Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2000, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 20.01.2000, Blaðsíða 9
 FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 2000 9 Sakar Akraneskaupstað um yfirgang “Alvarlegt ef þeir vanvirða eignarrétt landeigenda”, segir Haraldur á Vestri Reyni. Undanfarina mánuði hefur Har- aldur Benediktsson á Vestri Reyni í Innri Akraneshreppi átt í deilum við starfsmenn Akranes- kaupstaðar vegna útgáfu göngu- leiðakorts sem m.a. sýnir göngu- leiðir um land Vestri Reynis. Haraldur er óhress með skipan mála og vill meina að verið sé að troða á rétti sínum sem eiganda jarðarinnar. “Það er mjög skýrt í lögum um Náttúruvernd að ekkert stjómvald eða utanaðkomandi aðilar geta skipulagt útivistarsvæði og göngu- leiðir án samþykkis landeigenda. Akraneskaupstaður er markvisst að skipuleggja ferðaþjónustu á mínu landi án nokkurs samráðs við mig. Svokallað gönguleiðakort var gefið út af Akraneskaupstað um mitt síðasta ár þar sem nokkrar af þeim leiðum sem merktar eru liggja um land mitt. Leiðum 1 og 3 á kortinu mótmælti ég harðlega við Garðyrkjustjóra Akraneskaupstað- ar þegar ég komst að því að til stæði að gefa út þetta kort, enda stríðir staðsetning þeirra gegn hagsmun- um mínum. Garðyrkjustjóri kom mótmælum mínum til skila en staðreyndin var sú að búið var að prenta gönguleiðakortin og bæjar- starfsmenn tímdu ekki að bakka útúr málinu og létu því kortin í dreifingu” sagði Haraldur. Hann vandar ekki embættis- mönnum bæjarins kveðjurnar: “Það er greinilegt að embættis- menn Akraneskaupstaðar lifa sjálf- stæðu og að því er virðist mjög ein- angruðu lífi og taka lítt mark á kjörnum bæjarfulltrúum. Vísa ég þá í ummæli Guðmundar Páls Jónssonar bæjarfulltrúa þann 1. júní sl. þar sem hann bað embættis- menn bæjarins að aðhafast ekkert frekar í útgáfu gönguleiðakorts nema að höfðu samráði við mig. Þessu var ekki sinnt og gönguleiða- kortið gefið út skömmu síðar”, sagði Haraldur. Þekkja ekki landamerki “Það er í raun alvarlegast í þessu máli að svo virðist sem sumir bæj- arfulltrúar og embættismenn viti ekki hvar landamerki liggja um þessar slóðir. Þarna er um hreinan og kláran yfirgang að ræða og ókurteisi af hálfu framámanna Akraneskaupstaðar að halda að þeir geti í skjóli embætta sinna ráðstaf- að því hvernig land er nýtt í ná- grannasveitarfélögunum”, sagði Haraldur. Haraldur segist í sjálfú sér ekkert hafa á móti því að fólk njóti útivist- ar á sínu landi, svo fremi sem það valdi ekki ónæði eða skapi hættu með umferð ökutækja um bæjar- hlaðið hjá sér, þar sem aðstæður gefa ekki tilefni til mikillar umferð- ar. “Þar við bætist að eftir að um- ferð gangandi fólks jókst með markvissri markaðssetningu á Akrafjalli hefur það valdið afurða- tjóni hjá mér því féð frá mér fær ekki frið í sínum sumarhögum vegna stöðugrar umferðar gang- andi fólks, svo sem á Háahnúk. Framganga fólks, og einkum bæjar- yfirvalda, á Akranesi í þessu máli hefur verið með þeim hætti á ný- liðnu ári að ég get ekki lengur látið henni ósvarað. Eg verð að verja hagsmuni mína og minna og nýti til þess allar löglegar tiltækar leiðir. Berum virðingu fyrir eignarréttinum “Það er sorglegt ef Haraldur er MÁNA- 31ÓW, 4 Skólabraut 18 s: 431 3440 þeirrar skoðunar að starfsmenn Akraneskaupstaðar vanvirði eignar- rétt manna í öðrum sveitarfélögum. Eg get fúllvissað Harald bónda á Reyni um að bæjaryfirvöld á Akra- nesi bera fulla virðingu fyrir eign- arrétti hans og annarra góðra ná- granna okkar á landareignum sín- um”, sagði Gísli Gíslason bæjar- stjóri í samtali við Skessuhorn og bætir við: “Hitt er annað að ekki hafa öll samskipti gengið deilulaust fyrir sig í gegnum tíðina varðandi Akrafjallið og má minna á eggja- stríð sem geysaði hér á árum áður, en leystist sem betur fer”, sagði Gísli. Aðspurður um umrætt göngu- leiðakort sem Akraneskaupstaður gaf út með gönguleiðum á Akranesi og í nágrenni sagði Gísli að það væri rétt að kortið hefði verið gefið út eftir að bæjarstjórn hafði sam- þykkt að leggja fjármuni í slíkt verkefni. “Reyndar var ætlunin að setja upp skilti við rætur Akrafjalls með ýmsum upplýsingum, en því slegið á frest m.a. vegna óánægju Haraldar með þær gönguleiðir sem sýndar voru. Það verður að hafa í huga að ákvæði náttúruverndarlaga eru afar skýr um umferð gangandi manna” segir Gísli og vísar í 14. grein laga um náttúruvernd þar sem segir: “Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétt- hafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar“. Gísli segir að Utivist hafi einnig gefið út gönguleiðakort m.a. af Akrafjalli og Búnaðarsamband Borgarfjarðar og Ferðamálasamtök Mýra- og Borgarijarðarsýslu í sam- vinnu við Akraneskaupstað gáfu út gönguleiðakort árið 1998 þar sem sýndar voru gönguleiðir á og við Akrafjall. “Einnig má nefna að í svæðisskipulagi sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar er samþykkt að gefa út göngu- og reiðleiðakort af svæðinu en ekki veit ég til þess að athugasemdir hafi borist varðandi það atriði. Loks er að benda á að Akraneskaupstaður lagði þó nokkra fjármuni ásamt fleiri sveitarfélög- um í uppbyggingu og endurreisn Reynisréttar, sem er í landi Harald- ar og var það gott framtak þeirra sem að því stóðu”, sagði Gísli. Sýslumaður segir ekkert ólöglegt Gísli Gíslason sagði í samtali við blaðið að eftir að gönguleiðakort Akraneskaupstaðar var gefið út hafi Haraldur kært málið til sýslumanns í Borgarnesi en að sjálfsögðu kom það á daginn efrir mikla yfirlegu sýslumanns að hér hafði ekkert ólöglegt verið aðhafst og sendi sýslumaður Akraneskaupstað bréf dags. 15.12. s.l. þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að ekki þyki grundvöllur til að halda rannsókn málsins áfram. “Þá fór ég fyrr í vet- ur í heimsókn til Haraldar og fór yfir málið með honum og taldi ég að við hefðum skilið vel sáttir og fúsir til að leysa málið og ég trúi ekki öðru en að við gerum það. Við höfum aldrei ætlað okkur að særa einn eða neinn með því að vísa göngufólki á góðar gönguleiðir á Akranesi og þykir miður að Har- aldur telji á rétt sinn hallað. Ollum er það ljóst að gengið hefur verið á Akrafjallið frá landnámi og svo mun verða áfram. Eg tel hins vegar mikilvægt að göngufólk virði í hví- vetna rétt landeigenda, gangi vel um og styggi ekki búsmala. Það hlýtur hins vegar að vera betra að sýna fólki hvar best er að fara á fjallið til að forðast að raska hags- munum landeigenda og tryggja að öruggustu leiðirnar séu valdar. Aukin umferð um Vesturland þýðir að landeigendur munu verða í auknum mæli varir við ferðafólk og það eru sameiginlegir hagsmunir okkar að sambýlið verði árekstra- laust og til framdráttar okkur öll- um”, sagði Gísli að lokum -MM Lówun - LOMim • lómmw> Þetta er al-hinsta blót súludans, söngur og lætí. 7 ö ö Athugið að blótið er á föstudegi í ár og verður nánar auglýst síðar. "LotuíblótíHefadin Jtntfö ski&tir hka <yyi -O y W S í Vt t : Hönnun og auglýsingagerö í Reykholti Kiktu á licimasíbuna: .. „ x Handbraqo 320 Reykholti ic / ocoGoov www.simnet.i s/ha nd b ragd, Sími 435 1525/863 6227 Netfang: handbragd@isholf.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.