Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2000, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 20.01.2000, Blaðsíða 1
Deilt um útgáfu gönguleiðakorts Haraldur í Vestri Reyni sendir Skagamönnum tóninn Undanfarna mánuði hefur Har- aldur Benediktsson bóndi á Vestri Reyni í Innri Akraneshreppi átt í deilum við embættismenn Akra- neskaupstaðar vegna útgáfu göngu- leiðakorts sem m.a. sýnir göngu- leiðir um land Vestri Reynis. Gísli Gíslason bæjarstjóri segir bæjaryf- irvöld vera í fullum rétti og vísar til laga um náttúruvernd. Haraldur er óhress með þá skip- an mála að gönguleiðakort skuli hafa verið gefið út af hálfu Akra- neskaupstaðar án samþykkis hans sem landeiganda og í fullkominni óþökk við sig og þrátt íyrir að hann hafi mótmælt útgáfunni. Telur hann hagsmunum sínum ógnað vegna gríðarlegrar aukningar ferðamanna um land sitt og m.a. fái sauðfé ekki frið í sumarhögum af þeim sökum. Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akra- nesi sagði aðspurður um þetta mál að honum væri kunnugt um deilur vegna þessa. Gísli vísar í ákvæði 14. greinar náttúruverndarlaga þar sem segir að mönnum sé heimilt án sér- staks leyfis landeiganda eða rétt- hafa að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Mál þetta er því óneitanlega í erfiðri stöðu og ljóst að hagsmunir deiluaðila stangast á. -MM Sjá nánari umfjöllun á bls. 9. Kiítter Sigurfari á Akranesi sómir sér œtíð vel á stæði sínu við Byggðasafnið að Görðum. Fregnir herma að nú séuframundan verulega kostnaðarsamar viðgerðir á skipinu ef takast eigi aðforða þvífrá eyðingu veðra og vinda. Mynd: KK -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Nýr sveitarstjóri í Dalabyggð: Einar Mathiesen ráðinn í lok liðinnar viku ákvað hrepps- nefnd Dalabyggðar að ráða Einar Mathiesen í starf sveitarstjóra. Eins og greint hefur verið frá í Skessu- horni sagði Stefán Jónsson starfi sínu lausu í lok síðasta árs. Einar Mathiesen hefur undanfarinn ára- tug starfað að sveitarstjórnarmál- um, fyrst sem sveitarstjóri á Bíldu- dal en síðustu ár hefur hann gegnt stöðu bæjarstjóra í Hveragerði. Hann mun taka við nýja starfinu strax í þessari viku. Um starfið sóttu, auk Einars, þau Bjarni Kristjánsson, Björn Baldurs- son, Friðgeir Guðjónsson, Gísli Karlsson, Guðbergur Þorvaldsson, Magnea K. Guðmundsdóttir og Skjöldur Orri Skjaldarson. -MM Grundfirðingar óánægðir Fá ekki breimivín! Grundfirðingar eru ókátir með þá ákvörðun forsvarsmanna ÁTVR að synja beiðni þeirra um áfengis- útsölu í Grundarfirði. Að sögn Bjargar Agústsdóttur sveitarstjóra í Grundarfirði hafa forsvarsmenn ATVR gefið þau svör að ekki verði komið á fót áfengisútsölu í sveitar- félaginu á þessu ári, a.m.k. “Menn eru óánægðir með þessa ákvörðun þar sem staðurinn uppfyllir öll skil- yrði, bæði hvað varðar íbúafjölda, vegalengdir í næstu áfengisútsölu og annað. Við teljum að íbúar sveit- arfélagsins eigi fullan rétt á þessari þjónustu hér á staðnum og viljum brýna forsvarsmenn ATVR til að endurskoða sína ákvörðun, sagði Björg. Gárungar í Grundarfirði segjast vera í verulegum vandræðum útaf þessu máli ekki síst þar sem því er stöðugt haldið á lofti að menn eigi að versla í sinni í heimabyggð. Þeg- ar þeir koma í ríkið í Olafsvík eða Stykkishólmi þá blasa við skilti sem á stendur “Verslum í heimabyggð” og þeir segjast því hrökklast til baka án þess að þora að versla. I þeirra huga er slagorðið því orðið þannig: “Verslumst upp í okkar heima- byggð - þurrbrjósta”! GE Púður- skot © Péturs Vestur- Olands- skógar I

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.