Skessuhorn - 25.03.1999, Síða 8
8
FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999
aatssunui. S
Hin ágætasta skemmtun
Söngleikurinn í Tívolí á Akranesi
Frímann yngri og Frímann eldri ásamt gellunum sínum.
Leiklistarklúbbur NFFA og Skaga-
ieikflokkurinn sýna „í Tívolí“ eftir
Guðjón Sigvaldason, Steingrím
Guðjónsson og leikhópinn. Leik-
stjóri er Guðjón Sigvaldason og um
tónlistarstjórn sér Flosi Einarsson.
Tónlist og söngtextar: Stuðmenn.
Fjölmargir leikarar koma að sýn-
ingunni og eru 42 nafngreindir í
leikskrá. 7 manna hljómsveit sér
um tóniistarflutning.
Frumsýnt var síðasta föstudags-
kvöld fyrir fullu húsi og er skemmst
frá því að segja að I Tívolí er hin
ágætasta skemmtun. Hér er á ferðinni
nokkuð hreinræktaður söngleikur og
er höfundum verksins nokkur vandi á
höndum að tengja saman lögin og
leiðarstef textanna þannig að úr verði
heilsteypt verk. Sú leið sem varð fyr-
ir valinu er mjög áhugaverð og býður
upp á bráðskemmtileg söng- og leik-
atriði sem mörg hver ganga ágætlega
upp. Söguþráðurinn er ekki mjög
flókinn en við fáum að fylgjast með
tveimur fjölskyldum, vinum þeirra og
kunningjum og því sem gerist einn
dag í Tívolíinu og Vetrargarðinum.
Helstu persónur eru Dollý sem syng-
ur í Dúfunum í Vetrargarðinum og
Þormar, drykkfelldur sjómaður en
þau eiga soninn Elmar. Ellý, sem
einnig tilheyrir Dúfunum á bróður
sem er kallaður Gæi og fáum við að
fylgjast með samskiptum hans við
veikara kynið. Hveitibjörn rekur
Vetrargarðinn og sonur hans Frímann
á sér annað sjálf í Frímanni flugkappa
sem kemur mikið við sögu.
Hér eru ekki ferðinni stórkostleg
örlög og ástir ofurmenna og kvenna
heldur sigrar og ósigrar venjulegs
fólks og er lengst af vel um efnið
haldið. Tíminn er upphaf sjöunda
áratugarins, allar konur eru á háum
hælum og Old Spice í hveijum bað-
skáp. Búningamir eru í anda tíma-
bilsins og hefur
verið lögð mikil
natni í að gera þá
sem best úr garði.
Búningahönnuðir
sýningarinnar hafa
unnið gott starf og
næsta víst að
margur af kynslóð-
inni sem man
þessa tíma muni
fyllast ljúfsárum
söknuði í leikhús-
inu.
I upphafi sýn-
ingarinnar eru per-
sónurnar kynntar
með myndasýn-
ingu á hvíta tjald-
inu og áhorfendur
búnir undir það
sem koma skal.
Persónusafnið er
æði fjölskrúðugt
og í því er reyndar
fólginn einn af
veikleikum sýn-
ingarinnar. Persón-
umar, og einkan-
lega aukapersón-
umar em einfald-
lega of margar og
fá sumar hverjar
ekkert svigrúm til
að skapa sér líf á
sviðinu. Auk þess
fer gjaman tveim
sögum fram á svið-
inu í einu, og
stöðug skipti eiga
sér stað á milli
þeirra leikara sem flytja textann.
Þessi aðferð er mjög krefjandi og
tæpast á færi nema þjálfuðustu leik-
ara að vinna úr þannig að vel takist.
Utkoman er reyndar furðu góð en
nokkur atriði urðu hikandi og
skrykkjótt og augljóst að þessi leik-
aðferð gerir leikendum erfitt fyrir að
halda karaktemum.
Bjarki Þ. Guðmundsson leikur El-
mar og verður að öðmm ólöstuðum
að teljast stjarna sýningarinnar.
Bjarki er greini-
lega efnilegur
leikari og hann
leyst hlutverk
sitt með stakri
prýði. Bjarki
syngur líka
ágætlega, til að
mynda í Biðrað-
arlaginu. Frí-
mann er leikinn
af Davíð Stein-
grímsyni og náði
hann sér oft vel á
strik. Gunnar
Sturla Hervars-
son fór á kostum
í hlutverki Frí-
manns flug-
kappa, var
skemmtilega
glaðbeittur og
líflegur alla sýn-
inguna og syng-
ur með miklum
ágætum. Þórdís
Ingibjartsdóttir
er þekkt fyrir
söng sinn og
leiddi Dúfuhóp-
inn af öryggi.
Hún náði nokk-
uð góðum tökum
á Dollý þótt dá-
lítið hafi skort
upp á persónuna
frá hendi höf-
undanna. Þormar
er kannski líka
full klisjukennd
persóna til þess
að hægt sé að gera mikið úr honum
en Steingrími tókst að blása í hann
lffi, og þá helst í lokasenunni með
Bjarka. Júlíanna Omarsdóttir leikur
Ellý og Sveinbjöm Hafsteinsson
Gæja bróður hennar og stóðu þau sig
bæði vel. Sveinbjöm var fullur sjálfs-
trausts í söngnum. Hermann V. Guð-
mundsson er raddsterkur maður og í
hlutverki Hveitibjarnar fékk hann
mörg tækifæri til að láta glymja
hraustlega í Bíóhöllinni. Persóna
Hveitibjamar er ekki flókin og Her-
manni tókst að skapa úr honum reffi-
legan peningakall. Elsu J. Kiesel
gerði Ólínu að lifandi persónu og
söng eitt fallegasta lag sýningarinnar.
Vera Knútsdóttir var síðan sannfær-
andi í hlutverki kjaftforu stelpunnar.
Særún Gestsdóttir fór með lítið hlut-
verk en hún hefur fallega rödd eins
og heyrðist þegar hún söng lagið I
speglasalnum. Gellutríóin tvö sem
fylgdu Frímönnunum flissuðu af
sannri list og aðrar persónur leystu
hlutverk sín af hendi eins vel og
rammi sýningarinnar bauð upp á.
Framsögn var á köflum óskýr og
flutningur texta stundum of hraður.
Lýsing var að mestu vel unnin og
önnur tæknivinnsla góð. Notkun
myndefnis kom vel út.
Tónlistin og söngurinn verður að
teljast aðalsmerki sýningarinnar og
naut sín í Bíóhöllinni. Söngvaramir
stóðu sig upp til hópa mjög vel og
margir fundu sig ágætlega í leiknum.
Bandið er þétt og hefur náð góðum
tökum á Stuðmannatónlistinni án
þess þó að eltast um of við útsetning-
ar plötunnar. Sviðsmyndin fannst
undirrituðum ekki vel heppnuð þótt
hugmyndin væri í sjálfu sér allrar at-
hygli verð. Öðmm tuminum á svið-
inu var hreinlega ofaukið og hlutverk
hans í sýningunni heldur óljóst, auk
þess sem hann þrengdi verulega að í
hópatriðum. Hljómsveitinni var síðan
troðið á bakvið þennan sama tum í
stað þess hafa hana fyrir opnum tjöld-
um. Full ástæða hefði verið til að
gera hlut hennar meiri í sýningunni.
KK
Hlutavelta
Þeir Leó Da&ason, Dagur Jóhannsson, Óli Dór Baldursson og Ögmundur
Sveinsson héldu hlutaveltu til styrktar Akranesdeild RKÍ. Upphæ&in sem
þeir söfnu&u reyndist vera heilar 3750 krónur.
Spurningakeppni slökkvilibsins
Ólafur Dór Baldursson vann til
verðlauna í árlegri spurningakeppni
Landssambands slökkviliðsmanna.
Slökkviliðsmenn heimsækja þriðju-
bekkinga um allt land og leggja fyr-
ir þá spumingar um eldvamir. Um
tvöþúsund og fimmhundruð svör
bámst og var Ólafur Dór eini Skaga-
maðurinn sem fékk verðlaun.
Ólafur Dór Baldursson me& ver&-
iaunin sín
Félag eldri borgara á
Akrajiesi og nágrenni
Álykta um
húsnæbis og
kjaramál
FEBAN, Félag eldri borgara
á Akranesi og nágrenni er tíu
ára á þessu ári sem Samein-
uðu þjóðirnar hafa tiieinkað
öldruðum. Á aðalfundi félags-
ins í lok febrúar ályktuðu
fundarmenn um húsnæðis- og
kjaramál. f ályktun um hús-
næðismál er þeim tilmælum
beint til bæjarstjórnar Akra-
ness að hugað verði að félags-
heimili fyrir eldri borgara á
Akranesi.
I ályktun um kjaramál segir
að þeir sem fá lífeyri út úr al-
mannatryggingakerfinu eigi að
sitja við sama borð og aðrir
launþegar í launaþróun. Fund-
urinn gerir þá kröfu til ríkis-
stjórnar íslands að hún leiðrétti
þann mismun sem orðinn er og
afturkalli þau lög sem þessu
valda. Grunnlífeyrir verður að
hækka verulega og endurskoða
verður jaðarskatta. Eldri borg-
arar neita enn og aftur þeirri tví-
sköttun á greiðslur úr lífeyris-
sjóðum sem á sér stað og krefj-
ast þess að fá mann úr sínum
röðum í tryggingaráð. í lok
ályktunarinnar um kjaramál eru
stjómmálamenn minntir á kosn-
ingamar í vor og það rifjað upp
að atkvæði eldri borgara eru
jafn mikilvæg og atkvæði ann-
arra þegna þessa lands.
Frá opnun sýningarinnar.
Listakonur af Skaganum í Borgarnesi
Góbar viötökur
Þessa dagana er að ljúka í Safna-
húsinu í Borgamesi myndlistarsýn-
ingunni Heimurinn okkar. Listakon-
urnar sem þar sýna em þær Hrönn
Eggertsdóttir og Margrét Jónsdóttir,
báðar myndlistarkennarar á Akra-
nesi. Sýnir Hrönn olíumálverk á
striga og vatnslitamyndir en Margrét
verk úr steinleir og jarðleir.
Sýningin var opnuð laugardaginn
13.mars og að sögn starfsmanna
Safnahússins hefur aldrei verið jafn
fjölmennt við opnun sýningar þar,
eða 160 manns. Við opnunina söng
Sigurður Skagfjörð þjóðleg lög og
Ulrik Ólafsson spilaði undir á bar-
ónsflygilinn svokallaða, en hann var
í eigu Hvítárvallabarónsins sem sagt
var frá í síðasta blaði.
Þær Margrét og Hrönn em afar
ánægðar með móttökur heimamanna
og viðtökumar sem þær hafa fengið í
Borgarnesi. Sýningunni lýkur 26.
mars. KSE
Ver&laun fyrír
eldvarnaviku
Árleg eldvarnavika Landssam-
bands slökkviliðsmanna er haldin í
desember ár hvert. Lögð er
áhersla á að ná til allra grunn-
skólabarna í þriðja bekk. Skólar
eru heimsóttir af fulltrúum
slökkviliðanna á hverjum stað fyr-
ir sig.
Þar er börnunum leiðbeint um
hvemig bregðast skuli við eldsvoða,
og hvemig staðið sé að forvömum.
Bömin fengu öll rafhlöðu í reyk-
skynjara að launum. Þá var þeim
boðið að taka þátt í getraun þar sem
dregið er úr öllum réttum lausnum.
Þátttakendur að þessu sinni vom um
2500. Heppinn vinningshafi í Ólafs-
vík var að þessu sinni Kristfinnur
Ólafsson í 3. bekk GO.
.............................EMK