Skessuhorn - 20.01.2000, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 2000
JaJÍS3UIu>,
Púðurskot Péturs Ottesen
Penninn
I síðustu viku skrifaði Pétur
Ottesen bæjarfulltrúi á Akranesi
grein í Morgunblaðið sem hann
nefhdi Skot í fótinn. Þama ger-
ir hann tilraun til að verja vald-
níðslu Sjálfstæðismanna í stjóm
Samtaka sveitarfélaga á Vestur-
landi (SSV), einkum með því að
væna meirihluta bæjarstjórnar
Akraness um „óþroska.“ Þar
bætir hann við nýju einkunnar-
orði, en svarabróðir hans í bæjar-
stjóminni og núverandi formað-
ur SSV, Gunnar Sigurðsson hef-
ur notað orðið „bamalegur.“ það
er þekkt úr þrætubókinni að til
slíkra einkunna er gripið þegar
hin rökræna umræða er mönnum
ofviða. Menn reyna því yfirleitt
hver efitir sinni getu að halda
umræðum á hærra plani.
Blákaldar staðreyndir
Til þess að menn sjái samhengi
hlutanna er nauðsynlegt að tína til
staðreyndir málsins.
1. Fulltrúar til sveitarstjórna eru
ekki nándar nærri allir kosnir póli-
tískri kosningu. Oft eru þeir kosnir
óhlutbundinni kosningu eða af
framboðslistum sem eru stað-
bundnir og ekki á vegum stjórn-
málasamtaka. Þetta á við um marga
sveitarstjórnarmenn á Vesturlandi.
2. Sjálfstæðisflokkurinn einn á
engan meirihluta meðal sveitar-
stjórnarmanna á Vesturlandi. Sjálf-
stæðisflokkurinn á hins vegar dá-
gott fylgi á Snæfellsnesi.
3. Ymsar ástæður, m.a. landfræði-
legar, kynbundnar og persónulegar
hafa valdið því hverjir veljast í
stjórn SSV hverju sinni.
4. Hingað til hefur verið litið svo
á að stjórn SSV væri samnefnari alls
kjördæmisins og hafa menn forðast
flokkadrætti milli svæða eða stjórn-
málasamtaka.
5. Atvikin höguðu því svo í haust
að í stjórn SSV völdust fjórir Sjálf-
stæðismenn, einn Framsóknarmað-
ur, einn kosinn óhlutbundið og
einn af Borgarbyggðarlista. Sú
skipting endurspeglar engan veginn
valdahlutföll í sveitarstjórnum á
Vesturlandi. Aðalfundarfulltrúar á
þingi SSV kusu því þessa stjórn
fullkomlega grunlausir um fram-
haldið, a.m.k. flestir hverjir.
6. Lög SSV gera ráð fyrir að
stjórnin velji sér formann. Hingað
til hefur verið leitað samkomulags
um formannsefni. Það var ekki gert
í þetta sinn heldur notaði Sjálfstæð-
isflokkurinn sér þessar óvenjulegu
kringumstæður til að knýja fram úr-
slit í kraftí atkvæða
7. Þrír Sjálfstæðismenn af Snæ-
fellsnesi og einn úr Dölum ásamt
Gunnari Sigurðssyni á Akranesi
ákváðu útí undir vegg á aðalfundi
SSV að taka völdin í stjórninni.
þessi ákvörðun var hvorki borin
undir meirihlutann á Akranesi né í
Borgarbyggð.
Þroskinn og lýðræðið
Pétur Ottesen telur valdníðslu af
þessu tagi bera vott um lýðræði.
Meirihluti bæjarstjórnar á Akranesi
hefur allt annan skilning á því hug-
taki. Vinnubrögðin og niðurstaða
stjórnarkjörsins er nefnilega ekki í
neinu samræmi við yfirlýstan vilja
kjósenda og er langt því frá því að
endurspegla á nokkurn hátt valda-
hlutföll í stjórnmálum á Vestur-
landi. Forysta Sjálfstæðisflokksins
er í seinni tíð þekkt fyrir valdhroka
og pólitískt ofbeldi þar sem hún
kemur því við. Þeir sem unna raun-
verulegu lýðræði verða því að
spyrna við fótum svo að þessir
valdastreitumenn vaði ekki uppi.
Pólitískur þroski felst meðal annars
í því að láta ekki minnihlutamenn
fremja valdarán óátalið. Það er hins
vegar mannlegt að Sjálfstæðismenn
verði hissa þegar þeir komast ekki
upp með hvað sem er. En ekki eru
viðbrögðin stórmannleg og það
undrar raunar engan sem til þekkir.
Skot í fótinn
Pétur Ottesen notar í grein sinni
ófrumlega líkingu úr hernaði. Ef
líkingunni er haldið til haga má
segja að hann hafi gerst fótgöngu-
liði í þessu máli og vaðið inn á jarð-
sprengjusvæðið blindaður af púður-
reyk, meðan gamli liðþjálfinn held-
ur sig til hlés. Það er kunnuglegt úr
sögunni að hinum unga er att fram
á blóðvöllinn meðan liðþjálfinn
hímir í skotgröfunum og Ieggur á
ráðin. Pétur Ottesen ber ekki
ábyrgð á þeim pólitísku bolabrögð-
um sem Sjálfstæðismenn beittu.
Hann hefur aldrei verið beittur
slíku af meirihlutanum á Akranesi,
en ætíð notið sannmælis. Það er
skoðun undirritaðs að Pétur sem er
ungur maður geti vænst frama í
stjórnmálum. Mitt heilræði er að
hann láti ekki gamla liðþjálfann sem
á tapaðan málsstað að verja etja sér
langt inn á sprengjusvæðið, því þá
geti svo farið að hann missi ekki að-
eins fæturna, heldur einnig það
pólitíska manndómstákn sem er
forsenda uppskeru í framtíðinni.
Samstarf um
sameiginleg málefni
Meirihluti bæjarstjórnar Akra-
ness horfir tíl framtíðar í samstarfi
að sveitarstjórnarmálum. Hags-
munir Akurnesinga sem annarra
sveitarfélaga á Vesturlandi felast í
því að unnið sé að samstarfi um
sameiginlegverkefni. Ursögn Akra-
neskaupstaðar úr SSV hefur engin
áhrif á þetta meginatriði. Bæjar-
stjórnin hefur ályktað um nauðsyn
Sveinn Krktinsson
sameiningar sveitarfélaga og mun
vinna að því máli eftir því sem að-
stæður leyfa. Sterk sveitarfélög eru
ein meginforsenda framfara í
byggðum landsins. Skrefin geta
orðið mörg í því samrunaferli er
endar á sameiningu, en markmiðin
þurfa að vera skýr. Meirihlutinn er
staðráðinn í að leita eftír aukinni
samvinnu við þau sveitarfélög sem
sjá hagkvæmni og framfarir felast í
því. Allar fullyrðingar svekktra
Sjálfstæðismanna um annað eru
tuðið eitt.
Sveinn Kristinsson
formaður bæjarráðs
Akranesi
Þessi grein er svar við grein Pét-
urs Ottesen er birtist í Mbl. sl.
fimmtudag. Grein Péturs bar nafn-
ið „Skot í fótinn.“
Dylgjur
Svo virðist sem niðurstöður
kosningar um mann ársins á Vest-
urlandi, sem Skessuhorn stóð fyrir í
lok síðasta árs, hafi farið hressilega
fyrir brjóstíð á blaðamönnum þess
virta dagblaðs DV I sandkorni sl.
föstudag var ffá því sagt að tveir af
starfsmönnum Skessuhorns ehf.,
þeir Gísli ritstjóri og Bjarki Már
vefari hafi báðir lent á topp-tíu lista
þessarar kosningar. I lok sand-
kornsins í DV segir orðrétt: “Þykir
það grafa undan trúverðugleika
slíkra útnefninga þegar starfsmenn
fjölmiðilsins sem fyrir þeim standa
hossa sér á slíkri aulafyndni”.
Þarna er gefið í skyn að starfs-
menn Skessuhorns hafi sjálfir raðað
sér á lista yfir þá Vestlendinga sem
þóttu á liðnu ári hafa gert eitthvað
sem takandi væri eftir. Því fer víðs-
fjarri, eins og blaðamanni DV ætti
að vera ljóst. Kjör á Vestlendingi
ársins fór þannig fram að 150 ein-
staklingum um allt Vesturlands-
kjördæmi var sendur kjörseðill og
þeir beðnir að tilnefna þá fimm að-
ila sem þeir töldu að titilinn ætti
skilinn. Það að umræddir starfs-
menn fyrirtækisins hafi sjálfir raðað
sér á þennan lista eru því hreinar
og klárar dylgjur DV Það vill ein-
faldlega svo tíl að umræddir starfs-
menn eru framarlega í fyrirtæki á
Vesturlandi sem á sl. ári hefur ver-
ið að gera góða hluti og ég er ekki í
vafa um að ef t.d. fféttaritari DV
hefði gert eitthvað sem taka hefði
mátt eftir á liðnu ári hefði hann
einnig fengið tílnefningar í þessu
kjöri. Aulafyndni DV skaut þarna
yfir markið.
Magnús Magnússon, fram-
kvœmdastjóri Skessuhoms ehf
Fíkniefhavandmn og
ráð gegn honum
Penninn
Nú eru af hálfu ríkisins lagðar
ffam miklar fjárhæðir til að draga
úr þeim mikla vanda, sem fíkniefni
svokölluð valda þeim sem ánetjast
þeim og hinum hroðalegu afleið-
ingum sem af notkun þeirra leiða.
Að þessu er mikið og vel unnið af
mörgum og mikið hefur áunnist
varðandi reyktóbaksneyslu.
En aðal inngönguleið vandans er
að mestu galopin, en það er með
neyslu áfengis. Þar þarf að taka
rækilega á málum. Fyrsta skrefið er
að gera öllum ljósa skaðsemi áfeng-
is fyrir menn, hana þarf að kynna
með þrotlausum áróðri í fjölmiðl-
um. Jafnframt þarf að leggja algjör-
lega niður veitingar áfengis á opin-
berum vettvangi einkum meðal
stjórnenda landsins. Lokaskrefið
væri það, að foreldrar og aðrir
uppalendur æskufólks, sem neyta
alkohóls, leggðu það niður. Það er
fullvíst að notkun sterkari nautna-
lyfja yrðu þá fljótlega úr sögunni.
Best væri, að þetta gæti orðið án
þess að skerða frelsi eiturlyfjasala til
að bjóða vöru sína, en óttast mætti
að þeir beittu slíkum ráðum við að
koma vöru sinni út, að lögbann á
Kristleifur Þorsteinsson.
sölu hennar væri óumflýjanlegt.
Húsafelli íjanúar 2000,
Kristleifur Þorsteinsson.
Stðastliðinn sunnudag var árshátíð eldri borgara á Akranesi. Samkoman var haldin í Vina-
minni og sá Kvenfélag Akraness um veitingar. Margt var um manninn og vinistfólk skemmta
sér vel. SB