Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.1999, Page 2

Skessuhorn - 25.02.1999, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 25. FEBRUAR 1999 ú&iisaunu^ VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI BORGARBRAUT 57, 310 BORGARNES - SÍMI 437 2262 FAX: 437 2263 - NETFANG: skessuh@aknet.is Afgreiðsla á Akranesi er á Suðurgötu 62, sími 431 4222 fax 431 2261 Útgefandi: Skessuhorn ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Einarsson, sími 852 4098 Blaðamaður: Kristján Kristjánsson, sími 892 4098 Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir, Borgarnesi sími 437 2262 Silja Allansdóttir, Akranesi, sími 855 2148 Prófarkalestur: Ágústa Porvaldsdóttir og fleiri. Hönnun og umbrot: Frétta- og útgáfuþjónustan. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Kristján Kristjánsson Skrifstofur blaðsins eru opnar kl. 10-12 og 13-16. Skessuhorn-Pésinn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga og efnis er kl. 15.00 á mánudögum. Litaauglýsingar sem krefjast mikillar hönnunarvinnu þurfa þó að berast blaðinu í síðasta lagi á hádegi á mánudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda. Áskriftarverð er 800 krónur á mánuði. Verð í lausasölu er 200 krónur. Áskriftarsími er 437 2262. Gu&rún Björk Meb sokká höfbi Gísli Einarsson, ritstjóri. Ég neita því ekki að oft hefur það hvarflað að mér, þegar ég er með blankara móti, að grípa til sértækra aðgerða í því skyni að rétta af við- skiptahallann. Mér hefur þá helst flogið í hug að nappa nælonsokki frá húsfreyju minni eða taka fram gömlu lambhúshettuna hans afa míns sem hann notaði í eftirleit árum saman, gyrða mig síðan eldhúsbreddunni eða stóra skiptilyklinum hans föður míns og ráðast með offorsi inn í næstu sjoppu eða bankaútibú. Þar myndi ég síðan heimta peningana eða lífið og bland í poka fyrir afganginn. Þessi háleitu markmið hafa þó alltaf orðið að engu og yfirleitt hef ég misst kjarkinn um það leyti sem ég byrja að róta í sokkaskúffu konunn- ar. Ég get þó sagt mér til málsbóta að ég kann það vel við afgreiðslustúlk- una í sjoppunni að ég vil ekki til þess hugsa að koma henni úr jafnvægi. Nú hvað bankann varðar þá má ég síst við því að styggja bankastjórann minn en ég efast um að hann væri jafn viljugur að taka við víxilblöðun- um mínum eftir að ég væri búinn að dangla í hausinn á honum með skiptilykli. Sjálfsagt má kalla það öfund hjá mér þegar ég hneykslast á sjoppuræn- ingja dagsins sem hleypur í burtu með 2.593 krónur, tvo pakka af Salem lights og eitt Lindubuff. Öfund vegna þess að hann þorði, hann sýndi kjark og áræði og hetjulund þegar hann ógnaði bamungri afgreiðslu- stúlku með eggjámi en ég guggnaði við sokkaskúffuna og þurfti sjálfur á áfallahjálp að halda. Öll höfum við heillast af sögum um bófa og ræningja. Við slefum af aðdáun yfir frásögnum af víkingum sem rændu og mpluðu, myrtu og nauðguðu og fengu sér í glas á eftir. Kannski eiga komandi kynslóðir eft- ir að hugsa með sömu hrifningu til sjoppuræningja nútímans. Þetta em hetjur síns tíma. Mennimir sem æðmlausir draga sokk á höfuð sér og taka sér eldhúsá- höld í hönd, hræða smástelpur og hrifsa til sín skiptimyntina úr kassan- um. Hrói Höttur stal silfrinu frá hinum ríku og gaf þeim fátæku. Lúlli sokkur stelur hinsvegar tíköllunum frá forríkum sjoppueigendum og kaupir dóp handa fátækum. Það er að vísu svolítill eðlismunur á en hver gerir sér rellu útaf því eftir eina eða tvær heróínsprautur. Hetjuskapur er afstæður eins og svo margt annað. Kannski em það litlu stelpumar í sjoppunum sem em mestu hetjumar eftir allt saman. Afgreiðsludömur með tíkarspena sem standa kvöld eftir kvöld bakvið búðarborðið vitandi að hvenær sem er gæti svoli með sokk á höfði stokk- ið inn úr gættinni. Það em þær sem taka áhættuna. Sokkmaðurinn þarf hinsvegar engu að kvíða. Annaðhvort sleppur hann á braut með fjármagn fyrir næstu sprautu eða þá að hann næst og þarf að borga sekt sem nem- ur afrakstri tveggja eða þriggja sjoppurána. í fjölmiðlaumræðunni að undanfömu hefur fjölmiðlaumræðunni að undanfömu verið kennt um vinsældir sjoppurána. Því liggur beinast við að skella skuldinni á mig ef sokkklæddir bófar heimsækja verslanir á Vesturlandi næstu dagana. Það má þó spyija sig hvort réttarkerfið eigi ekki einhverja hlutdeild í ábyrgðinni. Eftir því sem ég best veit er fang- elsisdómur fyrir glæpi af því tagi sem hér em nefndir ekki mikið lengri en sá tími sem tekur að þvo sokkinn fyrir næsta rán. Með öðmm orðum þá má líta á það sem þægilegar frímínútur. Ég hef aftur á móti þá trú að ef rykið væri dustað af gamla gapastokknum eða vendinum sem Jón Hreggviðsson var hýddur með við Öxará forðum daga, þá myndu fleiri en ég snúa við hjá sokkaskúffunni. Gísli Einarsson, gunga Jónína Gestsdóttir á Höfða. Á bak vi& hana má sjá leifarnar af útihúsunum. Bruni á Búlandshöfða Nýtt fyrirtæki í eldinn Að morgni síðastliðins laugardags varð vart við eld í útihúsum að bæn- um Búlandshöfða í Eyrarsveit. Húsin sem vom fjárhús og hlaða bmnnu til kaldra kola áður en slökkvilið Eyrar- sveitar komst á staðinn. Jónína býr ein á Búlandshöfða og hafði hún níu kindur og nokkrar kanínur í húsunum og einnig hafði hún nýverið lokið við að innrétta þar húsnæði fyrir sauma- stofuna Búland sem var að hefja rekstur. Skepnumar bmnnu inni og hey og tæki og lager saumastofunnar eyðilagðist allt í eldinum. I samtali við Skessuhom á laugar- daginn sagðist Jónína varla vera búin að átta sig á því sem gerst hafði. Hún sagðist ætla að nota tímann næstu daga til að hugsa sinn gang en ljóst væri að einhverjar breytingar yrðu á hennar högum þar sem þarna hefði hennar lífsviðurværi fuðrað upp á ör- skotsbragði. Aðspurð um trygginga- bætur sagði Jónína að það væri varla upp í nös á ketti. -G.E. Vegagerbin í Borgames Tillaga til þingsályktunar lögð fram f síðustu viku lögðu tveir þing- menn Vesturlands fram tillögu til þingsályktunar um flutning á starfsemi Vegagerðar ríkisins til Borgarness. Það eru þeir Magnús Stefánsson alþingismaður og Þor- valdur T. Jónsson varaþingmaður sem standa að tillögunni. Umræða um hugsanlegan flutning Vegagerðarinnar í Borgames hefur verið til staðar um árabil en ekkert hefur enn orðið úr aðgerðum. Flutn- ingsmenn tillögunnar benda meðal annars á umræðu um hugsanlegan flutning umdæmisstöðvarinnar í Borgamesi innan bæjarins sem tæki- færi til að endurskoða starfsemina þar. Þá telja þeir að starfsemi Vega- gerðarinnar væri vel staðsett í Borg- arnesi og að flutningurinn hefði já- kvæði áhrif á byggð í Borgarfjarðar- héraði. G.E. Fyrsti dómurinn vegna hraðamyndavéla Vildi reyna á reglumai* Segir sakborningurinn Emil Kristinsson sem er óánægður með niðurstöðurnar. Mánudaginn 15. febrúar síðastlið- inn var kveðinn upp dómur í Hér- aðsdómi Vesturlands í fyrsta mál- inu sem höfðað er vegna svokall- aðra hraðamyndavéla. Myndavél- ar þessar voru teknar í notkun hér á landi á síðasta ári og eru kynntar sem örugg sönnunargögn gegn ökumönnum með of þungan bens- ínfót. í viðkomandi tilfellum eru ökumenn ekki stöðvaðir á staðnum eins og tíðkast við venjulegar rad- armælingar heldur fá þeir tilkynn- ingu um það síðar að þeir hafi ver- ið festir á filmu ásamt sektarboði. Emil Kristinsson í Ólafsvík var fyrsti sakborningurinn í dómsmáli tengdu hraðamyndavélum. Hann var myndaður síðasta sumar en vildi ekki hlíta sektarboði og var því kvaddur fyrir dóm. „Ég vildi láta reyna á vinnureglur vegna hraðamyndavél- anna en ég vil meina að eftir þeim hafi ekki verið farið í mínu tilfelli. I vinnureglunum segir að ekki eigi að líða meira en 7 dagar frá myndatök- unni þar til viðkomandi hefur fengið sektarboðið. Það var tekin mynd af mér 2. júlí en ég fékk ekki sektarboð- ið fyrr en 13. ágúst. Ég dró líka í efa faggildingu ljósmyndarans sem er út- skrífaður úr lögregluskólanum viku fyrir atburðinn. Ég vildi þar með láta reyna á hvort myndavélin væri lög- gild samkvæmt íslenskum stöðlum en ég er í raun dæmdur eftir þýskum stöðlum. Areiðanleiki þessa tækis grundvallast á því að starfað sé eftir umræddum reglum. Þessvegna vildi ég láta reyna á þessi atriði fyrir dómi,“ sagði Emil. Emil var dæmdur sekur og vöm hans var hafnað. Hann var dæmdur í 15 þúsund króna sekt og til að greiða Emil Kristinsson. málskostnað að upphæð 20 þúsund krónur. Það sem Emil er þó óánægð- astur með er að niðurstöður dómsins vom komnar til fjölmiðla áður en hann fékk þær í hendur. „Ég fékk fyrst að vita um niðurstöður dómsins frá Loga Bergmann Eiðssyni frétta- manni Ríkissjónvarpsins. Það er dæmt í málinu á mánudegi en ég fæ ekki dómsniðurstöðumar fyrr en á fimmtudag. Mér finnst það ansi und- arleg vinnubrögð að embætti ríkis- lögreglustjóra sendir fjölmiðlum fréttatilkynningu áður en mér er birt- ur dómurinn.“ Emil kveðst ekki vera búinn að taka ákvörðun um það hvort hann áfrýjar en telur allar líkur á því. „Það er verið að skoða þessi mál fyrir mig af lögfræðingum og ég mun að öllum líkindum ekki una þessum niðurstöð- um. Ég er þó alls ekki að hvetja til af- brota heldur vil ég að verklagsreglur séu skýrar og með þessu er ég að þrýsta á að svo sé. Ef það á að vera hægt að treysta á þessa aðferð þá þarf að fara eftir settum reglum,“ sagði Emil. -G.E. Borgarbyggð Þreifa á sameiningu Á fundi bæjarstjómar Borg- arbyggðar fyrir skömmu var bæjarstjóra falið að boða sveit- arstjómannenn í sveitarfélög- unum norðan Skarðsheiðar á fund og ræða framtíðarþróun og möguleika á sameiningu. „Þetta verður opinn fundur allra sveit- arstjómarmanna í þessum sveit- arfélögum norðan Skarðsheiðar og vestur í Eyja og Miklaholts- hrepp. Þessu fylgja engin skil- yrði eða skuldbindingar heldur viljum við heyra sjónarmið manna og meta hvort einhver flötur sé á sameiningu eða sam- vinnu á einhverjum sviðum.“ sagði Óli Jón Gunnarsson bæj- arstjóri Borgarbyggðar. -G.E. Hörpuskel Skelvertíb lokíb á Breibafirbi Eins og sjá má í aflatölum síðustu viku em skelbátamir í Stykkishólmi í óðaönn að skipta yfir á önnur veiðarfæri þessa dagana. Sjö bátar hafa stundað skelina en um 6600 tonn bámst að landi þessa ver- tíðina í Hólminum. Skelfiskkvótinn á Breiðafirði er 8500 tonn. Þrír aðilar í Stykkishólmi hafa unnið aflann og var verðið á skelfiskinum ágætt framan af en þegar kom fram á haustið dróst salan sam- an. Grundfirðingar luku við að sækja sinn kvóta fyrir áramót, og um þessar mundir em tveir bátar frá Akranesi á skel í Hval- ftrði. Sorpurbun bobin út Bæjarverkfræðingi Borgar- byggðár hefur verið falið að undirbúa útboð á sorphirðu og sorpeyðingu fyrir Borgarbyggð. Að sögn bæjarstjóra er það gert í tengslum við fyrirhugaða sorpurðun í Fíflholtum og er út- boðið til 5-8 ára. Þetta er gert til að tjárfesting verktakans hafi nokkurn afskriftartíma uns eignir s.s. sorpílát falla til Borg- arbyggðar. Við teljum að það verði mun heppilegra að umsýslan sé á einni hendi og eignaumsýslan best komin í höndum verktaka. -G.E. Laug fyrstu gleðikonunnar Vantar peninga í uppgröftinn Um nokkurt skeið hafa verið uppi áform um að grafa upp laug Guðrúnar Ósvífursdóttur að Laugum í Sælingsdal. Vatn- inu í laug Guðrúnar var veitt með laugarrennu úr heitri upp- sprettulind samkvæmt sögunni og ætlunin er að grafa hvom- tveggja upp. Sagan segir einnig að Guðrún og Kjartan hafi átt fundi í þessari laug. Að sögn Trausta Bjamasonar formanns Héraðsnefndar er ver- ið að leita eftir fjármagni í upp- gröftinn. „Við vonumst til að geta hafist handa næsta sumar en þetta em að rnínu viti mjög merkar fornminjar enda var Guðrún fyrsta gleðikonan á ís- landi,“ sagði Trausti. Hann sagði það einnig tefja fyrir að verkið gæti hafist að illa gengi að fá jarðfræðing til starfa í dag. -G.E.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.