Skessuhorn - 20.01.2000, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
SKESSUHÖBKI
Andrés Magnússon frá Arn-
þórsholti sendi mér eftirfarandi
innlegg í aldamótaumræðuna nú
fyrir stuttu:
Tuttugustu aldar tjnast þrdr,
tökum vel á móti hinni
sem að kemur eftir ár
með aldamótahátíðinni.
Jónas Jóhannsson á Valþúfu
sendi Pétri Olafssyni í Stóru -
Tungu hálfa vísu sem Pétur prjón-
aði framan við og að því loknu leit
vísan svona út:
Tíminn áfram töltir hraður
telst hann aldrei stoppa neitt.
Nú erfyrsti njársdagur
nítjánhundruð sextíu og eitt.
Samkvæmt almanakinu er þorri
nú að byrja og hefur hann löngum
orðið Islendingum þungur í skau-
ti hvað veðurfar snertir. I þessari
gömlu vísu kemur glöggt fram
kvíði fyrri kynslóða þegar norðan-
áttin geysaði á baðstofuþekjunni
og farið var að ganga á matar-
birgðir heimilisins:
Efað vantar varmafóng
vist og heyjaforðann.
Þorradœgur þykja löng
þegar hann hlæs á norðan.
Það er orðin tíska að kalla allan
gamlan og góðan þjóðlegan ís-
lenskan mat einu nafni þorramat
hvort sem hans er neytt á þorra-
blótum eða öðrum samkomum
eða bara í heimahúsum og sýnist
mér allt benda til að eftir svo sem
hundrað ár verði þetta samheiti á
allri lífsnæringu nema pizzu og
pillum. Þær gagnmerku samkom-
ur þorrablótin hafa gjarnan verið
orðaðar frekar við annað en sér-
lega hófsemi í meðferð áfengra
drykkja enda var einhverntíma
kveðið að afloknu blóti:
Þénanlegan e'gþekki mann,
á þorrablótunum situr hann.
Oll eru störf hans stór og merk.
Nú stundar hann einkum höfuðverk!
Annar ágætur þorrablótsgestur
orti að morgni dags:
Hvílík högg og hamraskak,
af hjarta yrði e'g glaður
efþú hvíldist andartak
elsku timburmaður.
Það gæti vel hafa verið á
þorrablóti sem Birgir Hart-
mannsson hitti kunningja sinn
ölkæran nokkuð og innti hann
eftir því hvort hans ektavíf og
betri helmingur væri ekki á
samkomunni. Kunninginn
svaraði að bragði ”Hún er að
dansa sem stendur, það kom
einhver kurfur og bauð henni
upp, skál vinur”. Varð þetta
tilefni eftirfarandi hugleiðing-
ar:
Innbyrðir hann áfengið
orðinn talsvert kenndur
enfrúnni dvelst í dansi við
djöfuls kurf sem stendur.
Samkvæmt læknavísindunum er
þorramatur eitthvað það óhollasta
sem hægt er að láta ofaní sig og
virðist þó flestur matur óhollur.
Raunar reiknast mér svo til að
þjóðin ætti að vera út-
dauð fyrir nokkrum
mannsöldrum ef ekki
væri fyrir einhver sér-
stök kraftaverk. Helgi
Hálfdánarson setti
saman kvæðið Matar -
Æði með hliðsjón af
grein í dönsku læknatímariti og
hefst það á þessa leið:
Enn þjakar Adams niðja
jmisleg bölvuð mœða,
sárlegust sú af öllum
sú sem kölluð erfieða.
Fiskurinn eyðir óðar
öllum krafti úr skrokknum
allt kjöt er óhollt líka
einkum úr gæðaflokknum.
Dr. Sturla Friðriksson velti
þessum málum einnig fyrir sér og
birtist hér útdráttur úr hans hug-
myndum:
Nú Þorra má brátt ekki blóta
því bannað er hvali að skjóta
og alls engan sel
má víst svœfa t hel
og svið eru komin með kvóta.
I eyði og deyfð er hver dalskiki
svo dragnast nú þjóðin að malbiki.
Ogfvnnst varla sá
semfitar sigá
sel eða súrsuðu hvalspiki.
Mennfúlsa viðfloti úr bollunum
ogfordæma blóðið úr rollunum.
En mennfá ekkert slátur
með fáeinar skjátur
og búmark á bringukollunum.
Svo heyristfrá heilbrigðisköppunum
að merm hámi með súrsviðalöppimum,
í sig ósköp afsóti
í sérhverju blóti,
og rotvöm með rófiistöppunum.
Sum krásin er sjaldgæf og sést ekki
og sumt er víst óhollt og ést ekki,
en ég uni þó við
þennan íslenska sið
þetta át ogþað blótsem ég bestþekki.
Annars hefur margt skeð á
þorranum og Indriði G. Þor-
steinsson lýsir svo sunnudagsnótt
á þorra:
Bleikfólur máni merlar glæra ísa
mamwanw draugur uppi á þaki gellur
himinsins festing háar stjömur Ijsa
hömlulaust blóð um þrútnar æðar svellur.
Af rwktum iljum naumast skrejhþóð rísa
er nakið hjú með syni bóndans fellur.
Hryssumar sm'ui höm í norðanvindirm
halar kúnna liggja niðri íflómum
fhosin ermýrioglögðertœra lindm
lagðstðar kindur þyrmast itndir Ijórmtm.
Að morgni gleymist sælli meyju syndm
er sóknarprestur blessar allt úr kórmtm.
Þegar ég var að leggja síð-
ustu hönd á þennan þátt,
hringdi í mig Asmundur Guð-
mundsson frá Auðsstöðum og
fræddi mig um að vísan ”Mær-
in keypti meðalið” sem ég var
að spyrja um höfund að í síð-
asta þætti væri eftir Hjörleif
Jónsson á Gilsbakka í Skaga-
firði og vil ég þakka upplýs-
ingarnar og hvetja menn til að
hafa samband ef þeir telja sig
vita betur eða réttar um vísur
sem ég birti annaðhvort höf-
undarlausar eða rangfeðraðar.
Með þökk fyrir lesturinn ,
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstóðum 320 Reykholt
S435 1367
Kærijón
Sverrisson
Ég þakka þér fyrir blómin og
bréfið sem þú sendir okkur í síð-
ustu viku. Það var sannarlega karl-
mannlegt af þér að biðjast afsökun-
ar á þennan hátt. Ég læt það
fylgja hér með svo lesendur geti nú
glöggvað sig betur á því hvað í raun
og sann þú álítur þessa heimsókn
ykkar hafa verið vanhugsaða. Það
er sannarlega fullt af iðrun.
Akranesi jan 2000.
Kæru ábúendur á Reyni.
Ég Jón Sverrisson vil með þessu
bréfi og blómum biðjast afsökunar
á þeirri átroðslu með mitt fólk inn
á ykkar landareign um síðustu ár-
þúsundaskipti.
Að sjálfsögðu vorum við þarna í
algjöru leyfisleysi inn á einkaeign,
bara hugsunarleysi.
Þótt útskýringar réttlæti ekki eitt
né neitt þá hafði verið ætlunin að
keyra upp með Berjadalsá og ganga
þaðan, en tími og veður leyfðu ekki
það. Því var þetta skjóttekin
ákvörðun án umhugsunar.
Þetta átti að vera sérstök stund
sem við myndum ekki upplifa aftur.
Við áttum saman góða stund á
þessum sérstaka stað og þökkum
fyrir að hafa fengið frið til að fagna
nýju ári, áður en okkur var vísað
burt.
Að lokum langar mig að benda
ykkur á að til að forðast saklaust
fólk eins og okkur væri einfalt að
merkja niður við veg “Einkalóð,
óviðkomandi bannaður aðgangur”
til að koma í veg fyrir óvænt óþæg-
indi og ófrið af völdum fólks sem
langar að komast í íjallið á þægileg-
an og fljótlegan hátt.
Þá óska ég ykkur alls hins besta á
nýju árþúsundi og guðs blessunar.
Virðingarfyllst,
Jón Sverrisson
(sign)
Heldur leiðist mér samt sá tónn
og tvöfeldni þín, sem birtist í
Skessuhominu. Þar sleppir þú til
dæmis alveg þeirri réttlætingu ykk-
ar á þessari “heimsókn” að þið
sögðust hvergi hafa séð hlið. Samt
voruð þið búin að keyra yfir tvö
ristahlið og príla yfir eina girðingu,
þar sem ég hitti ykkur. En þetta er
nú “bara” svona okkar heimili og
einhvemveginn verður maður að
taka á móti óboðnum gestum. Ætli
fólki myndi ekki verða hverft við ef
einhverjir kæmu og héldu uppá
áramótin í garðinum hjá þeim.
Gaddavírsgirðingin, sem þú
nefnir, gegnir nú í allri sinni ein-
feldni því hlutverki að halda hross-
um frá bæjarhlaðinu og heyrúllum,
ef þau skyldu leita heim. A því var
reyndar nokkur von þar sem þið af
kurteisi ykkar skutuð upp flugeld-
um í girðingarhólfi sem ég hafði
hrossin í svo þau fældust ekki langt
vegna skotelda. Um slíkt getur þú
lesið í Skessuhorninu á sömu opnu
og ferðasagan þín er. Þú manst
kannski líka að ég varaði ykkur sér-
staklega við hliði þegar þið færuð
til baka, af því að þið keyrðuð á vír-
inn þegar þið raddust hér yfir bæj-
arhlaðið. Ég vona bara að bíllinn
ykkar hafi ekki skemmst. Mér
þætti það miður. Það er alveg rétt
að ég sagði ykkur ekki vera eins-
dæmi um Skagamenn að troðast
hér um. Þar gerast menn æ stór-
tækari með hverju árinu sem líður.
Þó hefur keyrt um algert þverbak á
síðasta ári. Þar hafa bæjaryfirvöld
á Akranesi, með bæjarstjóra og bæj-
arstjórnarmenn verið í broddi fylk-
ingar. Þeir hafa sannarlega ekki
allir manndóm til að biðjast afsök-
unar á framferði sínu.
Af því að þú nefnir mig huldu-
mann, sem mér þykir ákaflega vænt
um, þá sárnaði mér það líka að þið
værað þama að skjóta upp flugeld-
um, ekki aðeins í miðri hrossagirð-
ingu, heldur voruð þið líka í miðri
álfabyggð. Skammt frá kletti sem
kallast Huldukonukirkja. I mínu
uppeldi var kennt að bera virðingu
fyrir þessum stað, og þá allra helst
á þessum tímamótum, áramótum.
Þá skal líka á það bent að þið voruð
engan veginn í Akrafjalli eins og þú
vilt halda fram, heldur hér nokkra
metra frá íbúðarhúsum okkar og
skepnuhúsum, innan túngirðingar.
Ég mótmæli því fullum hálsi að
ég hafi á nokkurn hátt komið illa
fram við þig og þitt fólk á þessum
stað eða stund. Ég vona bara að
þú þurfir aldrei að leggjast svo lágt
aftur að ráðast svona að fólki sem
vill verja heimili sitt, með þessum
hætti. Senda því fyrst iðrunarfullt
afsökunarbréf, og framhaldið
þekkjum við öll.
Að lokum vil ég benda þér á eft-
irfarandi: Vírinn var ekki við fjós-
ið, heldur fjárhúsin, ég vona að þú
þekkir mun á bauli og jarmi.
Venja er að talað sé um jarðir en
ekki lóðir þegar um bújarðir er að
ræða. Heldur þætti mér ósmekk-
legt um að litast ef ættd að merkja
alla sveitabæi með bannskiltum,
fyrir fólk sem ekki vill nota al-
menna mannasiði. Þegar maður
gengur í vestur frá Berjadalsá geng-
ur maður aftur niður á Akranes en
ekki meðfram Akrafjalli.
Aramótin verða mér líka minni-
stæð fyrir það að ég heimti góða kú
úr helju á nýársnótt, en um mið-
nættið virtist hún æda að skilja við,
nýborin.
Með bestu kveðju til þín Jón Sverr-
isson.
Haraldur Benediktsson.
Vestri-Reynir
e.s Það er ósk mín að við næstu
áramót, sem eru aldamót, ættum
við öll passa okkur á því að verða
ekki svo tímalaus að við verðum að
ráðast heim að heimilum ókunnugs
fólks til að halda uppá þau.
Aðsendar greinar:
ritstj ori@skessuhom.is
Haygarb&harn /á
Á rauðu ljósi
Tvær rígfullorðnar konur voru
nýlega á akstri í höfuðborginni.
Þær höfðu ákveðið sunnudagseft-
irmiðdag einn að skreppa vestan
úr bæ í heimsókn til aldraðrar
vinkonu sem býr í Breiðholtinu.
Þegar að fyrstu ljósunum á
Miklubrautinni kom ekur sú sem
undir stýri var yfir á rauðu ljósi.
Sú sem var farþeginn sýpur hvelj-
ur, en lætur þetta þó óátalið. Þær
halda áfram á sínum 2 5 kílómetra
hraða og aftur er ekið yfir á rauðu
ljósi. Vinkonan þegir enn og læt-
ur sem ekkert sé, en grípur fyrir
augun og andvarpar. Þegar að
þriðju ljósunum kemur er enn
farið yfir á rauðu og getur sú sem
hægra megin situr ekld lengur
orða bundist: “Hvað er þetta
manneskja, þetta er í þriðja skipt-
ið sem þú keyrir yfir á rauðu ljósi,
ætlar þú að drepa okkur, eða
hvað”? “Hvað segir þú”, svarar
hin þá utan við sig, “Er ég að
keyra”?!
Kálhaus og
fótbolti
I ónefndri kjörbúð á Snæfells-
nesi er nýbyrjaður ungur maður
sem er mjög snöggur og hnittin í
tilsvörun. Um daginn var piltur
að vinna í grænmetinu þegar til
hans kom maður sem vildi fá
hálfen hvítkálshaus en í grænmet-
isborðinu voru bara til heilir hvft-
kálshausar. Piltur stóð fest á því
að ekki væri hægt að afgreiða
minna en heilan haus. Þetta end-
aði með að pilturinn fór inn dl
verslunarstjórans til að spyrfe
harm hvernig ætti að snúa sér í
þessu máli. Þegar hann keihut
inn í herbergið til verslunarstjór-
ans segir hann óðamála, “Það er
einhver gamall asni hér fyrir
framan sem vill kaupa hálfan kál-
haus.” Um leið og pilturinn líkur
máli sínu sér hann að maðurinn
stendur við hlið hans svo hann
bætir strax við: „og þessi herra-
maður vill fá hinn helminginn.”
Kaupmaðurinn samþykkti að
selja manninum hálfen kálhaus.
Þegar pilturinn var búinn að
afgreiða manninn kallaði kaup-
maðurinn piltinn inn til sín og
sagði við hann: „Nú varst þú
nærri búinn að koma þér í vand-
ræði með gáleysislegu tali en ég
verð að segja það að þú komst
snilldarlega úr þessari klípu. Þú
hugsar hratt og þannig fólk þurf-
um við. Hvaðan ertu annars“?
Pilturinn svaraði: “Ég er frá
Akranesi.” Kaupmaðurinn spyr
þá að hverju hann hafi flutt frá
Akranesi? Pilturinn svaraði strax:
“Á Akranesi búa bara aular og
knattspymumenn.” “Virkilega”,
sagði kaupmaðurinn, „konan mín
er frá Akranesi.” Pilturinn svarar
þá að bragði: “Jæja, í hvaða knatt-
spynuliði var hún”?
Vextir
Einn af drengjunum í EBA
heyrðist segja í þessari viku hvort
ekld væri til sölu stöðuvatn ein-
hversstaðar núna, svona rétt eins
og þegar Kerið t Grímsnesi var
selt um daginn, bætir hann við.
“Hversvegna spyrðu”, segir þá
sessunautur hans. “Jú, þeir sögðu
í útvarpinu áðan að það væru svo
rosalegir vatnavextir núna”.