Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.1999, Side 1

Skessuhorn - 25.03.1999, Side 1
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI - ll.tbl. 2. árg. 25. mars 1999 Kr. 200 í lausasölu Þessa dagana er verib aö sýna söngleikinn í Tívolí á Akranesi. Hér eru þeir Davíö Steingrímsson og Gunnar Sturla Hervarsson í hlutverkum sínum sem Frímann júníor og Frímann senjor. Fjallab er um sýninguna á blaösíöu 8. Mynd: KK Þjóbfélagsverk Svavars Sigurbssonar Færöi Akraneslög- reglunni myndavél Ólafur Hauksson sýslumaöur tekur viö gjöf Svavars Sigurðssonar. Sýslumaðurinn á Akranesi tók við forláta stafrænni myndavél úr hendi Svavars Sigurðssonar á mánudaginn var. Myndavélin er ein af sjö sem Svavar hefur fært lögregluyfirvöld- um í landinu að gjöf. Svavar er einn ötulasti baráttumaður landsins gegn fíkniefnum. Hann ferðast um landið og safnar fjármunum til að kaupa alls konar myndavélabúnað fyrir lögregl- una til að nota í baráttunni við smygl- ara og eiturlyfjasala. Hefur hann á undanfömum árum gefið búnað fyrir á fimmtu milljón króna, og nú var röðin komin að lögreglunni á Akra- nesi. Svavar var á ferðinni á Skagan- um á dögunum og safnaði þá tæplega 70 þúsund krónum. Hann segist nota peningana til gjafa í þeim byggðar- lögum þar sem þeir safnast. „Til að upplýsa myrkraverkin,“ segir Svavar. Ryskingar í Reykholtsdal Hann var seinheppinn hestamaður- inn sem var á ferð með tveimur kunningjum síhum á hestum í Reyk- holtsdalnum s.l. föstudag. Kunningj- amir áðu í vegarkanti og tóku tal saman. Þá birtist bifreið ein á nokk- uni ferð. Ökumaðurinn þeytir gjall- arhomið með þeim afleiðingum að hestar ókyrrast og fælast. Umræddur hestamaður tók þessu illa, stöðvaði bifreiðina og veitti ökumanninum til- tal fyrir vítavert kæruleysi í um- gengni við hross. Rífur hann m.a. í hálskraga ökumanns og hálflyftir honum út úr bflnum með tilheyrandi sérvöldum orðum um athæfi hans. Hestamaðurinn áttaði sig hins veg- ar ekki á því að umræddur bfll var sá fyrsti í sex bfla lest þar sem saman vom komnir kunningjar „að sunnan" á leið til fjalla. Þyrptust þeir út úr bfl- um sfnum og veittust að hestamann- inum sem skiljanlega varð að láta í minni pokann fyrir svona fjölmennri og vasklegri sveit reiðra manna. Ryskingar urðu nokkrar og var hesta- maðurinn skallaður í höfuðið. Sök- um hóflegs framferðis var hinum hestamönnunum tveimur hlíft við líkamsmeiðingum, en fengu þó sinn skammt af óvönduðum kveðjum. Samkvæmt heimildum Skessu- homs var ekki um frekari eftirmála að ræða af samstuði þessu. -MM Knattspyrnufélag ÍA; meistaraflokkur kvenna Leó rábinn þjálfari Um helgina var gengið frá ráðn- ingu nýs þjáifara fyrir meistara- flokk kvenna og varð Leó Jóhann- esson fyrir valinu. Leó er knatt- spyrnuunnendum á Skaga að góðu kunnur en hann lék með meistara- flokki ÍA hér á árum áður. I samtali við Skessuhom sagði Leó að hann hefði ekki þurft að hugsa sig lengi um þegar honum var boðið að þjálfa meistarflokk kvenna. „Akvörðunin var tekin án mikillar umhugsunar. Mér líst mjög vel á þennan hóp. Þær eru mjög áhugasamar og hafa greinilega gaman af knattspyrnu," sagði Leó. Hann hefur mörg undanfarin ár kennt við Grundaskóla á Akranesi. Leó segist hafa fylgst grannt með því sem hefur verið að gerast í fótboltanum síðustu ár og segist ætla að byggja á e 1 g 1 n reynslu. „ J a f n - framt því að fylgjast með hefur maður lært af þeim sem vit hafa á knatt- spymu. Það hefur vissu- lega margt breyst en grunnþætt- ina í þjálfun tel ég vera hina sömu. Ég veit að það er ekki auðvelt að koma að þessu eftir langt hlé en ég hlakka til að takast á við þetta verkefni. Þetta leggst mjög vel í mig,“ sagði Leó Jóhannesson. Leó Jóhannesson nýráöinn þjáifari meistaraflokks kvenna á Akranesi. Stjörnuleikmaður Skessuhorns Síðastliðinn sunnudag afhenti Skessuhorn viðurkenningar þeim leikmönnum úrvalsdeildarlið- anna á Vesturlandi sem skarað hafa fram úr í vetur. Tómas Holton leikmaður Skalla- gríms fékk flestar stjömur í stjömu- gjöf Skessuhoms í vetur. Rob Wil- son Snæfelli tók flest fráköst og skoraði flest stig. Kristinn Friðriks- son Skallagrími var stigahæstur ís- lensku leikmannanna og Dagur Þór- isson IA tók flest fráköstin. Sjá nánar bls 15.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.