Skessuhorn - 20.01.2000, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 2000
o&usunuu.
Nettó opnar á Akranesi
Kaupmenn óttast ekki samkeppni
Eins og fram hefur komið er
verslunin Nettó á leið til Akra-
ness en fyrirtaekið Matbær, eig-
andi Nettó hefur tekið Henson-
húsið á leigu þar sem verslunin
verður staðsett. Að sögn Orlygs
Stefánssonar, eiganda Henson-
hússins er leigutfminn tíu ár. Að-
spurður segist Orlygur ekki ótt-
ast samkeppni þar sem hann seg-
ir hana næga fyrir.”Við erum í
samkeppni við verslanir hér á
Akranesi og eins í Reykjavík. Það
er vonandi að með komu Nettó
aukist verslun og þjónusta á
Akranesi sem að skilar bættum
hag fyrir alla Akumesinga og
nærsveitunga. ”
Orlygur sem rekur verslunina
Bjarg útilokar ekki að hann komi til
með að flytja eigin verslun í nýtt
húsnæði ”Það er allt hugsanlegt”
sagði Örlygur Stefánsson.
Sveinn Knútsson eigandi Skaga-
vers sagði í samtali við Skessuhorn
að hann fagnaði allri samkeppni.
“Með aukinni samkeppni gerum
við okkur betur grein fyrir hvar við
stöndum sem skilar bættu verslun-
arumhverfi. Það eru mörg fyrirtæki
að skoða markaðinn hér svo það
mátti eins búast við Nettó eins og
einhverjum öðrum”. Aðspurður um
hvort hann telji hag Akurnesinga
bama með komu þeirra sagði hann
tímann verða að leiða það í ljós.
”VersIanirnar hér hafa verið að gera
góða hluti og ætm því að standa vel
gagnvart allri samkeppni, enda er
hún næg fyrir. Með fleiri verslunum
og aukinni þjónustu hlýtur um-
hverfið að fá á sig jákvæðari mynd
og vonandi græða allir á því. Eg er
óhræddur við allan samanburð og
tel mig fullfærann í alla samkeppni”
sagði Sveinn Knútsson.
Blaðamaður Skessuhorns hafði
einnig samband við Einar Ólafsson
í verslun Einars Ólafssonar og Jó-
hönnu Gylfadóttir einn eiganda
Grundavals en þau vildu ekki tjá sig
um málið. SB
Hensonhúsið, húsnæði undir verslun Nettú.
Nýtt tölvuver
ÍFVA
Nýtt tölvuver var tekið í notk-
un í upphafi annar í Fjölbrauta-
skóla Vesturlands. Með tilkomu
þess hefur aðgangur nemenda að
tölvum verið bætmr til muna. Nú
eru um átta nemendur á hverja
tölvu sem mun vera með betra
hlutfalli sem gerist í íslenskum
ffamhaldsskólum. Vinna í tölvu-
veri þar sem kennarar hafa tekið
nemendahópa í tölvuver til
vinnslu á verkefnum hefur aukist.
Því ætti nýtt tölvuver að koma að
góðum notum fyrir nemendur
sem og kennara.
SB
Brekkubœjarskóli á Akranesi
Reykur í Brekku-
bæjarskóla
Borinn var eldur að bréfþurrkum
á nemendasalernum í Brekkubæjar-
skóla í síðusm viku. Bemr fór þó en
á horfiðst og eldurinn náði ekki að
breiðast út. Hinsvegar myndaðist
allnokkur reykur sem dugði til að
setja brunavarnakerfi skólas í gang.
Sökudólgarnir eru ófundnir en for-
eldrar eru beðnir um að ræða við
börn sín um alvöru mála af þessu
tagi.
SB
Nýr skjala-
vörður
Kristján Kristjánsson hefur ver-
ið ráðinn skjalavörður við bókasafn
Akraness. Hann tekur við af Þór-
unni Elfu Sigtryggsdóttur sem
hefur störf hjá Landmælingum Is-
lands.
SB
Kristján Kristjánsson
Opnun sambýlis á Akranesi
Sunnudaginn ló.janúar síðastlið-
inn bauðst íbúum Vesmrlands sem
og öðrum að skoða nýtt sambýli á
Akranesi að Laugarbraut 8. Húsið
er hið glæsilegasta að sjá og er inn-
réttað sem sex íbúðir. I tilefhi af
opnuninni ræddi Skessuhorn við
forstöðumann sambýlisins Siggerði
A. Sigurðardóttir þroskaþjálfa.
Hún hefur lengst af starfað hjá
Skammtímavisrnn Alfalandi 6, hjá
Reykjavíkurborg og á svæðisskrif-
stofu Reykjaness. Hún hefur verið
búsett á Akranesi í rúmt ár og starf-
semin leggst vel í hana, “þetta er
frumraun mín sem forstöðumaður
svo þetta er nýtt og spennandi við-
fangsefni” segir hún. Aðspurð segir
hún húsið vel skipulagt. “Ibúar
sambýlisins verða fimm til að byrja
með. Þau flytja inn núna 29. janúar
og vikan þar á undan verður nomð
í aðlögun. Sjötta íbúðin verður
Ieigð út í eitt ár í sjálfstæða búsem”
segir Siggerður. Til að byrja með
verða 13 starfsmenn í níu og hálfú
stöðugildi. Gert er ráð fyrir fimm
starfsmönnum á sambýlinu frá 16-
20 virka daga og frá 13-20 um helg-
ar en minna þess á milli. Siggerður
telur það nauðsynlegt til að búa
einstaklingunum heimili og einkalíf
og til að efla sjálfstæði og færni
hvers og eins. “Lögð verður áhersla
á að mæta einstaklingnum á jafh-
réttisgrundvelli og tekið verður
mið af þörfum hvers og eins og íbú-
um auðvelduð yfirsýn yfir daglegar
athafnir með myndrænu skipulagi”
segir Siggerður. Aðspurð um
dæmigerðan dag á Sambýlinu segir
hún það verða að koma í ljós. ”íbú-
arnir fara allir í vinnu í Fjöliðjunni,
vinnu og hæfingarstað, hluta úr
Innrétting úr einni íbúðinni.
Myndir: Soffía Bæringsdóttir.
degi og einn íbúi stundar nám á
starfsbraut í Fjölbrautarskóla Vest-
urlands, auk þess sem þau stunda
æfingar með Þjóti íþróttafélagi fatl-
aðra á Akranesi“ segir forstöðu-
maður sambýlisins Siggerður A
Sigurðardóttir.
SB
rorstöðumaður sambýlisins
SiggerðurA Sigurðardóttir
Kúttmagakvöld á Sandi
Næstkomandi laugardagskvöld
verður haldið árlegt kúttmaga-
kvöld í félagsheimilinu Röst á
Hellissandi. Það er Lionsklúbbur
Nesþinga, Slysavarnardeildin og
leikfélag Ólafsvíkur sem standa
fyrir kúttmagakvöldinu en þangað
er boðið öllum eldri borgurum í
Snæfellsbæ. Boðið er upp á Kútt-
maga og fleira góðgæti og ýmis-
legt til gamans gert og að sjálf-
sögðu endað í syngjandi sveiflu.
GE