Skessuhorn - 11.06.1998, Qupperneq 16
SKARTGRIPIR - GJAFAVARA
MODEL
STliHOU118 - MQUKSi "S 431 3333
Æ Aðalskoðun hf. í Grundarfirði
Þín bifreiSaskoðun - Stöðugt á staðnum
Símar 438 65 46 og 555 33 55
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI -16. tbl. 1. árg. 5. júní 1998
Sami meiri-
hluti í Borg-
arbyggb
og Óli jón bæjarstjóri næstu tvö árin
Um síðustu helgi var gengið frá
myndun meirihluta Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks í bæjarstjórn
Borgamess.
I samtali við Skessuhom á sunnu-
dagskvöldið sagði Guðmundur Guð-
marsson oddviti framsóknarmanna
að helstu atriði í málefnasamningi
flokkanna væri einsetning Gmnn-
skólans í Borgamesi og skólastefna
fyrir báða skólana í Borgarbyggð. Þá
sagði hann að lögð yrði áhersla á
gerð aðalskipulags fyrir allt sveitar-
félagið. Einnig
er í málefna-
samningnum
rætt um að
fylgja nýaf-
staðinni sam-
einingu sveit-
arfélaga í
Mýrasýslu eftir
og gera jákvæð
áhrif hennar
son ver&ur bæjar- sem mest.
stjóri í tvö ár enn j samkomu-
Gu&mundur Gu&-
marsson ver&ur áfram
forseti bæjarstjórnar
Borgarbygg&ar
lagi flokkanna er kveðið á um að
embætti bæjarstjóra og forseta
bæjarstjómar skiptist á milli flokk-
anna. Guðmundur Guðmarsson
verður forseti bæjarstjómar fyrstu
tvö árin en Oli Jón Gunnarsson
bæjarstjóri. Síðari tvö ár kjörtíma-
bilsins verður Oli Jón forseti
bæjarstjórnar en framsóknarmenn
ráða nýjan bæjarstjóra. Formennska í
bæjarráði verður hjá hvomm flokki
fyrir sig sömu árin og bæjarstjóraem-
bættið. Guðmundur sagði að við
skipun nefnda yrði hlutfall bæjarfull-
trúa látið ráða. Það þýðir að hlutfall
fulltrúa frá Borgarbyggðarlistanum
verður hæst.
Aðspurður um langan aðdraganda
meirihlutamyndunarinnar sagði Guð-
mundur að ýmis mál hefðu staðið í
mönnum og nefndi þar sérstaklega
ráðningu bæjarstjóra.
Guðmundur kvaðst bjartsýnn á
áframhaldandi gott samstarf þessara
flokka þótt töluvert væri af nýju fólki
meðal bæjarfulltrúanna. G.E.
Frábær frammistaba
íslensku verktakanna
segir framkvæmdastjóri Norburáls, Gene Caudrill
Fyrstu kerin í nýju álveri
Norðuráls á Grundartanga voru
gangsett mánudaginn 1. júní s.l. en
framleiðsla á áli hófst viku síðar.
Blaðamaður Skessuhoms ræddi við
Gene Caudill framkvæmdastjóra
Norðuráls s.l. föstudag.
Gene sagði að kerin yrðu gangsett
jafnt og þétt næstu fimm vikumar eða
svo. „Við reiknum með að það taki
uppundir 40 daga að starta fyrstu 60
kerjunum en í flestum tilfellum
getum við gangsett tvö á dag. Kerin
em 120 í allt en það er ekki ljóst í dag
hvenær hægt verður að gangsetja
síðari hlutann. Við bíðum eftir svari
frá Landsvirkjun um hvort þeir geti
útvegað okkur næga raforku strax í
sumar. Ef svo verður ekki em líkur á
að gangsetning þeirra sextíu kerja
sem eftir verða geti ekki hafist fyrr en
í nóvember", sagði Gene.
Planta trjám
Gene sagði að framkvæmdaáætlun
hefði staðist hundrað prósent til
þessa og í raun væri allt tilbúið sem
til þyrfti. „Það er allt klárt sem við
þurfum til að hefja framleiðslu en
ennþá er mikið um að vera héma á
svæðinu við ýmiskonar frágang og
eftirvinnu. Ég
reikna með að
framkvæmd-
um ljúki að
fullu á næstu
3-4 vikum,
þar með talið
frágangi á lóð.
Síðan munum
við nota
sumarið m.a.
til að planta
trjám og þökuleggja og malbika
helstu vinnusvæði og umferðaræðar
á staðnum. Þá verður lögð á það
gífurleg áhersla að vinnusvæði
álversins og umhverfi þess verði til
fyrirmyndar hvað umgengni varðar".
Hæft starfsfólk
Megnið af þeim mannskap sem
kemur til með að starfa í nýja álver-
inu er kominn á staðinn en gengið
hefur verið frá ráðningu 115 manna
sem starfa munu við hina mismunan-
di þætti framleiðslunnar. Hluti þes-
sara manna hefur verið í starfsþjálf-
un, m.a. í álveri í Þýskalandi. Gene
kvaðst mjög ánægður með hæfileika
og menntun þeirra manna sem ráðnir
voru. „Það er ljóst að við höfum strax
í byrjun á mjög hæfu starfsfólki að
skipa enda vorum við svo heppnir að
geta valið úr miklum fjölda umsækj-
enda. Umsóknir fyrir þessi 115 störf
voru vel yfir 1100 sagði Gene.
Ótrúlegur framkvæm-
dahraði
Eins og flestum mun kunnugt
hefur ffamkvæmdahraðinn við bygg-
ingu álversins verið ótrúlegur en það
tók aðeins 13 mánuði að ljúka við
þessi mannvirki sem hafa til samans
um 37 þúsund fermetra gólfflöt, eða
eins og fimm fótboltavellir í fullri
stærð. Meira að segja hefúr verið rætt
um heimsmet í sambandi við bygg-
ingatímann. Gene staðfesti það að
aldrei hefði verið byggt stóriðjuver á
jafn stuttum tíma. „Venjulega taka
framkvæmdir af þessu tagi um tvö ár
en þetta hefur gengið alveg ótrúlega
vel. Það er fyrst og ffemst að þakka
þeim verktökum sem komu að þess-
um framkvæmdum en við erum mjög
ánægðir með þessa íslensku verktaka
sem hér hafa unnið. Þeirra frammi-
staða er frábær“, sagði Gene Caudrill
að lokum.
G.E.
Gene Caudrill
framkvæmdastjóri
Nor&uráls.
Mynd: G.E
TILBOÐUM FRÁ McVITIE’S
IVÖRUHÚSI 4
K.B. BORGARNESI ^
MUNIÐ EFTIR FRÁBÆRUM