Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.1999, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 25.02.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 25. FEBRUAR 1999 cniisautiu^ Málin rædd á fjárhúsgaröanum. Nýjung á Kiöafelli í Kjós Fjölnota grípahús Síðastliðinn sunnudag var form- lega tekið í notkun óvenjulegt gripa- hús að Kiðafelli í Kjós. Um er að ræða fjölnota hús sem er ætlað fyrir kindur, nautgripi og hross. Að sögn bóndans á Kiðafelli, Sigurbjörns Hjaltasonar er húsið meðal annars ætlað til að taka á móti ferðamönn- um sem áhuga hafa á að skoða húsdýrin í sínu rétta umhverfi. Þá hyggst hann einnig leigja út hesthúspláss fyrir aðra hestamenn og veita þeim þá þjónustu sem þeir óska eftir. Fjöldi manns mætti við opnunina og voru menn almennt hrifnir af aðstöðunni. Sérstaklega höfðu menn á orði að óvenjulegt væri að hús af þessu tagi væri fullfrágengið áður en það væri tekið í notkun. Kynbótahrútarnir metnir. Frá vinstri: Gu&mundur Sigurösson framkvæmdastjóri Búnaöarsamtaka Vesturlands, Sigurbjörg Hjaltason bóndi á Kiöafelli og Lárus Birgisson ráöunautur. Nýfæddir Vestlendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum eru færðar hamingjuóskir. "± Því miöur misritaöist í næst síöasta blaöi kyn barnsins sem Jónína Lauf- ey Jóhannsdóttir eignaöist en hún átti dreng en ekki stúlku. Er beöist velviröingar á þessum mistökum. 26. janúar - Sveinbarn - Foreldrar: Jónína Laufey Jóhannsdóttir og Bernhard Þór Bernhardsson, Borg- arfiröi. Ljósmóöir: Anna Björnsdóttir. 9. febrúar - Sveinbarn - Foreldrar: Ása Pálsdóttir og Fjalar Ríkharös- son, Akranesi. Ljósmóöir: jónína Ingólfsdóttir. 6. febrúar - Sveinbarn - Foreldrar: Þóra Þorgeirsdóttir og Hilmar Sig- urösson, Borgarnesi. Ljósmóöir: Lára Dóra Oddsdóttir. Hrossamarkabur í Borgarfirbi Bændur á Skáney brydda upp á nýjung Síðastliðinn sunnudag héldu bænd- urnir á Skáney í Reykholtsdal, þau Birna Hauksdóttir og Bjarni Mar- inósson mikinn hrossamarkað. Þar voru til sölu fjörutíu hross á mis- jöfnum aldri og á mismunandi verði. Yngri hrossin voru sýnd í reið- skemmunni á Skáney en það er rúm- gott hús sem er sérstaklega byggt sem aðstaða fyrir tamningar en þeim eldri var riðið útivið. f hesthúsinu var gestum síðan boðið upp á kaffi og kleinur að sönnum sveitasið. Fjöldi manns, víða að, mætti á hrossamark- aðinn á Skáney og þeir sem blaða- maður ræddi við voru sammála um að þetta framtak væri til fyrirmyndar og töldu að þama hefði verið til sölu mikið af mjög frambærilegum hross- um. í samtali við Skessuhom sagði Birna að með hrossamarkaðnum hefðu þau viljað breyta aðeins til og reyna að hleypa smá lífi í hrossasölu. Hún sagði vel koma til greina að halda markað af þessu tagi einu sinni í mánuði og bjóða þá fleirum að vera með. „Aðstaðan er fyrir hendi héma og um að gera að nota hana. Hvort sem salan héma í dag verður mikil eða lítil þá er þetta allavega smá krydd í tilvemna," sagði Bima. Blað- ið hefur ekki upplýsingar um sölu á markaðnum en fljótlega eftir að markaðurinn hófst vom nokkur hross seld. -G.E. Bjarni Marinósson sýnir Hnoöra á fimmta vetri í hríðarmuskunni síöastliðinn sunnudag. Mynd: GE 9. febrúar - Sveinbarn - Foreldrar: Sylvía Rós Helgadóttir og Friöjón Guðmundsson, Svínadal. Ljósmóð- ir: Gíslina Lóa Kristinsdóttir. 9. febrúar - Sveinbarn - Foreldrar: Margrét Rós Jósefsdóttir og Krist- inn Hallur Sveinsson, Akranesi. Ljósmóöir: Gíslína Lóa Kristinsd. 9. febrúar - Sveinbarn - Foreldrar: Hrefna Sigríður Bjarnadóttir og Shaun David Oliver, Hellissandi. Ljósmóðir: Gíslína Lóa Kristinsd. 15. febrúar. - Sveinbarn - Foreldrar: Þuríður Björnsdóttir og Björgvin Steinar Valdimarsson, Akranesi. Ljósmóðir: Anna Björnsdóttir. 5. febrúar - Meybarn - Foreldrar: Fanný Einarsdóttir og Víðir Jóns- son, Akranesi. Ljósmóöir: Soffía G. Þórðardóttir. 17. febrúar - Sveinbarn - Foreldrar: Freydís Frigg Guðmundsdóttir og Pétur Pétursson, Borgarnesi, Ljós- móöir: Anna Björnsdóttir. 8. febrúar - Meybarn - Foreldrar: Unnur A. Jónsdóttir og Jón Ásgeir Valsson, Akranesi. Ljósmóöir: Anna Björnsdóttir. 17. febrúar - Meybarn - Foreldrar: Guölaug A. Sverrisdóttir og Sigurð- ur Árnason, Bifröst. Ljósmóöir Jón- ína Ingólfsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.