Skessuhorn - 20.01.2000, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 2000
afttðsunu^:
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar
Skuldaaukning og einhver gjaldahækkun á árinu
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar
fyrir árið 2000 var samþykkt á
fundi bæjarstjómar 17. janúar sl.
I henni er gert ráð fyrir að skatt-
tekjur sveitarfélagsins nemi 460
milljónum króna á árinu sem er um
7% hækkun milli ára. Auk þess eru
þjónustutekjur áætlaðar um 120
milljónir. Rekstrarkosmaður bæjar-
sjóðs að frádregnum þjónusmtekj-
um nemur 414 milljónum króna
samkvæmt áætluninni. Þar af eru
204 milljónir króna ætlaðar til
skóla- og ffæðslumála en það er
stærsti málaflokkurinn í starfsemi
sveitarfélagsins. Borgarbyggð rekur
grunnskóla í Borgamesi með um
330 nemendum og grunnskóla á
Varmalandi í samstarfi við Hvítár-
síðuhrepp með liðlega 100 nem-
endum. Til reksmrs félagsþjónustu
em áætlaðar 66 milljónir króna og
til íþrótta-, æskulýðs- og tóm-
stundamála em áædaðar um 40
milljónir. Þrír stærsm málaflokk-
amir í rekstri bæjarsjóðs em því
með 75% af rekstrarútgjöldum.
Einsetning árið 2001
I haust var aðkoma sveitarfélags-
ins að íþrótta-, æskulýðs- og tóm-
smndastarfi endurskoðuð sem felur
m.a. í sér að úthlutun peningalegra
styrkja til félagasamtaka verði
breytt. í þessari stefhumómn er
gert ráð fyrir að Borgarbyggð verði
mikilvægur bakhjarl fyrir allt æsku-
lýðsstarf í sveitarfélaginu og er lið-
ur í því áform um stofhun íþrótta-
og tómsmndaskóla fyrir yngstu
bömin á árinu 2001 í tengslum við
einsemingu gmnnskólans.
Fjárfestingar og framkvæmdir
bæjarsjóðs em áædaðar um 100
milljónir króna á árinu 2000. Tæp-
lega helmingur þeirrar fjárhæðar
fer til gamagerðar einkum við Brú-
artorg, Sólbakka og Amarklett.
Bæjarstjórn hefur samþykkt að
hækka gatnagerðargjöld í Borgar-
nesi en þrátt fyrir það em þau
áffam með því lægsta sem gerist hjá
sveitarfélögum hérlendis. Nettó
kostnaður sveitarfélagsins er því
umtalsverður af gerð nýrra gatna.
A árinu 2000 er gert ráð fyrir að
verja um 25 milljónum króna til
framkvæmda og hönnunar við
grunnskólann í Borgarnesi en
áformað er að einsetja skólann fyrir
haustið 2001. Af öðrum fram-
kvæmdum sem áætiaðar em á árinu
2000 má nefha að ljúka vinnu við
byggingu gámastöðvar í Borgarnesi
og áframhaldandi ffáveimfram-
kvæmdir. Fjárhagsáætlunin gerir
ráð fyrir að komið verði upp að-
stöðu fyrir félagsstarf eldri ung-
linga í Borgarnesi á árinu 2000.
Eignasala bæjarsjóðs er áætluð 20
milljónir króna á árinu, auk sölu
um tíu leiguíbúða.
Skuldaaukning
Að sögn Stefáns Kalmanssonar
bæjarstjóra endurspeglar fjárhagsá-
ætlun Borgarbyggðar fyrir árið
2000 umtalsverðar ffamkvæmdir í
sveitarfélaginu. “Þær em nauðsyn-
legar til að unnt sé að mæta effir-
spurn eftir byggingarlóðum í Borg-
arnesi og skapa að öðm leyti bætt
skilyrði fyrir atvinnulíf og íbúa, auk
þess sem vinna þarf að einsemingu
grunnskólans í Borgarnesi. Þessum
fjárfestingum fylgja nýjar lántökur
á árinu 2000 sem nema um 85
milljónum króna skv. áætluninni en
afborganir eldri lána nema um 35
milljónum. Skuldaaukning bæjar-
sjóðs verður því um 50 milljónir
króna á árinu auk þess sem áætlað
er að ffamkvæmdasjóður Borgar-
byggðar taki um 15 milljóna króna
lán”, sagði Stefán.
Vissar gjaldskrár bæjarsjóðs, auk
Hitaveitu Borgarness, hækka til að
mæta kostnaðarauka. Þrátt fyrir
það er gert ráð fyrir að um 90% af
rekstrartekjum bæjarsjóðs fari til
rekstrar, líkt og verið hefhr síðusm
ár. Slíkt er ekki ásættanlegt, að sögn
bæjarstjórans, og mikilvægt að bæj-
-------i--------- /m'------------------------
Steinaríki Islands lokað
Steinaríki Islands og safhi um Hvalfjarðargöng á enn ákveðið hvað verði gert í sambandi yið safhið.
Akranesi hefur verið lokað. Að sögn Þorsteins Þorleifs-. Hugsanlegt sé að byggt verði við byggðasáfnið að
sonar umsjónarmanns safnsins var leigutíminn íunninn Görðúm en ekkert sé fastákveðið. Hann gerir ráð fyrir
út og húsnæðið orðið allt of lítið. Hann segir ekkert að meira liggi fyrir um málið í næsm viku. Sfí
Moby Dick ber beinin
Moby Dick sem áður hét Fagranesið og var í ferðum
á Isafjarðardjúpi siglir nú með bein og hausa frá Pat-
reksfirði til Grundarfjarðar. Ekki er nein bræðsla leng-
ur á Suðurfjörðunum og þar sem heiðar eru lokaðar
mestan part vetrar verður Moby Dick í förum með
þennan holdlitla farm tvisvar í viku þar til snjóa leysir á
heiðum vestra.
Haraldur Hansen eigandi Beinaverksmiðju Grund-
arfjarðar sagðist reikna með að flutt verði á þennan
máta að vestan hátt í 2000 tonn af beinum og hausum.
Hausamir munu að líkindum fara til vinnslu á Mið-
hrauni sunnanvert við Snæfellsnesfjallgerðin. Nokkur
mengun hefur verið frá verksmiðunni og sagði Harald-
ur að búið væri að ganga frá mengunarvarnarbúnaði og
yrði hann settur í gang í vikunni. Þannig að þá ættu
menn að geta andað léttar í orðsins fyllsm merkingu.
GK
Moby Dick við bryggju í Grundarfirði. Mynd: GK
Úrhellisrigning og asahláka hefur verið á öllu land-
inu undanfarna viku. Af þeim sökum hafa vamavextir
verið allmiklir og minnsm lækir vaxið sem sjaldan fyrr.
Að sögn Valgeirs Ingólfssonar verkstjóra hjá Vega-
gerð ríkisins urðu nokkrar skemmdir á vegum á Vest-
urlandi. Mest rann úr veginum við Hvítárvelli og
Ferjukotssíki í Borgarfirði þar sem vegurinn var lokað-
ur í einn sólarhring meðan viðgerð stóð yfir. Auk þess
fór í sundur afleggjarinn að Helgastöðum í Hítardal.
Starfsmenn Vegagerðarinnar og verktakar gám að
sögn Valgeirs víða komið í veg fyrir tjón á vegum með
því að hreinsa úr rásum og ræsum áður en úrrennsli
varð verulegt. -MM
Vegaskemmdir
í vatnavöxtum
Unnið að viðgerðum á veginum við Ferjukotssíki.
Mynd GHP
arsjóður nái að skila meiru til fjár-
festinga og ffamkvæmda á næstu
ámm. Að sögn Stefáns er unnið að
úttekt á skipulagi og stjórnun skóla
og fræðslumála í sveitarfélaginu
sem vonast er til að leiði til hag-
ræðingar og bættrar þjónustu.
“Tekjustofnar sveitarfélaga em til
endurskoðunar á árinu 2000, auk
kosmaðarskiptingar ríkis og sveit-
arfélaga vegna reksmrs gmnnskól-
ans en ekkert liggur fyrir um niður-
stöður af þeirri vinnu”, sagði Stef-
án að lokum. -MM
12.jan. - Meybam. - Þyngd:
2490 - Lengd: 47 cm. Foreldrar:
Rakel Sigurðardóttir og Steinþór
Ingimarsson, Akranesi. Ljós-
móðir: Helga Höskuldsdóttir.
11. jan. - Meybarn. - Þyngd:
4075 - Lengd: 54 cm - Foreldr-
ar: Pálína Kristín Jóhannsdóttir,
Búðardal. Ljósmóðir: Lóa Krist-
insdóttir.
15. jan. kl: 15.03-Meybarn. -
Þyngd: 3900 - Lengd: 52 cm -
Foreldrar: Hulda Birgisdóttir og
Jón Jakobsson, Borgarnesi. Ljós-
móðir: Lóa Kristinsdóttir.
14 jan. kl: 14.11— Meybam. -
Þyngd: 3200 - Lengd: 49 cm -
Foreldrar: Elín Anna Skúladóttir
og Ari Guðmundsson Hvamms-
tanga. Ljósmóðir: Soffía G.
Þórðardóttir.
5. jan. kl. 10.48 - Meybarn. -
Þyngd: 3330 - Lengd: 50 cm -
Foreldrar: Hafdís Fjóla Bjarna-
dóttir og Jóhann Þór Ragnars-
son, Grundarfirði. Ljósmóðir:
Anna Björnsdóttir.
8. jan. - Sveinbarn. - Þyngd:
4305 - Lengd: 54 cm - Foreldr-
ar: Kristín Olafsdóttir og Þor-
bergur Guðmundsson,
Hvammstanga. Ljósmóðir: Lára
Dóra Oddsdóttir.
9. jan. - Meybarn. - Þyngd:
3330 - Lengd: 51 cm - Foreldr-
ar: Carol Ann Oliver og Hannes
Pémr Andrésson, Hellissandi.
Ljósmóðir: Soffía G. Þórðar-
dóttir.
Nýfæddir Vesdendingar
eru boðnir velkoranir í
heiminn um leið og
nýbökuðum foreldrum eru
færðar hamingjuóskir.
8. jan. kl. 04.06 - Meybam. -
Þyngd: 3925 - Lengd: 51 cm.
Foreldrar: Arna Hildur Péturs-
dóttir og Ragnar Börkur Ragn-
arsson, Grundarfirði. Ljósmóðir:
Jónína Ingólfsdóttir.
i
l