Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.1999, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 25.02.1999, Blaðsíða 15
anc.dduru/1.. ^ ’ ■ i — - ia < ■ i-> *ni 17“» i i FIMMTUDAGUR 25. FEBRUAR 1999 15 Af hverju bakverkur? /^A N&Hsuhornib Æfib aö sofa rétt Það skiptir máli hvernig legið er í rúminu á meðan sofið er. Margir hafa eflaust upplifað það að vakna stirðir og þreyttir og getur verið um að kenna bæði dýnunni og eins þeirri stellingu sem sofið er í. Sú svefnstaða sem setur minnsta álag á bakið er þegar sofið er á hliðinni með fætur bogna og aðeins dregna upp. Ef þú liggur á bakinu, reyndu að minnka spennuna í bakinu með því að setja kodda undir hnén. Að liggja á maganum setur mesta spennu á bakið. Ef þú getur alls ekki sofið öðruvísi, settu þá kodda undir magann. Dýnur eiga að vera stífar en ekki óþægilegar. Ef staðið er upp úr rúminu eftir annars nógan svefn og hvfld er kannski vert að athuga hvort sú dýnugerð sem þú notar henti þér eða hvort að svefnstaðan setur óþarfa spennu á líkamann. Svona Ekki svona Svona Ekki svona Ekki svona Gætiö ab skófatnabinum Góðir skór geta gert gæfumuninn í því að halda bakinu verkjalitlu. Skór með lágum hæl eða flatbotna með góðum púðum, til að taka höggin af hryggnum þegar gengið er, eru ákjósanlegir. Háir hælar auka spennuna í bakinu og einnig iíkur á meiðslum ef þeir eru notaðir eingöngu. Skórnir þurfa að styðja vel við fót og ökkla þó ekki þannig að það sé óþægilegt eða þrengi að fótunum. Þeir sem eru með ilsig ættu að athuga með að fá viðeig- andi innlegg og sama gildir um þá sem hafa mislanga fætur. Fyrir þá sem hafa tilhneigingu til að ganga meira á innanverðum fætinum, væri vert að athuga með skó sem styðja vel við fótinn þar. Það minnkar álag á þeim vöðvum sem halda fæt- inum í skorðum og gæti minnkað hættuna á því að misstíga sig og snúa sig á ökkla. Passib vigtina Offita er algeng orsök fyrir verk í baki. Auka þyngd að framan eykur teygju á bakvöðvum og liðböndum. Stór magi neyðir bakvöðvana til að herpast til að vinna á móti skorti á stuðningi frá magavöðunum sem eru veikari en bakvöðvamir. Auk þess sem aukin þyngd leiðir oft til þess að fólk nennir síður að hreyfa sig. Birna G. Konrábsdóttir. Haldib styrkleika og hrejffanleika Hversu vel vöðvar og bein í bak- inu hreyfast fer eftir því hversu sveigjanleg og sterk liðbönd og vöðvar eru. Það er að mestu undir okkur sjálfum komið í hvemig ástandi líkami okkar er. Með því að halda vöku okkar, hreyfa okkur og halda í formi, stuðlum við að betri líðan á allan hátt. Staðreyndin er sú að lítið notaður líkami stirðnar og verður því verr í stakk búinn til að taka við þeim áföllum er alltaf henda í hinu daglega lífi. En það gildir um hreyfingu eins og annað að allt er best í hófi og hinn gullni meðalvegur er stundum vandratað- ur. Birna G. Konráðsdóttir Höfandur er löggiltur sjúkranuddari og rekur sjúkranuddstofu í Borgamesi. Stormsveitin sigursæl IA HORNIÐ Boltafélagíb Bruni Nú þegar litla knattspymuliðið á Akranesi hefur sitt fimmta keppnistímabil ætla liðsmenn Boltafélagsins Bruna sér stærri hluti. Allt frá upphafi hefur leiðin legið uppávið og á aðalstjórnar- fundi félagsins seint á síðasta ári var stefnan sett á að koma liðinu upp um deild. Nýir menn vom fengnir í stjóm en ásamt þeim Magnúsi Oskarssyni og Einari Gíslasyni sem borið hafa hitann og þungann af starfmu hingað til hafa bæst við þeir Heimir Björgvins- son, Viðar Magnússon og Halldór Jónsson. Matthías Hallgríms- son rábinn þjálfari Fyrsta verk nýju stjómarinnar var að ráða þjálfara og varð Matthías Hallgrímsson fyrir val- inu. Matta þarf ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum enda þjóðkunnur knattspymumaður hér á ámm áður og margreyndur þjálf- ari. Brunamenn fengu þar farsælan og fiskinn karl í brúna og em mikl- ar vonir bundnar við störf hans. Æfíngar hófust í byrjun desember og æft er 5 sinnum í viku. Það er samdóma álit þerirra sem stundað hafa æfingar að þær sér erfiðar en skemmtilegar, eða eins og þær eiga einmitt að vera! Nú um þessar inundir fara fram viðræður milli stjómar Bruna og Knattspymufélags ÍA um aukið samstarf. Samstarfið hefur verið gott hingað til og Bmni hefur alltaf mætt skilningi og velvild hjá „stóra bróður“ og ber að þakka IA-mönnum fyrir það, svo og nær- sveitungum okkar í Innri-Akranes- hreppi fyrir afnot af vellinum í Miðgarði. Góðu samstarfi Bruna og Landsbankans á Akranesi verður haldið áfram en einnig hefur félag- ið notið stuðnings fjölda fyrirtækja og einstaklinga á Akranesi. Akra- nesbær hefur einnig stutt við bakið á félaginu. Ýmislegt er óljóst varð- andi leikmannahóp félágsins fyrir komandi sumar en vonandi verða þær sem allra minnstar því liðið var sterkt í fyrra og litlu munaði að það færi upp. Með von um gott knattspymu- sumar „ÁFRAM SKAGAMENN" Brona og ÍA-menn. Sjáumst á vellinum. Fh. Boltafélagsins Bruna Guðmundur Hjörvar Jónsson Firmakeppni Skallagríms Nýlega lauk fimm kvölda sveita- keppni Bridsfélags Borgarfjarðar. I vetur hafa 24 spilarar tekið þátt í vikulegum spilakvöldum félagsins sem fram fara í Logalandi í Reyk- holtsdal. Úrslitin í sveitakeppninni urðu þau að Stormsveit Jóns á Kópa sigraði ör- ugglega annað árið í röð og hlaut 201 stig. Með Jóni í sveit eru þeir Baldur Bjömsson, Kristján Axelsson og Öm Einarsson. I öðm sæti varð stórsveit Sigurðar Einarssonar með 155 stig. Að vísu hefur Sigurður sjálfur verið á sjó öll 5 skiptin þannig að sveitina skipuðu þeir Sveinbjöm Eyjólfsson, Þorvaldur Pálmason, Ketill Jóhann- esson og Haraldur Jóhannsson. I þriðja sæti varð Steinasveitin með 154 stig. LíkJega má með sanni segja að Steinasveitin sé ein reynslumesta bridssveit landsins, því samanlagður aldur spilara er eitthvað um 300 ár. Þetta em hjónin Halldóra Þorvalds- dóttir og Jón Þórisson í Reykholti auk Þorsteins Péturssonar og Unnar Jónsdóttur. N.k. föstudagskvöld er von á góð- um gestum því árlegt vinabæjamót Bridsfélags Sementsverksmiðjunnar og BB verður þá haldið í Logalandi. Hafa heimamenn æft stíft fyrir komu gestanna, meðal annars á æfinga- spilamennsku á Flugleiðamóti. -MM Sigurvegarar í sveitakeppni BB. Fremst á myndinni er Steinasveitin sem tal- in er reynslumesta bridssveit landsins um þessar mundir. Mynd MM Laugardaginn 27. febrúar mun knattspymudeild Skallagríms í Borg- amesi standa fyrir firma- og hópa- keppni í innanhússknattspyrnu í íþróttahúsinu í Borgamesi. Boðið er upp á tvö keppnisform, úrvalsdeild og skemmtideild. I úrvalsdeild em fjórir leikmenn og rétt til þátttöku hafa allir sem ekki em leikmenn í úr- valsdeild eða 1. deild Islandsmótsins í knattpsymu. í skemmtideild em einnig fjórir inn á og þar af einn markmaður. Þar ræður leikgleðin ríkjum og ekki er gert ráð fyrir stór- um skammti af knattspymuhæfileik- um. Þátttöku skal tilkynna til stjómar knattspymudeildar Skallagríms fyrir fimmtudaginn 25. febrúar. (Úr fréttatilkynningu) ÝVTnmtugsaftn ee// Jóhann Pálsson, Smiðjuhóli verður fimmtugur 5. mars nk. Hann tekur á móti gestum í félagsheimilinu Lyngbrekku frá kl. 21.00 á kvöldi afmælisdagsins. Knattspyrnuféiag ÍA I IX\v Akranes Football Club Herrakvöld vcröur haldiö í sal íþróttamiöstöövarinnar d Jaðarsbökkum föstudaginn 26. n.k. Húsiö opnar kl. 18.30 Enn cru nokkrir miöar fóanlcgir, (mjög fdir) Vinsamlcga hafið samband við skrifstofu félagsins sem allra fyrst í síma 431-3311 Se*dié ^VRíMKtPPNI í BOCCI4 Iþróttafélagpð Kveldúlfiir heldur fírmakeppni í boeeia íIþróttamiðstöðimii í Borgarnesi laugardaginn 6. mars 1999. Mótið liefst niilli 9.00 og 10.00 og lýkur síðdegis, I íVi’stii verðlaun er veglegnr farandbikar, gefandi Sjóvá ■ Almennar. Fyrstu þrjú sætin fá verdlaimapeninga. Þátttökugjald er 4000,- á sveii Þrír einstaklingar skipa hverja Fyrirtæki sendið sveitir á mótið og stvrkið íþróttafélagið Kveldúlf uin leið. I»að verda aðeins skráðar 32 sveitir Skráning lijá og rseður röð þátttöku. Þórði í síma 4371710 eða 4371259 A síðasta ári komust fierri en vildu. eða hjá GllðmiUldu í SÚlia 4371958 A, '/eldúZfel°9ié /eié

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.