Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.1998, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 30.04.1998, Blaðsíða 11
^ssvnu^ FIMMTUDAGUR 30. APRIL1998 11 Foreldrar og forrába- menn bama ath! Foreldrar og forráðamenn bama og unglinga í Grundarfirði: Nú fer í hönd sá tími sem böm vilja renna fyrir fisk og er þá alltaf gaman að fara á bryggjumar og reyna að fá ufsa, massa eða jafnvel krabba. Bömin geisla af ánægju yfir fengn- um hlut. Það fer ekki alltaf saman vinnan við höfnina og ævintýraþrá bam- anna, þar sem umferð um hafnar- svæðið er töluverð af stómm flutn- ingabílum, lyftumm og annarri um- ferð ökutækja. Ágætu foreldrar og forráðamenn; ef þið leyfið bömunum að fara niður á höfn til að veiða, þá væri gott ef böm undir níu ára aldri kæmu í fylgd eldri bama eða fullorðinna og þá í björgunarvestum. Það þarf ekki mik- ið út af að bera svo illa geti farið. Það gera sér ekki allir grein fyrir þeim mikla flæðamismun sem hér er, en það er um 6 metra munur á flóði og fjöm. Það skal tekið fram að höfnin á nokkur björgunarvesti, en þau duga skammt fyrir þann fjölda sem hingað kemur. Vemm minnug þess að slysin gera aldrei boð á undan sér og það verður aldrei of varlega farið. Hafnarverðir og Hafnarstjóm (Fréttatilkynning) Útsölur og verðtilboð hverskonar birtast neytendum í ýmsum myndum. Þessi föngulega kona bauð t.d. kossa á kostaverði á dansleik á Hótel Borgamesi á síðasta vetrardag. Samkvæmt heimildum mun hafa verið um nokkurs konar rýmingarsölu að ræða því hún var á leiðina í hnapphelduna. Því vom þetta síðustu forvöð. Enda komust færri að en vildu. Hjólbarðaverkstæói Kalmansvellir 4 (Akranes) Sími 431-5454 Sími : 894 B959 Sími : 561-020Q(RVK) Bestu kaupin á nýjum dekkjunt Vinnan aðeins sQgffo Undirsetning Umfelgun nýlega var gerð skoðannakönnun á 27 verkstæðum og í Ijós kom að við vorum ódýrastir ! Samkvæmt : ASÍ, BSRB og Neytendasamtökunum GefmanHgiifafcfmanœ.| Bf i Jafnvægisstilling 8:00-20:00 mán -fös til 10 maí 9:00 -18:00 laugadaga til 10 maí 12:00 - 16:00 Sunnudaga til 3 maí SttaBrpð&firp WœipiJ) 155/70R 13 3.375 kr 175/70R 13 3.555 kr 185/70R 14 4.185 kr Uppgefin veró mióast við staðgreiðslu og geta breyst án fyrirvara Eigum langflestar gerðir af dekkjum á frábæru verði Fulltrúar gefenda og Samvinnuháskólans: Geir Magnússon forstjóri Olíufélagsins, Jónas Gubmundsson rektor, Kristján ). Eysteinsson forma&ur Skólanefndar, Ólafur B. Thors forstjóri Sjóvá-Almennra, Ásgeir Jóhannesson og Lilja Ólafsdóttir í Fjárhagsrá&i Samvinnuháskólans, Sigfús Sumarli&ason sparisjó&sstjóri Sparisjó&s Mýrasýslu og Magnús Haraldsson stjórnarformaöur Kaupfélags Suðurnesja. Á myndina vantar fulltrúa Búna&arbanka íslands, Osta- og smjörsölunnar og Haraldar Bö&varssonar. Samvinnuháskólinn á Bifröst fær tækjagjöf SAMVINNUHÁSKÓLINN á Bif- röst hefur fengið tvo tölvuskjávarpa og nokkur aukatæki að gjöf frá sjö fyrirtækjum. Forráðamenn fyrirtækj- anna afhentu tækin við athöfn fyrir skömmu. Þessi nýju tæki koma að góðum notum við kennslu í Samvinnuhá- skólanum. Þau bæta einnig verulega ráðstefnuaðstöðu á Bifröst. Tækin verða til sýnis á opnu húsi í Sam- vinnuháskólanum 2. maí n.k . Á þessu ári eru tíu ár síðan að fyrstu nemendur á háskólastigi voru teknir inn í skólann á Bifröst. Þá eru áttatíu ár liðin síðan forveri Sam- vinnuháskólans, Samvinnuskólinn í Reykjavík, var stofnaður. Eyjaferbir á góbri siglingu EYJAFERÐIR í Stykkishólmi er vaxandi fyrirtæki í ferðaþjónustu á Vesturlandi og brautryðjandi í afþr- eyingu fyrir ferðamenn. Fyrirtækið hefur gert út báta í siglingar um Breiðafjörð og á síðasta ári keyptu Eyjaferðir skipið Brimrúnu sem er tveggja skrokka, hraðskreytt og vel búið til farþegaflutninga í lengri og skemmri leiðir. Að sögn Svanborgar Siggeirsdótt- ur hjá Eyjaferðum var töluverð nýt- ing á Brimrúnu síðasta sumar þrátt fyrir að skipið kæmi ekki fyrr en kynningartíminn var að mestu liðinn. Hún sagði skipið vinsælt fyrir stærri hópa og algengt er að veislur séu haldnar um borð í því á Breiðafirði. Svanborg sagði útlitið gott fyrir komandi sumar og mikið borist af pöntunum og fyrirspumum. Ætlunin er að Brimrún verði í Ólafsvík á virk- um dögum en í Hólminum um helg- ar. Hafrún, minni bátur Eyjaferða verður einnig í siglingum í sumar en hún er nýkomin úr gagngerum end- urbótum. Hvalaskoðun er orðinn stór þáttur í rekstri Eyjaferða og stór- hvelin eru sérstaða fyrirtækisins. Svanborg sagði það aldrei hafa bmgðist að sjá stórhveli í ferðunum síðasta sumar. Svanborg Siggeirsdóttir Brimrún og Hafrún vi& bryggju í Stykkishólmi. 5 dyra 2,0 I. - 128 hestöfl Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður <J> 2,0 I. 4ra strokka 16 ventla léttmálmsvél Loftpúðar fyrir ökumann og farþega Rafdrifnar rúður og speglar Veghæð: 20,5 cm. Fjórhjóladrif Samlæsingar Ryðvörn og skráning Útvarp og kassettutæki Hjólhaf: 2,62 m. Lengd: 4,52 m., Breidd: 1,75 m., Hæð: 1,65m. Verð frá: beinsk. 5 gíra 2.190.000, Sjálfskiptur 2.270.000, BILVER Akursbraut 11 c 300 Akranesi sími: 431 1985 fax 431 1916

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.