Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.1998, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 30.04.1998, Blaðsíða 7
^sunu^ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 7 Hreinna og vænna VestuHand Kynning á umhverfisátaki Gunnar Ásgeir Gunnarsson á Hýrumel í Hálsasveit nýtti einn sunnudaginn fyrir skömmu til a& hreinsa ánetjab rusl af girbingum viö þjó&veginn hjá bænum um lei& og hundurinn var viðra&ur. Hér er fordæmi sem takandi er eftir. Mynd: M.M. SKESSUHORN-PÉSINN hefur ákveðið að leggja Ióð sín á vogar- skálar bættrar umgengni á Vest- urlandi. Hér verður kynnt til sögunnar sérstakt átak í um- hverfismálum sem snýr að fyrir- tækjum, stofnunum, land- og húseigendum í þéttbýli, sem og til sveita á öllu Vesturlandi. Far- ið verður af stað með sérstakt átak nú í vor með það að mark- miði að fegra og bæta umhirðu húsa, Iands og annarra þátta í daglegu umhverfi okkar. Atakið nær til alls Vesturlandskjördæm- is og ber yfirskriftina „Hreinna og vænna Vesturland". Sá ágæti málsháttur að um- gengni Iýsi innri manni á við okkur öll. Daglega má sjá dæmi um fjúkandi rusl, illa hirtar lóðir, ómáluð hús og annað sem sting- ur í augu. Til sveita má segja að nýjasta umhverfisslysið sé fjúk- andi rúllubaggaplast á girðingum og almennt þar sem slíkt á ekki heima. Mörg smáatriði af þessu tagi geta leitt til þess að við íbú- arnir, og ekki síður gestir okkar, Iítum á okkur sem sóða og ímynd svæðisins skaðast því óneitan- lega. Sjónmengun af ýmsu tagi er oft af völdum smáatriða sem auðvelt og ódýrt er að koma í veg fyrir. Það kostar okkur t.d. ekkert að gæta þess að rusl og drasl fái ekki að fara þangað sem Kári ber það, fái hann frjálsar hendur til þess. A sama hátt kostar okkur ekkert að taka til á Ióðunum í kringum okkur og hafa ekki gap- andi á móti gestum og gangandi gamalt og ónotað fánýtt drasl öll- um til mikillar armæðu. Sífellt fleiri hafa atvinnu af ferðaþjónustu í beinni og óbein- ni mynd. Það ætti t.d. að vera hagsmundamál þessa fólks að ferðamaðurinn sem skapar þeim lífsviðurværið verði ekki fyrir vonbrigðum þegar hann sér hví- líkir draslarar sumir geta verið. Dæmi um vítaverðan sóðaskap má bæði finna í þéttbýli og dreif- býli hér á Vesturlandi. Auk þess má benda á að með bættri um- gengni og snyrtimennsku verður almenn Iíðan okkar sjálfra betri og því allra hagur að við gerum hreint fyrir okkar dyrum. Atakið „Hreinna og vænna Vesturland" mun standa yfir í maí og júní 1998. Um miðjan júlí verða síðan veittar viður- kenningar í eftirtöldum flokkum: íbúðarhús og lóðir í þéttbýli. (1-10). Sveitabýli. (1-5) Fyrirtæki og stofnanir. (1-5). Snyrtilegasta sveitarfélagið á Vesturlandi. (Ein viðurkenning). Sérstök 5 manna dómnefnd mun taka við ábendingum og skoða þær. Hér með lýsum við á Skessu- horni-Pésanum eftir áhugasöm- um aðilum sem vilja leggja þessu máli lið. Dómnefnd hefur t.a.m. ekki verið skipuð enn sem komið er og eftir er að fá styrktaraðila sem leggja vilja nafn sitt við þetta umhverfisátak okkar allra. Það er von okkar á Skessu- horni-Pésanum að Vestlending- ar, allir sem einn, taki nú hönd- um saman til að gera HREINNA OG VÆNNA VESTURLAND að veruleika. RÁÐGJÖF • SOGUM EFTIR ÞORFUM • FRI HEIMKEYRSLA í SÓLPALLA OG GIRÐINGAR TRÉSMIÐJÁS 1 BaaMiiii VESTURGOTU 14 • AKRANESI SÍMAR 431 3665 & 893 6975 FAX 431 3666 - HEIMASÍMI431 4150 GAGNVARIÐ TIMBUR Almenni ökuskólinn ehf. -Ökuskóíi Vesturlands- MEIRAPRÓF Námskeið til aukinna ökuréttinda verða haldin á eftirtöldum stöðum skv. eftirfarandi (ef næg þátttaka fæst): Akranesi, námskeið hefst 4. maí. Snæfellsnesi, námskeið hefst 15. maí. Búðardal, námskeið hefst 25. maí. Skráningu á námskeið á Snæfellsnesi og í Búðardal þarf að vera lokið fyrir 8. maí. Upplýsingar og skráning: Vilhjálmur Gíslason Sigurður Arnar Sigurðsson Emanúel Ragnarsson Sveinn Ingi Lýðsson 431 2737 og 898 1208 431 1230 og 898 1208 436 1254 og 853 6854 438 1342 og 897 1342 MÓTORHJÓL Bóklegt námskeið fyrir þá sem ætla að taka bifhjólapróf í sumar verður haldið 8. maí (skrán- ingu lýkur 5. maí). Mynd: H. Dan Bókasafn Eyr- arsveitar flytur í VOR verður byrjað að byggja ofan á skólahúsið í Grundarfirði og verður almenningsbókasafnið flutt í bráðabirgðahúsnæði að Borgarbraut 18 til að minnsta kosti tveggja ára. Nýja bóka- safnshúsnæðið er gamalt lítið hús, byggt fyrir miðja öldina, og stendur við götuna ofan við vél- smiðjuna. Það bar áður nafnið Fögruvellir. Arið 1979 brann hluti af hús- næði Grunnskólans og eyðilagð- ist þá allur bókakostur skóla- og almenningsbókasafnsins. Safnið þjónar nú tæplega 1.000 manns og er bókakosturinn kominn í um 7.000 bindi og um 3.000 bindi á skólabókasafninu. Mjög þröngt hefur verið um bæði söfnin í mörg ár en von er til að rýmra verði um þau eftir stækk- un skólahússins. 1 ár eru liðin 75 ár síðan Lestr- arfélag var stofnað í Eyrarsveit. Þá var mikill áhugi fyrir stofnun bókasafna fyrir almenning um allt land. Sama ár var t.d. Borg- arbókasafn Reykjavíkur stofnað. Bebist velvirbingar Þegar farið var af stað með út- gáfu Skessuhorns var það eitt af aðalmarkmiðum útgefendanna að skapa vandað féttablað. Það er ekki okkar að dæma um hvernig til hefur tekist en við gerum okkar besta og minnum á að blað sem þetta þarf sinn tíma til að þróast og á að fara stöðugt batnandi. Eins og svo margir aðrir á þessum vettvangi höfum við ekki verið laus við heimsókn- ir prentvillupúkans. Hann hefur sett mark sitt sérstaklega á síð- asta blað, m.a. í nokkrum auglýs- ingum og biðjumst við innilega velvirðingar á því. Það er áfram okkar markmið að gefa út vand- að blað og við þiggjum að sjálf- sögðu með þökkum allar ábend- ingar um það sem betur má fara. Ritstjóri Líonspegn vímuemum LIONSHREYFINGIN á íslandi hef- ur tileinkað sér fyrsta laugardag í maí sem sérstakan baráttudag gegn fíkni- efnum en hann ber upp á 2. maí í ár. Þá munu félagar í Lionsklúbbnum Rán og Lionsklúbbi Olafsvíkur stan- da fyrir göngu og skokki. Við vonum að allir sem vettlingi geta valdið mæti hressir og sprækir við Ólafsvíkurkirkju á laugardags- morgun kl. 13.00. Lionsfélagar hressir og sprækir verða með léttar upphitunaræfingar fyrir hlaup. Hlaupið verður um 3 km. leið um bæinn. Að hlaupi loknu fá allir hressingu og frítt í sund. Sama dag selja Lionsfélagar barmmerki vímuvamardagsins. 100 á 125 í Skagaveri núna SKAGÁVER

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.