Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.1999, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 25.02.1999, Blaðsíða 16
Borgarness apotek ITL Sími 437-1168 Bakvakt 437-1180 JÆ,£UMJÉÍlMMái£á^ RAKARASTOFA HAUKS Vöruhúsi KB Borgarnesi Sími: 437 1125 Fyrsta blabib frítt Prófkjör Samfylkingar Fjonr i frambobi Framboðsfrestur í prófkjöri Samfylkingarinnar á Vestur- landi rann út síðastliðinn sunnudag. Að sögn Sigrúnar Ríkharðsdóttur í yfirkjörstjóm bárust aðeins fjögur framboð. Stefnt var að þvf í upphafi að ekki yrðu færri en tveir úr hverju hólfi í framboði. Þau fjögur sem gefa kost á sér eru Dóra Líndal, Vestri Leirárgörð- um í Leirár og Melasveit úr hólfi Kvennalista, Gísli S. Ein- arsson, Akranesi úr hólfi Al- þýðuflokks, Hólmfríður Sveinsdóttir, Borgarnesi úr hólfi Alþýðuflokks og Jóhann Arsælsson Akranesi úr hólfi Al- þýðubandalags. Að sögn Sigrúnar var reynt að bæta við frambjóðendum í hólf Kvennalista og Alþýðu- bandalags en enginn gaf kost á sér. Það er því ljóst að framan- greindir fjórir einstaklingar munu berjast um þrjú efstu sæt- in á lista Samfylkingarinnar á Vesturlandi. Prófkjörið fer fram þann 6. mars næstkomandi og verður kosið á ellefu stöðum víðs vegar um Vesturland. -GE Gísli S. Einarsson Hólmfríbur Sveinsdóttir. Jóhann Ársælsson. Áskriftarátak Skessuhorns hefur farið mjög vel af stað en eins og yfir- leitt þegar um er að ræða miklar breytingar þá finnast einhverjir hnökrar á framkvæmdum. Við höfum fengið fregnir af því að einhverjir misbrestir hafi orðið á því að fólk fengi blaðið sitt á réttum tíma. Því höfum við ákveðið að innheimta ekki áskriftargjald af síðasta tölublaði. Þar af leiðandi verður aðeins innheimt áskriftargjald fyrir eitt tölublað í febrúar og því verða ekki sendir út innheimtuseðlar um næstu mánaða- mót heldur verður áskriftargjaldið fyrir mars hækkað um 180 krónur eða sem nemur einu blaði. Áskriftar- átakið var að mestu unnið af félögum sem tóku verkið að sér í fjáröflunar- skyni. í þéttbýlisstöðunum voru það elstu bekkir grunnskólanna sem fóru í hús og buðu blaðið í áskrift. Við þökkum þeim og öllum sem komu að áskriftarátakinu fyrir vel unnin störf. Við bendum þeim sem enn hafa ekki gerst áskrifendur en hafa áhuga á að fá blaðið sent heim vikulega að hafa samband í síma 437 2262. Einnig bendum við á sölustaði um allt Vesturland. Með bestu kveðju og þökk fyrir góðar undirtektir við áskriftarátaki Gísli Einarsson, ritstjóri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.