Skessuhorn - 30.04.1998, Blaðsíða 1
Hvalfjarbargöngin
H VALF J ARÐ ARGÖN GIN verða
opnuð kl. 14.00 laugardaginn 11.
júlí við hátíðlega athöfn en kl. 19.00
sama dag verða þau opnuð til al-
mennrar umferðar.
Þetta tilkynnti Gísli Gíslason bæj-
arstjóri á Akranesi og formaður Spal-
ar á fundi með blaðamönnum s.l.
mánudag og sagði að næstu daga á
eftir fengju landsmenn að aka frítt í
gegnum göngin, en innheimta veg-
gjalds hæfist 15. júlí. Veggjald verð-
ur kr. 1000.00 fyrir venjulega fólks-
bilfeið, en menn geta keypt sér af-
sláttarkorrt og lækkað verðið í 600
eða 800 krónur, allt efir því hvaða af-
sláttarkjör menn nýta sér. Þeir sem
kaupa sér afsláttarkort fá svokallaðan
Veglykil, sem settur verður í fram-
rúður bifreiða. Tölvubúnaður í gjald-
hliði skráir ferðimar sjálfvirkt og
dregur frá „inneign" viðkomandi.
Veglykillinn fylgir bflnum, sem
hann er upphaflega settur í og er ekki
hægt að flytja hann milli bfla. Ef fjöl-
skyldan á einn eða fleiri bfla er hægt
að hafa sama reikning fyrir alla veg-
lyklana.
Gert er ráð fyrir að 1500 bflar fari
um Göngin að meðaltali á sólarhring
og tekjur af umferðinni verði rúm-
lega hálfur milljarður á fyrsta rekstr-
arári.
Hvalfjarðargöngin stytta leiðina
milli Akraness og Reykjavíkur um
60 km. og milli Borgarness og
Reykjavíkur um 42 km. Hvalfjarðar-
göngin eru 5.762 metrar og þar af em
3.750 metrar undir sjó. Dýpsti hluti
Ganganna er 165 metra undir yfir-
borði sjávar.
Þá er rétt að geta þess að hámarks-
hraði verður 70 km á klukkustund.
Það verður lögreglan í Reykjavík
sem kemur til með að halda uppi lög-
um og reglum í Göngunum.
Við segjum nánar frá Hvalfjarðar-
göngunum í næsta blaði.
Innrás frá öörum
hnöttum á
Akranes
SÍÐASTA vetrardag settu torkenni-
legar grænar vemr svip sinn á Akra-
nesbæ. Glöggir menn sáu það strax
að þarna var um að ræða nýbúa frá
öðmm hnöttum, jafnvel úr öðm sól-
kerfi. Aðrir töldu að þarna væm þeg-
ar komin fram mengunaráhrif frá ál-
verinu á Gmndartanga, þótt enn sé
nokkuð í að það hefji starfsemi. Þá
var einnig giskað á að þama væm á
ferðinni stökkbreyttir Framsóknar-
menn. Það kom reyndar á daginn að
það vom nemendur Fjölbrautarskól-
Hluti áhafnarinnar á geimskipi NFFA.
ans sem stóðu fyrir þessari grænu
byltingu. Væntanlegir ýtskriftamem-
ar, 36 að tölu, notuðu þennan dag til
að dimmitera þar sem hefðbundið
nám er að baki og prófin em að taka
við.
Nemendumir tóku daginn snemma
og klæddu sig uppá í geimvembún-
inga og spásseruðu um bæinn. Þeir
héldu einnig samkomu á sal skólans
þar sem þeir hentu gaman að kennur-
um sínum og um kvöldið var efnt til
gleðskapar.
Mynd: G.E.
Gleðilegt
sumar
Vikutilboöi
blómstra í sumar eins og endranær
Þau springa út á hverjum fimmtudagsmorgni
þótt við auglýsum þau ekki hverju sinni
Láttu sjá þig í Vöruhúsinu og hagnastu
á góðum innkaupum
hverju sinni.
VORUHUS KB
GœSi oaeottverð
é
Vinningshafi síðustu viku:
Steinunn Eysteinsdóttir.
(---1-------
Byggingavörur á
BREIÐUM
Trésmiðjan AKUR ehf.
Smiðjuvöllum 9 • Akranesi
Sími 431 2666 • Fax 431 2750^
TM-ÖRYGGI fyrir alla fjölskylduna
Með TM-ÖRYGGI getur þú raðað saman þeim
tryggingum sem fjölskyldan þarf til að njóta
nauðsynlegrar tryggingaverndar. Sameinaðu öll
tryggingamál fjölskyldunnar á einfaldan, ódýran
og þægilegan hátt með TM-ÖRYGGI.
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF.
Umboð TM á Vesturlandi:
Akranes Borgarnes
Stillholti 16-18 Brákarbraut 3
Sími: 431 4000 Sími: 437 1880
Fax: 431 4220 Fax: 437 2080
Ólafsvík Ólafsbraut 21 Stykkishólmur
Reitavegi 14-16
Sími: 436 1490 Sími: 438 1473
á öllum sviðum! Fax: 4361486 Fax: 438 1009