Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.1999, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 25.02.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 25. FEBRUAR 1999 ^ikiUisunuJ Blómaverk í nýtt húsnæbi Bændurnir í Rau&anesi. Frá v. Sigurbjörg Viggósdóttir, Ingibergur Jónsson, Sigmar H. Gunnarsson og Inga Dís Ingibergsdóttir á víxludaginn. Mabur verbur ab trúa á þab sem mabur er ab gera Segja bændurnir í Rauðanesi á Mýrum sem vígðu nýtt fjós um helgina Það er alltaf stór stund þegar nýtt atvinnuhúsnæði er tekið í notkun, ekki síst í dreifbýlinu þar sem slíkt er kannski ekki daglegur viðburð- ur. A undanförnum árum hefur það heyrt til undantekninga ef byggt er nýtt húsnæði til landbún- aðarframleiðslu en undantekning- arnar eru til og síðastliðinn laugar- dag var slegið upp mikilli veislu í Rauðanesi á Mýrum í tilefni af því að verið er að leggja lokahönd á nýtt og fullkomið 40 kúa fjós. I Rauðanesi búa Sigmar H. Gunn- arsson og Inga Dís Ingibergsdóttir og foreldrar hennar þau Sigur- björg Viggósdóttir og Ingibergur Jónsson. I samtali við Skessuhorn sagði Sigmar að það hafi verið kominn tími á verulegar endurbætur á húsakosti og niðurstaðan varð sú að byggja fjós af fullkomnustu gerð. Fjósið er fjöru- tíu bása með fullkomnum mjaltabás með tölvustýrðu mjaltakerfi, flór- sköfukerfi, fullkominni loftræstingu og tilheyrandi tækjabúnaði sem prýð- ir nýtískufjós. Það sem þó er óvenju- legast í íslensku fjósi er að undir því er ekkert haughús að undanskilinni þró í enda hússins. Þaðan er mykj- unni dælt í frístandandi mykjutank utanvið húsið. Sigmar sagði að það hefði mikla kosti í för með sér að losna við mykjuna út úr húsinu sem fyrst. „Við lögðum höfuðáherslu á að auka framleiðsluna en minnka vinn- una um leið. Vinnuaðstaðan í þessu fjósi er algjör bylting fyrir okkur og tæknin gefur okkur möguleika á að fylgjast með hlutunum á auðveldari hátt en áður. Með tölvustýrðu mjalta- kerfi er hægt að fylgjast með nyt kúnna frá degi til dags, halda utan um sjúkraskýrslur, gangmál, fóðrun og fleira,“ sagði Sigmar. Sigmar sem er pípulagningameist- ari hefur sjálfur unnið við bygging- una ásamt iðnaðarmönnum úr ná- grenninu. Hann sagði fjárfestinguna vera um 15 milljónir með öllu og taldi það vera nokkuð vel sloppið en þess má geta að byggingartíminn var aðeins um átta mánuðir. Aðspurður um hvort slfk fjárfesting gæti borgað sig í landbúnaði í dag, sagði hann. „Maður verður að trúa á það sem maður er að gera. Við lítum á þetta sem fjárfestingu til framtíðar og höf- um fulla trú á að hún standi fyrir sínu,“ sagði Sigmar. Um síðustu helgi opnaði blóma- búðin Blómaverk í Ólafsvík nýja og glæsilega verslun við Ólafs- braut þar í bæ. Eigandi verslunar- innar Friðgerður Pétursdóttir sem hefur rekið Blómaverk síðustu fimm árin sagði ástæðuna fyrir fiutningnum vera að hún hafi vilj- að komast í eigið húsnæði og að auki væri hún núna komin á besta stað í bænum. Það var mikið um að vera í nýju versluninni þegar blaðamaður Skessuhorns leit þar við á laugar- dagsmorguninn en verslunin var opnuð á nýja staðnum kl. 14.00. Friðgerður sagðist hafa fengið góða aðstoð frá fjölskyldu og vinum og var að vonum ánægð með sig í nýju búðinni þrátt fyrir að lítill tími hafi gefist til afslöppunar síðustu daga. I Blómaverki er boðið upp á mikið úr- val af blómum og gjafavöru og allar blómaskreytingar eru unnar á staðn- um. Það má búast við að það hafi verið nóg að gera fyrstu helgina því strax á laugardagsmorgninum voru eiginmenn í Snæfellsbæ famir að banka á dymar til að kaupa konu- dagsblómin. „Jú, jú, Ólsarar eru ósköp rómantískir,“ sagði Friðgerður og brosti við. -G.E. Mæbgurnar Fri&ger&ur Pétursdótt- ir og Fjóla Rós í nýrri verslun Blómaverks. Mynd: G.E. Akranes Náttfatapartí á öskudag Litlu krakkarnir á Garöaseli bí&a í ofvæni eftir því a& fá a& slá köttinn úr tunnunni. Allir mættu í náttfötum og voru fóstrurnar á því að þetta væri fjölmennasta náttfatapartí sem haldið hefði verið í manna minnum á Vest- urlandi. Pennínn Halló, halló halló.. dj.... hann datt út! Brábum verða þessi orð vart sögð í Borgarfirði bætur á kerfinu svo það megi vera eins gott og auglýst er að það sé, sjá t.d. bls 12 og 13 í símaskránni 1998. Bréftnu hefur verið svarað og er það okkur ánægja að greina ykkur hinum Borgfirðingunum frá því að í niðurlagi bréfsins sem Ó- lafur Þ. Stephensen forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssímans skrifar undir, dagsett 22. janúar 1999 kemur eftirfarandi fram: „á framkvæmdaáætlun far- símadeildar Landssímans fyrir ný- byrjað ár er að kanna aðstæður í Borgarfirði öllum, gera mælingar á GSM-sambandi og leitast við að gera úrbætut þar sem þörf er á.“ Sem sagt, við eigum von á góðu GSM sambandi á árinu 1999, höf- um það hugfast. f.h. Atvinnuþróunarnefndar, Sverrir Heiðar Júlíusson Atvinnuþróunarnefnd í sveitar- félaginu sem Flosi kallar Lundarofl eða Andaká öðru nafni 3510, hefur verið að kanna möguleika á endurbótum á dreifikerfi Landssímans fyrir GSM síma. Astæðan er sú að víða í hérað- inu hefur sambandið verið glopp- ótt og þarf að gera átak ef við sem eigum GSM síma eigum að sitja við sama borð. GSM síminn er nauðsynlegt atvinnu- og öryggis- tæki sem allir verða að geta treyst á, að vissu marki, en því miður hefur sú ekki verið raunin. Við sendum því Landssímanum bréf í ársbyrjun og fórum fram á endur- Hólmfríði á Penninn Eg er himinlifandi. Loksins, loks- ins er að fæðast nýtt afl innan ís- lenskra stjórnmála sem ég finn til samkenndar með. Og það allra besta; ein heilsteyptasta mann- eskja sem ég þekki hefur tekið þá ákvörðun að taka þátt í því starfi og bjóða sig fram sem fulltrúa minn í mótun þess samfélags sem ég bý í. Það er stór ákvörðun. Akvörðun sem ég þakka henni fyrir. Því mér sem kjósanda er alls ekki sama hver situr á Alþingi íslendinga sem full- trúi míns kjördæmis. Sá fulltrúi skal vera mörgum góðum kostum gædd- ur. Ég hef hingað til verið ein af þeim sem kýs ekki flokka heldur fólk, og mun halda því áfram. Þess- vegna er það ánægjulegt þegar traustvekjandi persóna eins og Hólmfríður Sveinsdóttir býður fram krafta sína til að vinna fyrir okkur. Ég hef alltaf haldið að fólk yrði sjálfkrafa litað og spillt af hinni gömlu pólitísku hefð við það að starfa innan gömlu flokkanna. Hólmfríður hefur afsannað þá kenningu mína. Hún er ennþá sama jarðbundna, staðfasta og yftrvegaða konan og ég þekkti áður en hún fór á kaf í stjómmálin. Kona, sem hefur hagsmuni heild- arinnar að leiðarljósi. Enda hefur hún sýnt að hún er ein af frum- kvöðlunum í þverpólítísku sam- starfi, fyrst með vinnu sinni og elju í kringum stofnun Grósku og síðan í starfi sínu með Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjómmálum. Hólmfríður er ein af fáum stjóm- málamönnum sem ég hef aldrei heyrt hallmæla öðmm í sömu stétt. Hún einbeitir sér að þeim verkefn- um sem fyrir liggja og vinnur þau af natni. Það hlýtur að vera kostur að vera ung og fersk í þeirri miklu vinnu sem framundan er að efla hið unga og nýja afl sem samfylkingin ■ 7 Anna Björk Bjarnadóttir. er að verða. Ég skora því á Vest- lendinga að fylkja sér bak við Hólmfríði í prófkjöri samfylkingar- innar sem fram fer þann 6. mars n.k. Anna Björk Bjamadóttir, íþróttafrœðingur Borgarnesi. 4 *

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.