminu, Byggðarsafnsins á Görðum, Dvalarheimilisins Höfða, Tónlistarskólans á Akranesi og nú síðast með samningi um sorpeyð- ingu. Þess vegna segi ég að við eig- um að taka höndum saman og klára málið alveg. Það má ekki gleyma því Gunnar Sigurbsson að heilsugæslusvæðið okkar nær yfir þessi sveitarfélög og við eigum það öll sameiginlegt að vilja vinna að efl- ingu Sjúkrahúss Akraness. Einnig em mörg önnur mál sem við þurfum að vinna saman að. Um allt land er verið að sameina sveitarfélög til að mynda sterka byggðarkjama og það hljóta að gilda sömu lögmál hér á okkar svæði. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Við hér á Akranesi höfum haft mikinn vilja til sameiningar en það þarf meira til. Við höfum engan áhuga á að valta yfir nágranna okk- ar og það er ekki hægt að neyða menn til sameiningar. Við Akumes- ingar höfum það gott og öll skilyrði eru til þess að svo verði áfram hvað svo sem verður um sameiningu. I mínum huga er það ekki spuming um hvort heldur hvenær sveitarfélög- in sunnan Skarðsheiðar sameinast. Þess vegna segi ég því fyrr því betra og ekki síst fýrir þá sem eiga að erfa landið. Höfundur er Gunnar Sigurðsson sem skipar 1. sœtið á lista Sjálfstæð- isflokksins á Akranesi. Fermingar í Akraneskirkju Sunnudagur 26. apríl kl. 10.30 Prestur: Sr. Eövarö Ingólfsson Drengir: Björn Valdimarsson Grundartúni 10 Brynjólfur Saemundsson Jörundarholti 11 Davíð Reynir Steingrímsson Skólabraut 33 Einar Berg Smárason Víðigrund 10 Erik Helgi Björnsson Höfðabraut 7 Hafþór Höskuldsson Einigrund 6 Harald Björnsson Jörundarholti 184 Haukur Sigurbjörnsson Suðurgötu 64 Hilmir Hjaltason Reynigrund 39 Hjalti Sigurbjörnsson Suðurgötu 64 Hjörtur Birgir Guðmundsson Garðabraut 45 Sveinn Karlsson Espigrund 11 Stúlkur Kolbrún Eva Valgeirsdóttir Víðigrund 7 Lára Bogey Finnbogadóttir Vesturgötu 78 Lilja Dögg Guðmundsdóttir Stekkjarholti 4 Linda Björk Guðjónsdóttir Háholti 9 Líney Hermannsdóttir Skarðsbraut 1 Sunnudagur 26 apríl kl. 14.00 Prestur: Sr. Eðvarð Ingólfsson Llrengir: Bjarki Þór Guðmundsson Jörundarholti 228 Bjarni Þór Ævarsson Reynigrund 17 Páll Oskar Kristjánsson Suðurgötu 39 Stúlkur: Elísabet Rut Heimisdóttir Garðabraut 4 Elsa Axelsdóttir Grenigrund 45 Erla Þóra Guðjónsdóttir Jörundarholti 31 Fanney Frímannsdóttir Vesturgötu 158 Guðbjörg Ösp Einarsdóttir Vesturgötu 123 Thelma Sjöfn Hannesdóttir Furugrund 10 iKESSlíHÖESíí HEYGARSÐHORNIÐ Endur- skobun FRAMLAG Dagbjarts bónda á Refstöðum í Hálsasveit til Laxabankaumræðunnar er eftirfarandi: Framtíð Sverris er fyrir bý fréttanna samkvæmt boðun. Sjálfsagt finnst mér að send’ann í siðferðisendurskoðun. Hér sé friöur Mikið hefur verið rætt um nafn á nýtt sveitarfélag í Borg- arfirði ekki síst þar sem sam- skipti og samkomulag fbúanna em með ýmsum hætti. Heyrst hafa nöfn eins og Bosnía, Ólátagarður og Sveit hins himneska friðar. Þá er einnig eftir að finna nöfn á þá framboðslista sem verða í kjöri í sveitarfélaginu en talið er að þeir verði a.m.k. tveir. Fyrir skömmu var haldinn fundur til að undirbúa eitt slíkt framboð og þar kom m.a. fram sú skoðun að brýnt sé að koma á friði í sveitarfélaginu. Eftir að fundi lauk kom einn fundar- manna með uppástungu að nafni fyrir framboðið með tilliti til þeirrar stefnu. Hann vildi láta það heita “Friður 3000” til að markið væri nú ekki sett of hátt!! Flýja jarðirnar í Skorradal hefur ýmislegt gengið á að undanfömu og eins og fram hefur komið í blaðinu eru allar líkur á að nokkrir íbú- anna hafi sig á braut með jarð- imar með sér. Hagyrðingurinn Helgi Bjömsson á Snartastöðum kom með eftirfarandi fréttaskýringu: í Skorradal er bráðum búið með byggð sem áður var. Þegar burtu fólk er flúið flýja jarðimar. Öryrki Áhugamenn um íslenskt mál hafa verið duglegir við að fram- leiða ný orð yfir ýmsa hluti og einnig að finna gömlum orðum nýja merkingu. Fyrir skörnmu heyrði blaðamaður Heygarðs- homs talað um mann sem sagð- ur var öryrki. Málið var ekki að maðurinn væri ekki vinnufær heldur setur hann saman vísur - og er snöggur að því. Hér vantar blað klerkur var að semja ræðu á messudegi en ungur sonur hans komst í gögnin og fjarlægði eitt blað úr möppu prestins. Prestur varð ekki var við hvarfið en fór til messu með ræðuna. Þegar hann kom þar að í ræðunni sem sagði: „Þá sagði Adam við Evu...“ þurfti prestur að fletta og hélt svo áfram...“hér vantar blað.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.