Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.1999, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 25.02.1999, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 7. tbl. 2. árg. 25. feb. 1999 Kr. 200 í lausasölu Tónlistarskólinn Akranesi Kröfum kennara hafnaö Fulltrúar kennara við Tónlistar- skólann áttu fund með bæjarráði fimmtudaginn 18. febrúar síðast- liðinn og gerðu grein fyrir óskum sínum varðandi húsnæðis - og kjaramál. Til þessa fundar var boðað af bæjarráði í kjölfar þess að kennarar höfðu sett fram óskir um leiðréttingu á kjörum sínum. Niðurstaða bæjarráðs var sú að þar sem ekki væri gert ráð fyrir launabreytingum eða endurbótum við Tónlistarskólann í fjárhags- áætlun fyrir árið 1999 gæti bæjar- ráð ekki orðið við erindinu. Þegar Skessuhom hafði samband við talsmenn kennara á mánudags- morgun höfðu þeir ekki heyrt af þessari niðurstöðu bæjarráðs en um hana hefur mátt lesa í fundargerð þess á vef Akraneskaupstaðar, www.akranes.is, síðan á fimmtudag. Bréf dagsett 18. febrúar með niður- stöðu fundarins barst síðan kennur- um um hádegisbil á mánudag. Talsmenn kennara sögðu þessa niðurstöðu undarlega í ljósi þess að boðað hafði verið til viðræðnanna af hálfu bæjaryfirvalda (samkv. bréfi dagsett 4. febrúar) og ef gerð fjár- hagsáætlunar kæmi f veg fyrir að unnt væri að verða við óskum þeirra hvers vegna það hefði þá yfirleitt verið að bjóða til þessara viðræðna? Talsmenn kennara sögðu niðurstöð- una þar að auki mikil vonbrigði því þeir töldu sig hafa sett fram réttmæt- ar og sanngjamar kröfur. Eins hefði þeim þótt það heldur ónotalegt að frétta það utan úr bæ að bæjarráð treysti sér ekki til að ræða umleitanir þeirra frekar, kennarar Tónlistarskól- ans hefðu staðið í þeirri trú að frekari viðræður myndu eiga sér stað. -K.K. „ja, mikib helvíti," hraut af vörum hæstvirts forsætisrábherra þegar hann kallaði heilbrigbisráöherra upp á svib Fjölbrautaskólans á Akranesi í fimmtugsafmæli þess síharnefnda síðastlibinn fimmtudag. Upp á sviðið komu storm- andi tvær Ingibjargir og leit út fyrir að þarna væri kominn fyrsti afrakstur einræktunar á íslandi. Svo var þó ekki heldur var þarna komin leikkonan Margrét Guðmundsdóttir í gervi ráðherrans en fyrir vikið var Davíð kysstur í „steríó." Mynd: G.E. Slegist um lób vib Brúartorg ** Baugur og KB sækja um sama blettinn ** Stefán Haraldsson verslunarstjóri Hraðkaups. Baugur hf. hefur sótt um lóð við Brúartorg i Borgarnesi í vogi sem verið er að fylla upp í þessa dag- ana. Að sögn Stefáns Haraldssonar verslunarstjóra Hraðkaups í Borgar- nesi sem er eitt af fyrirtækjum Baugs er það ætlunin að byggja á lóðinni verslunar og þjónustuhús sem býður upp á fjölbreytta vöm og þjónustu. Stefán sagði verslun Hraðkaups þeg- ar vera búna að sprengja utan af sér Guösteinn Einarsson kaupfélags- stjóri KB. núverandi húsnæði og því væri stækkun orðin aðkallandi. Að sögn Stefáns ætlar Skeljungur hf að taka þátt í byggingunni en fyrirtækið er með bensínafgreiðslu og veitingastað á lóðinni við hliðina. Baugur er ekki fyrsta fyrirtækið til að sýna umræddu byggingasvæði áhuga. „Það er langt síðan við sóttum um þessa lóð og teljum okkur hafa fengið vilyrði fyrir henni hjá bæjaryf- irvöldum," sagði Guðsteinn Einars- son kaupfélagsstjóri KB. „Það eru margir mánuðir síðan við fengum hönnuð til að líta á svæðið og höfum gengið út frá því sem vísu að við fengjum hana. Við höfum skoðað aðra valkosti en ekki fundið betri lausn enda emm við þegar famir að vinna að þessu máli. Við gerð- um samkomu- lag við Borgar- verk um að kaupa þá fyll- ingu sem nú er verið að vinna að ef við fengj- um lóðinni út- hlutað og ég sé ekki annað fyr- ir mér en það standi,“ sagði Guðsteinn. Aðspurður sagði Oli Jón Gunnarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar að ekki væri búið að úthluta svæðinu og engin ávkörðun hefði verið tekin. „Það er verið að vinna að deiliskipu- lagi fyrir þetta svæði og á meðan verður engin ákvörðun tekin. Við gáfum leyfi fyrir því að það efni sem yrði keyrt úr Brákarsundi yrði notað í uppfyllinguna. Með því móti gátum við flýtt svolítið fyrir en það er ekki hægt að úthluta lóðinni án þess að deiliskipulag liggi fyrir. Skipulags- ferlið tekur töluverðan tíma en því verður hraðað eins og hægt er,“ sagði Óli Jón. -G.E. Byggingasvæðið eftirsótta við Brúartorg. XUM á ^aftdekluhi! Tilboð áður Þvottavél 1200 snúninga. 49.90 0 64.900 Kæliskápur 146x59,8 sm. 43.900 59.900 Kælisk. m/frystisk 170x59,8 49.90 0 79.900 Fjöldi annarra tækja á góðu verði! Frá og með laugardeginum 27. febrúar verður KB opið til kl. 19 alla daga nema sunnudaga. Opið til alla daga nemasunnudagaloKað!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.