Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.1999, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 25.02.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 ^ikCssum/k. Við eigum stöku og stuðluð ljóð sterk í formi og línum, það sem engin önnur þjóð á í fórum sínum. Svo kvað Jakob á Varmalæk en þó þetta sérstaka ljóðform okkar Islendinga sem hefur lifað með okkur í gegnum aldimar sé að ýmsu leyti vinsælla nú en fyrir svona 20-30 árum þá sjást stundum merki þess að fólk er tæplega nógu vel að sér í stuðlasetningu þegar til á að taka. Þó þessi þáttur eigi í sjálfu sér ekki að fjalla um brag- fræði ætla ég að reyna að útskýra frumatriði stuðlasetningar í ör- stuttu máli. Allt sem við segjum segjum við í ákveðnu tónfalli, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki og skiptist í svokallaðar há- kveður og lágkveður. Fyrst kemur hákveða með meiri áherslu síðan lágkveða með minni áherslu og svo hákveða á ný. Oftast em tvö at- kvæði í hverri kveðu (tvíliður) en stundum þrjú (þríliður). I venju- legri ferskeytlu sem er algengasta útgáfa þessa stuðlaða ljóðforms eru oftast 7 atkvæði í fyrstu línu og 6 í annari og skiptist í kveður á eft- irfarandi hátt: Gera-vil ég-lítið-ljóð lengi-dags mig-sperri. Byrjun-in er-bara-góð. Botninn-ekki- verri! Þama em stuðlamir L in í fyrri hluta vísunnar en B in í seinni hlut- anum. Stuðlamir eða ljóðstafimir standa ifemst í kveðum á ákveðn- um áherslustöðum í vísunni og fylgjast yfirleitt að þrír. Annar hvor stuðullinn í fyrstu og þriðju línu þarf að vera í þriðju kveðu og önn- ur og fjórða lína þurfa að byrja á sama staf, svokölluðum höfuðstaf, þó er hægt að bjarga sér úr vand- ræðum með því að skjóta áherslu- lausu einsatkvæðisorði framan við. Við gætum til dæmis ekki sagt „Lítið ljóð vil ég gera“ eða „lítið vil ég gera ljóð“ hins vegar mætti skjóta áherslulausu „og“ framan við aðra eða fjórðu línu ef við þyrftum á því að halda en alla jafna sýnist mér fara best á að nota eins fá orð og hægt er að komast af með. Þar með læt ég lokið þessari bragfræðikennslu enda lætur mér margt betur, en ýmsar ágætar kennslubækur í bragfræði era fáan- legar, t.d. Bögubókin eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, en meðan ég man, veit nokkur um höfund um- ræddrar vísu? Um tíma unnu þau saman hjá Þorgeir & Ellert hf Inga Jóna Þórð- ardóttir og Guðjón Guðmundsson og tók Inga Jóna þátt í prófkjöri á því tímabili. Valgeir Runólfsson stakk eftirfarandi vísu að Guðjóni: Það er þó alltaf virðingarvert ef menn eru trúir sannfæringu sinni og um forystu Steingríms Sigfús- sonar í rauðgræna framboðinu fyr- ir þeim gemlingum sem ekki rekast í sameinaðri hjörð vinstri manna kvað Vigfús Pétursson: Þó að blási bitur él og bandalagið slitni. Grímur þarf að gefa vel svo gemlingamir fitni.. Konur láta æ meir að sér kveða í pólitík og fjölgar nú óðum á fram- boðslistum og fella stundum karla sem lengi hafa starfað í pólitfk úr ömggum sætum. Andrés Magnús- son kvað nú á dögunum: Konur sækja Alþing á úttroðnar af viti. Frægir drengir falla þá fyrir pilsaþyti. Eitt af því sem fylgir breytingum og hraða nútímans em tíðir hjóna- skilnaðir og fjöldi einstæðra for- eldra. Símon Jón Jóhannsson orti eftirfarandi vögguljóð tileinkað einstökum feðrum og þó sum hinna ungu skálda segi að formið hefti hugsunina þá sé ég ekki ann- að en höfundur hafi komið þokka- lega frá sér hugsun sinni og leyfi mér að efast um að þetta kvæði væri nokkuð betra þó það væri óstuðlað: Sofðu litla lukkutröll, ljúfur ertu og sætur. Pabbi geymir gullin öll, geislabyssu og He-man höll. En vakir yfir videói um nætur. Það er margt sem mamma veit, minn er hugur þungur. Nýleg bamalögin leit, lofuð er þar mæðrasveit. En ég mun reynast rembusvín og pungur. Sofðu ljúfur sofðu rótt. Seint mun best að vakna. Aðeins þessa einu nótt í örmum pabba sefur rótt Einnig feður finna til og sakna. Maður hefur heitið Kristján Schram og mun hafa gefið út ljóðabók sem ég veit þó ekki um nafn á en þætti fengur í. Eftir að hann komst á miðjan aldur hitti hann æskuvinkonu sína sem hafði áhuga á að endumýja íyrri kynni en fékk þetta svar: Gildir sama um gott og slæmt góða æskuvina. Það á enginn afturkvæmt inn í fortíðina. Einhvemtíma þegar honum lík- aði ekki fyllilega athafnir valda- manna varð honum að orði: Mörgu er hægt að koma í kring og klóra sig úr vanda. Þegar sál og sannfæring seld er hæstbjóðanda. Vertu slyngur, komdu í kring, svo konan þvingi ei fleira. Sendu Ingu inn á þing en aldrei hingað meira. Stundum hefur borið við að oss venjulegum meðaljónum hefur fundist að þingmenn eyddu óþarf- lega miklum tíma í að ræða mál sem kannske væm ekki þau sem mestu máli skiptu og einhvemtíma var kveðið: Þeir em að pexa á þingi sko, þeir á svoddan bull trúa, þar á meðalmennskan svo marga og dygga fulltrúa. Þó þessi maður hafi ekki orðið þekktur hagyrðingur má fullyrða að sá sem svona yrkir hefur ort eitthvað fleira bitastætt. Ef einhver gæti frætt mig um Kristján Schram, eða ljóð hans væri mér þökk í því. Með þökk fyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 Reykholt í Borgarfírbi menningarsetur Reykholt í Borgarfirði er staður sem allir landsmenn þekkja sem skóla- og menningarsetur auk þess að hafa verið áningarstaður ferðamanna, bæði erlendra og innlendra. Þar hefur orðið mikil breyting eftir að Héraðsskólinn í Reykholti leið undir lok líkt og fleiri héraðsskólar. Þar er núna að mótast ný mikilvæg menning- arstarfsemi sem hæfir þessu forna höfuðbóli. Með framlög- um af fjárlögum þessa árs er leitast við að tryggja þá fram- vindu sem er nauðsynleg svo efla megi þennan merka sögustað og nýta einstaka aðstöðu héraðsbú- um til hagsbóta. Snorrastofa I tengslum við nýja kirkju hefur verið reist þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn og svokölluð Snorra- stofa. I Snorrastofu verður bóka- safn og vinnuaðstaða fræðimanna. Tengist stofan minningu hins merka goðorðsmanns og sagnarit- ara Snorra Sturlusonar sem sat í Reykholti, ríkti og réði á íslandi uns hann var höggvinn í Reykholti 1241 að undirlagi Noregskonungs. I þjónustumiðstöðinni er sýningar- salur sem er ætlað að verða fræðasetur þeirra sem sækja Reyk- holt heim og vilja nema sögu stað- arins og fá leiðsögn og fræðslu um sögu héraðsins og raunar sögu Is- lands. Öll er þessi aðstaða hin besta og þeim sem að standa til mikils sóma. Frændur okkar Norðmenn hafa sýnt Reykholti mikinn áhuga og hafa stutt byggingu Snorra- stofu. Vilja þeir þrátt fyrir allt halda minningu Snorra á lofti. Bókhlaöa Lands- bókasafns Islands Það er vissulega við hæfi að nú skuli unnið að því á vegum Lands- bókasafns Islands að koma upp að- stöðu fyrir safnið í gamla héraðs- skólahúsinu. Með því nýtist húsa- kostur og um leið em sköpuð störf á staðnum, þó færri verði en þau sem vora þegar skólastarfið var í blóma. Ber að fagna því að stjóm Landsbókasafnsins skuli þannig dreifa starfsemi sinni sem þörf er fyrir og getur verið utan höfuð- stöðvanna í Reykjavík. Þjóöminjar í Reykholti I Reykholti em merkar og í raun einstakar þjóðminjar. Þar má nefna Snorralaug, sem telst með merk- ustu fomminjum, og göngin sem em talin hafa legið frá bæ Snorra að lauginni sem enn stendur og mun hafa verið hlaðin á 13.öld. Auðvitað þarf að varðveita þess- ar gersemar og sinna betur en gert hefur verið. I Reykholti er hafin á vegum Þjóðminjasafns Islands umfangsmikil vinna við fomleifa- uppgröft og rannsóknir á þeim leifum sem þar er að finna. Er þess að vænta að þær rannsóknir geti bmgðið ljósi á búsetu og sögu Sturla Bö&varsson. staðarins og jafnframt orðið til þess að draga að ferðamenn sem vilja kynnast rannsóknum og sjá þær rústir sem tengjast þessum merka sögustað. Hóteliö Um leið og skólahaldi lauk í Reykholti var leitast við að tryggja starfsemi og nýtingu skóla og heimavistar. Með samningi við Óla Jón Ólason og Steinunni Hansdóttur hótelhaldara var stefnt að rekstri allt árið. Hefur sú starf- semi farið vel af stað og orðið lyftistöng fábreyttu atvinnulífi. Takist að efla ferðamennsku í Borgarfirði ætti hótelrekstur allt árið í Reykholti að geta orðið til að styrkja stöðu ferðaþjónustu í hér- aðinu öllu og skapað skilyrði til þess að halda uppi öflugu menn- ingarstarfi sem tengja má starfi í héraði á sviði tónlistar, leiklistar, bókmennta, myndlistar og hvers konar alþýðulistar. Stuöningur ríkisins Framtak og framkvæmd heima- manna við endurreisn Reykholts- staðar hefur verið einstakt afreks- verk. Reksturinn hvflir nú á íbúum héraðsins. Rfldsvaldið hefur leitast við að koma að málum svo sem eðlilegt er með merkan sögustað. Gerður var samningur um árleg- an stuðning við Snorrastofu, veitt fé til fomleifarannsókna og sérstök fjárveiting veitt á þessu ári vegna starfsaðstöðu forstöðumanns Snorrastofu. Næstu verkefni sem ferðamálayfirvöld hljóta að koma að með einum eða öðrum hætti er hin almenna móttaka ferðamanna sem sérstakt rekstrarfélag, Heimskringla, stendur fyrir. Fjöl- famir ferðamannastaðir em sam- eiginleg auðlind ferðaþjónustunn- ar. Þar má nefna Gullfoss og Geysi, Mývatn, Helgafell, Borg á Mýrum, Djúpalón undir Jökli, Bamafossa, Skaftafell og Þing- velli, svo nokkuð sé nefnt. Allir þessir staðir leggja til aðdráttarafl náttúmfegurðar og íslenskrar sögu, sem eðlilegt er að kostað sé nokkm til úr hinum sameiginlegu sjóðum. Þess er vert að minnast þegar kröfumar frá höfuðborgar- svæðinu um framkvæmdir í þágu ferðaþjónustu aukast stöðugt. Sturla Böðvarsson Höfundur er alþingismaður fyrir Vesturlandskjördœmi Aðsendar greinar sendist: skessuh @ aknet.is Haygarb&harnfo Anton óhræddur Á miklu þorrablóti að Mið- garði í Innri Akraneshreppi um síðustu helgi var óvæntur heið- ursgestur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sveitarstjóri í ná- grannasveitarfélaginu Reykja- vík. Tók hún þátt í skemmtidag- skrá kvöldsins ásamt kollega sínum Anton Ottesen. Ræddu þau um hugsanlega sameiningu hreppanna og fór vel á með þeim. Kom það skýrt fram í máli Antons að ástæðan fyrir áhuga hans væri sú að þetta væri auðveldasta leiðin til að fjölga íbúum Innri Akranes- hrepps um 100 þúsund manns á einu bretti. Ingibjörg sagðist óttast það mest að ef Anton myndi leiða lista Sjálfstæðis- manna þá yrði róðurinn þyngri en áður. Anton taldi allar líkur á því að hann myndi leiða listann ef hann legði sig eftir því enda væri hann vanur að eiga við Ingu Jónu Þórðardóttur núver- andi oddvita listans. Var rifjað upp að fyrir allmörgum árum bar Anton sigurorð af Ingu Jónu í prófkjöri sjálfstæðismanna á Vesturlandi fyrir alþingiskosn- ingar. Hann hafnaði í 5. sæti en Inga Jóna í því sjötta. Leibtogi heimsins Ekki er allt sem sýnist í póli- tíkinni eins og eftirfarandi dæmi ber vott um: Þú átt að kjósa leiðtoga heimsins og þitt atkvæði vegur þungt. Það em þrír í framboði: A, B og C. Frambjóðandi A er tengdur hópi nýaldarsinna og stjömu- spekinga. Hann á tvær frillur, keðjureykir og drekkur 8-10 glös af Martíní á dag. Frambjóðandi B var rekinn frá tveimur fyrirtækjum, sefúr fram eftir degi, notaði ópíum á almannafæri og drekkur hálfan líter af koníaki á hveiju kvöldi. C er margheiðmð stíðshetja. Hann er grænmetisæta, reykir ekki og drekkur aðeins einstaka bjór á tyllidögum. Hann er heldur ekki þekktur fyrir óhóf- legt kvennafar. Hvem myndir þú kjósa? Til frekari upplýsingar þá er frambjóðandi A Franklin D. Roosevelt, B Winston Churchill og C er Adólf Hitler. Skakkt póstfang Vestlendingur flúði land fyrir skömmu og ætlaði að sóla sig í Flórída í nokkrar vikur. Konan komst ekki á sama tíma og þurfti að taka næsta flug sem var eftir þrjá daga. Þegar mað- urinn kom á hótelið í Florída tók hann upp fartölvuna sína, tengdi hana við gemsann og sendi konunni sinni tölvupóst. Hann var hins vegar búinn að fá sér aðeins neðan í því og eitt- hvað skolaðist netfangið til í höfðinu á honum. Svo illa vildi til að tölvupósturinn hafnaði í tölvudós fullorðinnar konu á Norðurlandi sem hafði orðið ekkja deginum áður. Þegar hin syrgjandi ekkja tékkaði á tölvu- póstinum hjá sér las hún af skjánum í andartak, rak síðan upp vein og féll í yfirlið á gólf- ið. Á skjánum stóð: „ Kæra eiginkona. Ég er kominn og búinn að bóka mig inn. Nú bíð ég bara eftir að þú komir á fimmtudag- inn. E.s. Það er eins og ég sagði. Það er helvíti heitt héma. Þinn elskulegur eiginmaður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.