Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.1998, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 30.04.1998, Blaðsíða 8
 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 Sundlauqarmannvírkin í Borgamesi vígS á sumardaginn fyrsta Oli Jón Gunnarsson bæjarstjóri renndi sér me& gífurlegum tilþrifum á víglsuathöfninni SUMARDAGURINN fyrsti var haldinn hátíðlegur í Borgarnesi að vanda, eins og víða annars- staðar á Vesturlandi. Ovenju mikið var þó um að vera í land- námi Skallagríms því verið var að vígja formlega sundlaugarmann- virkin glæsilegu. Einnig var haldinn borgara- fundur þar sem vímuvarnarstef- na sveitarfélagsins var kynnt. Boðið var uppá fjölbreytta dagskrá þennan dag og m.a. kepptu efstu menn á framboðs- listunum í vatnsrennibrautum og líkt og í góðum kosningaslag var mikill bægslagangur og Iæti. Þá komu meistaraflokksmenn Skallagríms færandi hendi fyrir hönd Sparisjóðs Mýrasýslu sem gaf öllum börnum í 1. - 8. bekk Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarness fótbolta í sumargjöf. Tertan sem gestum var bobið a& bragða á var hin glæsilegasta. Einnig var f tilefni vígslunnar sem var eftirlíking af íþrótta- boðið upp á mikla öndvegistertu mannvirkjum bæjarins. Ævar og Salka Margrét. [r wKm r* kt- I 1 13 Hl m Páskaleikur Salka Margrét Sigurðardóttir 5 ára Skagamær hlaut vinninginn í páskaeggjaleik Æskulínu Búnað- arbankans og Litlu hafmeyjar- innar, í útibúi bankans á Akra- nesi. Þessi leikur fór fram í Bún- aðarbankanum og útibúum hans víðsvegar um landið í tengslum við sýningu myndarinnar Litla hafmeyjan. Þátttaka á Akranesi var mjög mikil og þegar dregið var úr nöfnum þátttakenda kom upp nafn Sölku Margrétar. Hún var að vonum glöð þegar hún mætti í Búnaðarbankanum á Akranesi og tók á móti verðlaun- um sínum, sem voru m.a. páska- egg, tölvuleikur með Litlu haf- meyjunni, Stjörnubók frá bank- anum með kr. 2500 innistæðu o.fl. Með Sölku Margréti á mynd- inni er Ævar bróðir hennar sem er 11 ára og var hann að vonum stoltur af Iitlu systir sinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.